Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Glaðvakandi birkigrein með reklum.
Glaðvakandi birkigrein með reklum.
Á faglegum nótum 7. júní 2016

Sofandi tré

Höfundur: Vilmundur Hansen

Rannsóknum á plöntum hefur fleygt fram undanfarin ár. Ýmislegt bendir til að tré deili upplýsingum sín á milli með hjálp sveppróta í jarðvegi og að þau hafi minni.

Nýjar rannsóknir á birkitrjám benda til að þau hægi á starfsemi sinni á nóttunni og sofni jafnvel.

Í nýlegri rannsókn sem var gerð samtímis í Finnlandi og Austurríki var leysiskanna beint að birkitrjám um sumartíma þegar starfsemi þeirra er í hámarki. Skönnun á trjánum á mismunandi tímum sólarhringsins sýna að starfsemi þeirra er ólík á daginn og á nóttunni. Á myndunum sést greinilega að greinar trjánna síga um allt að tíu sentímetra þegar líður á nóttina og engu líkara en að þau slappi af. Greint er frá þessu í tímariti sem kallast Frontiers in Plant Science.

Reyndar hefur lengi verið vitað að plöntur hægja á starfsemi sinni á nóttunni og fjallaði Charles Darwin um það í einni af sínum bókum. Blóm lokast á nóttunni og á sumum plöntum verpast blöðin. Rannsóknin sem hér er sagt frá er sú fyrsta sem sýnir fram á að það slakni á greinum trjánna.

Mest hanga greinarnar um tveimur klukkustundum fyrir sólarupprás. Helsta skýringin á svefni trjánna er talin vera sú að á nóttunni eigi ljóstillífun sér ekki stað og þá minnki vökvaþrýstingurinn í greinunum og þær slúti undan eigin þunga.

Næstu skref í rannsóknum á svefnvenjum trjáa er að skoða hvort fleiri tegundir en birki fái sér lúr á nóttunni og ef svo er hvernig svefnvenjur þeirra eru. Einnig er áhugavert að skoða hvort tré dreymi, hrjóti eða gangi jafnvel í svefni.
   

Skylt efni: tré | rannsóknir

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...