Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Íslenskur landbúnaður grunnstoð fæðuöryggis
Mynd / Guðrún Björg Egilsdóttir
Leiðari 8. júní 2022

Íslenskur landbúnaður grunnstoð fæðuöryggis

Höfundur: Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands - gunnar@bondi.is

Í upphafi þessa leiðara vil ég koma á framfæri þökkum til Harðar Kristjánssonar, fráfarandi ritstjóra Bændablaðsins til 15 ára, fyrir vel unnin störf.

Hörður hefur stýrt ritstjórn blaðsins með miklum sóma og gert okkar blað bænda að eftirsóttu lesefni fyrir alla landsmenn. 

Einnig vil ég bjóða velkomna í stól ritstjóra Guðrúnu Huldu Pálsdóttur, sem tekið hefur við sem ritstjóri og er þetta fyrsta blað á hennar ábyrgð.

Fæðuöryggi

Talsverð vinna hefur farið fram á skrifstofu Bændasamtakanna í að fylgjast með þróun markaða með aðföng til bænda og einnig þær aðgerðir sem nágrannalönd okkar eru að gera til að tryggja fæðuöryggi sinna þjóða í samningum við bændur.

Nú hefur ráðherra matvæla skipað svokallaðan spretthóp til að móta tillögur til ráðherra um aðgerðir vegna þróunar á mörkuðum.

Ég vil fagna því að ráðherra skipi þennan hóp en hann fær ekki marga daga til að skoða þessi mál, sem eru ansi umfangsmikil.

Vinnan sem fram hefur farið af okkar hálfu nýtist vonandi inn í þessa umræðu og tekið verði tillit til þeirra atriða sem við höfum haft mestar áhyggjur af. En við sem framleiðendur verðum einnig að leita allra leiða til að hagræða í rekstri í flóknu umhverfi aðfangakerfisins.

Þar er af mörgu að taka; olíuhækkanir, umbúðahækkanir, flutningshækkanir, fasteignaskattshækkanir og svo mætti lengi telja, svo ekki sé talað um verðbólgu og vaxtahækkanir, en allt þetta hefur áhrif á afkomu íslenskra bænda. En enn og aftur þá er ábyrgð okkar sem frumframleiðendur mikil.

Bændur og búalið

Ég tel að bændur séu nokkuð bjartsýnir þrátt fyrir allt og ekki skemmir tíðarfarið, sem hefur verið með eindæmum gott meira og minna um allt land. Þetta kemur upp á móti hækkandi áburðarverði þar sem uppskera virðist stefna í sæmilegar afurðir. En sumarið er nú ekki búið en nauðsynlegt að horfa á það jákvæða í þessari stöðu. Annað verkefni sem við höfum verið að vinna að er í samstarfi við laxeldisbændur sem ætla sér að framleiða lax á landi. En það er hvernig við getum nýtt þeirra afurðir sem falla til við framleiðsluna í hringrásarhagkerfi Íslands.

Það er mjög athyglisverð nálgun á þeim vettvangi sem mikilvægt er að við sem bændur komum að til að nýta þau verðmæti sem falla til við þessa framleiðslu.

Jarmað, hneggjað, baulað ...
Leiðari 4. desember 2025

Jarmað, hneggjað, baulað ...

Stofnanir og fyrirtæki á þessu landi virðast mörg hver vera orðin þreytt á því a...

Fæðuöryggi og landbúnaður
Leiðari 4. desember 2025

Fæðuöryggi og landbúnaður

Umræðan um fæðuöryggi er alltaf að taka á sig skýrari mynd. Atvinnuvegaráðherra ...

Jarmað, hneggjað, baulað ...
Leiðari 24. nóvember 2025

Jarmað, hneggjað, baulað ...

Tregðan til þess að seinka klukkunni hér á landi er sorglegt dæmi um íhaldssemi ...

Mikill vöxtur í landeldi
Leiðari 20. nóvember 2025

Mikill vöxtur í landeldi

Mikill vöxtur er fyrirsjáanlegur í íslensku landeldi á næstu árum, eins og fram ...

Vannýtt tækifæri
Leiðari 6. nóvember 2025

Vannýtt tækifæri

Hlutfall innlendrar búvöruframleiðslu á íslenskum matvörumarkaði hefur dregist s...

Jarmað, hneggjað, baulað ...
Leiðari 24. október 2025

Jarmað, hneggjað, baulað ...

Varla hefur farið fram hjá mörgum að mikill þrýstingur á auknar virkjanaframkvæm...

Út í óvissuna
Leiðari 23. október 2025

Út í óvissuna

Ljóst er að það markmið frumvarps atvinnuvegaráðherra um breytingar á búvörulögu...

Kraftapólitík og undanbrögð
Leiðari 14. október 2025

Kraftapólitík og undanbrögð

Búvörulög mynda grundvöllinn að starfsskilyrðum bænda í landinu ásamt búvörusamn...