Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Það fylgja því skyldur bæði að eiga búfé og eiga land og á það bæði við þegar land er í landbúnaðarnotkun og nýtt til frístunda.
Það fylgja því skyldur bæði að eiga búfé og eiga land og á það bæði við þegar land er í landbúnaðarnotkun og nýtt til frístunda.
Mynd / Myndasafn Bbl.
Af vettvangi Bændasamtakana 1. febrúar 2023

Ágangspeningur og uslagjald

Höfundur: Hilmar Vilberg Gylfason, yfirlögfræðingur Bændasamtaka Íslands.

Á dögunum birti dómsmálaráðuneytið úrskurð þar sem kærð var sú ákvörðun lögreglustjórans á Vesturlandi að synja beiðni um smölun ágangsfjár úr afgirtu landi tiltekinnar jarðar.

Hilmar Vilberg Gylfason.

Í stuttu máli var það niðurstaða ráðuneytisins að það hefði verið röng ákvörðun hjá lögreglustjóranum að vísa málinu frá sem gert hafði verið með vísan
til lagatæknilegra atriða. Þannig séu lög nr. 21/1986 um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. í fullu gildi og lögreglustjóranum hafi því borið að taka beiðni viðkomandi um smölun ágangsfjár til formlegrar meðferðar. Í úrskurðinum er hins vegar ekki vikið að því, né tekin afstaða til þess hvort grípa hefði átt til aðgerða.

Úrskurðurinn hefur vakið talsvert umtal og jafnvel kátínu hjá einhverjum sem hafa séð fyrir sér þá Geir og Grana úr Spaugstofunni að smala fé. Þó efalítið væri það hin besta skemmtun fyrir lögreglumenn landsins að fá tækifæri til að smala fé endrum og eins þá gera lögin ekki ráð fyrir að lögreglan sjái um slíkt, þótt henni sé gert að skipuleggja smölun verði ágangur búfjár með slíkum endemum að þess gerist þörf.

Í fjórða kafla laga um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. eru nokkuð ítarleg ákvæði um hvernig eigi að bregðast við þegar vart verður ágangs búfjár. Í 31. og 32. gr. laganna er fjallað um ágang búfjár úr afrétti í heimahaga og í 33. gr. er fjallað um ágang búfjár úr einu heimlandi í annað. Sammerkt er í báðum þessum tilfellum að sveitarstjórn eða öðru yfirvaldi ber að hlutast til um smölun á kostnað eiganda búfjár. Í 2. mgr. 33. gr. sem bættist við lögin árið 1997 kemur síðan skýrt fram að sinni sveitarstjórn ekki skyldum sínum að mati lögreglustjóra skuli hann láta smala ágangsfénaði á kostnað eiganda.

Í 34. gr. laganna er fjallað um það þegar búfé gengur ítrekað óboðið í afgirt lönd, veldur þar tjóni og eigandi búfjárins sinnir ekki boði um að afstýra frekara tjóni. Við slíkar aðstæður getur komið til greiðslu uslagjalds samkvæmt lögunum.

Margar ástæður geta verið fyrir því að búfénaður gengur inn í afgirt land og líklega er það sjaldnast ætlan búfjáreigandans að fénaðurinn leiti þangað. Girðingar sem hafa orðið fyrir skemmdum af völdum veðurs eða snjóa eru án vafa oft orsakavaldur. Í raun er eina skynsama lausnin við ágangsfé samvinna þeirra sem í hlut eiga. Það fylgja því skyldur bæði að eiga búfé og eiga land og á það bæði við þegar land er í landbúnaðarnotkun og nýtt til frístunda.

Það leynist engum að þeim jörðum fjölgar sem teknar hafa verið úr hefðbundinni landbúnaðarnotkun og eru þess í stað nýttar til frístunda. Bændasamtökin hafa vakið athygli stjórnvalda á þessari þróun og meðal annars bent á að erfitt eða ómögulegt geti verið að ná fram markmiðum um fæðuöryggi þjóðarinnar þegar sífellt stærri hluti ræktanlegs lands er að fara úr landbúnaðarnotkun. Aðgangur að góðu ræktunarlandi er þannig ein af forsendum þess að hægt sé að tryggja öfluga innlenda matvælaframleiðslu. En því má heldur ekki gleyma að úthaginn er þar einnig afar mikilvægur fyrir kjötframleiðslugreinar eins og sauðfjárrækt, hrossakjötsframleiðslu og nautgriparækt.

Skylt efni: smalamennska

Velferð hrossa - seinni grein
Lesendarýni 28. mars 2023

Velferð hrossa - seinni grein

Í þessari grein verða tvö atriði skoðuð nánar sem tæpt var á í grein í þarsíðast...

Þess vegna eigum við að standa vörð um íslenska sauðfjárrækt
Lesendarýni 28. mars 2023

Þess vegna eigum við að standa vörð um íslenska sauðfjárrækt

Heimsfaraldur kórónuveiru og innrás Rússa í Úkraínu hefur kallað á endurskoðun á...

Raunveruleg staða nautgriparæktar
Lesendarýni 27. mars 2023

Raunveruleg staða nautgriparæktar

Staða nautakjötsframleiðslunnar á Íslandi er grafalvarleg svo ekki meira sé sagt...

Nýtt upphaf – matvælaframleiðsla á breiðari grunni
Lesendarýni 27. mars 2023

Nýtt upphaf – matvælaframleiðsla á breiðari grunni

Nýverið var kynnt skýrsla um eflingu kornræktar sem ber heitið „Bleikir akrar: a...

Skráning, ræktun, fræðsla, þjálfun og keppni
Lesendarýni 21. mars 2023

Skráning, ræktun, fræðsla, þjálfun og keppni

Smalahundafélag Íslands (SFÍ) er félag áhugamanna um ræktun, þjálfun og notkun B...

Litaerfðir hjá sauðfé
Lesendarýni 20. mars 2023

Litaerfðir hjá sauðfé

Hér höldum við áfram flakki okkar um yfirlitsgreinina Genetics of the phenotypic...

Áhættumat erfðablöndunar útskýrt
Lesendarýni 17. mars 2023

Áhættumat erfðablöndunar útskýrt

Valdimar Ingi Gunnarsson fer mikinn í Bændablaðinu þann 17. febrúar 2023 í gagnr...

Er sannleikurinn sagna bestur?
Lesendarýni 16. mars 2023

Er sannleikurinn sagna bestur?

Í grein sem Tryggvi Felixson ritaði í Bændablaðið 23. febrúar sl. undir fyrirsög...