Frá fundi búgreinadeildar hrossabænda.
Frá fundi búgreinadeildar hrossabænda.
Af vettvangi Bændasamtakana 13. mars 2023

Vilja beina aðkomu að búvörusamningum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Hrossabændur vilja beina aðild að búvörusamningum við endurskoðun þeirra og ræddu meðal annars aðkomu kynbótahrossa að landsmótum, og forsendur tilnefninga til ræktunarbús ársins á fundi sínum á búgreinaþingi.

Samþykktar tillögur innihéldu meðal annars brýningu til stjórnar að halda áfram undirbúningi á breytingu á samþykktum deildarinnar varðandi skipan fagráðs í hrossarækt. Einnig var lagt til að stjórn hrossabænda skipi starfshóp til að fara yfir aðkomu kynbótahrossa á landsmótum ásamt því að útfærsla stjórnar um tilnefningu BÍ til hrossaræktarbús ársins verði háð því að að lágmarki einn ræktandi sem stendur að hverju ræktunarbúi þurfi að vera fullgildur félagi í BÍ og er þá miðað við félagatal 1. maí ár hvert. Einnig var samþykkt tillaga sem fól í sér að stjórn búgreinadeildarinnar vinni að því að fá beina aðkomu að búvörusamningum. „Í gegnum beina aðild að búvörusamningum þarf greinin að fá fjármuni til að standa straum af kostnaði við kynbótastarfið, stuðning við markaðsstarfið og fjármuni til að hægt sé að standa vörð um ættbókina og upprunalandið. Þá skýtur skökku við að hrossabændur fái engan stuðning fyrir þær hrossaafurðir sem þeir leggja inn líkt og aðrir kjötframleiðendur. Það er eðlileg krafa að stuðningur verði tekinn upp og að hrossabændur sitji við sama borð og aðrir kjötframleiðendur,“ segir í tillögunni

Tveim tillögum frá Samtökum ungra bænda, sem fjölluðu um þyngdartakmarkanir í hestamennsku og starfsskilyrði bænda sem framleiða hrossakjöt, var vísað aftur til stjórnar.

Nanna Jónsdóttir var kjörin nýr formaður deildarinnar. Hún tók við af Sveini Steinarssyni sem hefur sinnt formennsku í áratug. Þær Sonja Líndal Þórisdóttir, Þórdís Ingunn Björnsdóttir og Ragnhildur Loftsdóttir voru kosnar í varastjórn. Aðrir í aðalstjórn eru þau Heiðrún Ósk Eymundsdóttir, Vignir Sigurðsson, Eysteinn Leifsson og Guðný Helga Björnsdóttir.

Áhættumat erfðablöndunar útskýrt
Lesendarýni 17. mars 2023

Áhættumat erfðablöndunar útskýrt

Valdimar Ingi Gunnarsson fer mikinn í Bændablaðinu þann 17. febrúar 2023 í gagnr...

Er sannleikurinn sagna bestur?
Lesendarýni 16. mars 2023

Er sannleikurinn sagna bestur?

Í grein sem Tryggvi Felixson ritaði í Bændablaðið 23. febrúar sl. undir fyrirsög...

MAST og dýravelferð
Lesendarýni 13. mars 2023

MAST og dýravelferð

Eins og kunnugt er, er Matvælastofnun (MAST) opinber eftirlitsaðili með dýravelf...

Um sölu á ljósleiðaranetum í dreifbýli
Lesendarýni 8. mars 2023

Um sölu á ljósleiðaranetum í dreifbýli

Fjarðabyggð hefur auglýst til sölu ljósleiðarakerfi (væntanlega ljósleiðaranet) ...

Gróðurhús í grænum skólum
Lesendarýni 8. mars 2023

Gróðurhús í grænum skólum

Leikskólinn Tjarnarsel er elsti leikskólinn í Reykjanesbæ en hann tók til starfa...

Ferhyrnt fé
Lesendarýni 7. mars 2023

Ferhyrnt fé

Hér höldum við áfram flakki okkar um yfirlitsgreinina Genetics of the phenotypic...

Raflínunetið, stýrikerfi og orkusala
Lesendarýni 6. mars 2023

Raflínunetið, stýrikerfi og orkusala

Munur er á flutningskerfi raforku og dreifikerfi, og við bætist sölukerfi. Hvað ...

Sannleikurinn er sagna bestur
Lesendarýni 3. mars 2023

Sannleikurinn er sagna bestur

Í samfélagsskýrslu Norðuráls fyrir árið 2021 segir: „Norðurál notar 100% endurný...