Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Séð yfir Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri
Séð yfir Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri
Mynd / LbhÍ
Á faglegum nótum 29. desember 2023

Ný stefna Landbúnaðarháskóla Íslands 2024–2028

Höfundur: Dr. Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, rektor LbhÍ.

Ný stefna Landbúnaðarháskóla Íslands hefur verið samþykkt og tekur gildi 1. janúar 2024.

Ragnheiður Þórarinsdóttir.

Áfram er unnið á þeim grunni sem lagður var með stefnu Landbúnaðar- háskólans 2019- 2024 með áherslu á gæða- og umbótastarf sem styður við stefnu stjórnvalda og áherslna háskóla-iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um nýsköpun, skilvirkni og gagnsæi í fjármögnun háskólastarfsins. Sérstaklega er horft til þess að auka gæði og skilvirkni kennslu með þróun náms og kennsluaðferða og fjölga útskrifuðum nemendum. Evrópusamstarf verður eflt enn frekar með sókn í samkeppnissjóði s.s. Horizon, Erasmus+ og Life, og doktorsnemendum þannig fjölgað sem og birtingum ritrýndra greina. Áfram verður unnið að styrkingu innviða og góðu og framsæknu starfsumhverfi til að tryggja samkeppnishæfni háskólans í alþjóðlegu samhengi. Þá er mikilvægi samfélagslegs hlutverks Landbúnaðarháskólans dregið fram um eflingu byggða og sókn háskóla.

Landbúnaðarháskóli Íslands hefur á undanförnum árum unnið að því að efla kennslu, rannsóknir og nýsköpun, meðal annars með eflingu innviða, fjölgun nemenda og auknu alþjóðlegu samstarfi. Háskólinn er staðsettur á alþjóðlegu fuglaverndarsvæði, Ramsar svæði, og aðstæður einstakar á heimsvísu fyrir nám og rannsóknir í landbúnaði, landgræðslu, náttúruvernd, skógrækt og hönnun og skipulagi byggðar. Áherslur í nýrri stefnu eru settar fram í fjórum meginköflum:

  1. Framsækið og spennandi nám
  2. Rannsóknir, nýsköpun og alþjóðlegt samstarf
  3. Traustir innviðir, hvetjandi starfsumhverfi og jafnrétti
  4. Áhrif til framtíðar og ávinningur fyrir samfélagið
Framsækið og spennandi nám

Nám við Landbúnaðarháskóla Íslands miðar að því að styrkja nemendur til virkrar þátttöku í samfélaginu og aukinnar þekkingar, nýsköpunar og hagsældar innan atvinnugreina á sviðum háskólans. Áhersla er lögð á þróun náms og reglulega endurskoðun gæðaviðmiða, styrkingu þverfaglegs náms byggt á hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar og samþættingu náms við rannsóknir og nýsköpun. Stefnt er að fjölgun útskrifaðra nemenda sem skila verðmætum, framsýni, þekkingu og áræðni út í samfélagið og eru eftirsóttir í atvinnulífinu.

Nemendur í hefðbundnu námi við Landbúnaðarháskóla Íslands eru nú um 400, þar af um 100 nemendur í meistara- og doktorsnámi, um 200 í grunnnámi og rúmlega 80 í starfsmenntanámi í búfræði. Auk þess stunda um 200 nemendur einingabært nám í Reiðmanninum í gegnum Endurmenntun LbhÍ. Þá hefur Endurmenntun LbhÍ aukið til muna framboð einingabærra námskeiða og býður upp á fjölbreytt úrval námskeiða sem á annað þúsund manns sækja á ári hverju. Tvær nýjar alþjóðlegar meistaranámsbrautir í umhverfisbreytingum á norðurslóðum og endurheimt vistkerfa hafa ásamt Erasmus+ samningum við fjölda háskóla í Evrópu leitt til vaxandi áhuga erlendra nemenda á að koma í meistaranám og skiptinám við Landbúnaðarháskólann.

Rannsóknir, nýsköpun og alþjóðlegt samstarf

Rannsóknir, nýsköpun og alþjóð­ legt samstarf eru grunnurinn að framsækinni þróun og verðmætas­ köpun fyrir atvinnulíf og íslenskt samfélag. Áhersla er lögð á að tryggja gæði starfseminnar og að Landbúnaðarháskóli Íslands sé eftirsóttur samstarfsaðili. Áfram verður lögð áhersla á að sækja fjármagn í samkeppnissjóði með áherslu á sjóði Evrópusambandsins og að efla hæfni starfsfólks til þeirrar sóknar.

Sókn í samkeppnissjóði hefur skilað nýju fjármagni til rannsókna og fleiri doktorsnemendum. Samhliða hefur birtum vísindagreinum í ritrýndum tímaritum fjölgað sem og skýrslum og álitsgerðum sem eru unnar í samstarfi við stjórnvöld og aðra hagaðila. Alþjóðlegt samstarf hefur styrkst til muna og er Landbúnaðarháskólinn aðili að UNIgreen, evrópsku samstarfsneti átta evrópskra lífvísinda- og landbúnaðarháskóla sem styður við enn frekari uppbyggingu á sviði kennslu, rannsókna, nýsköpunar og alþjóðasamstarfs.

Traustir innviðir, hvetjandi starfsumhverfi og jafnrétti

Innviðir háskólans eru annars vegar rekstrareiningar sem styðja við menntun, fræðslustarfsemi og rann­ sóknir og hins vegar stoðþjónusta sem nauðsynleg er allri starfseminni. Áhersla er lögð á að tryggja góðan rekstur, sterka innviði og að háskólinn verði í fararbroddi með nýjan tæknibúnað. Þá er lögð áhersla á skilvirka og framúrskarandi stoð­ þjónustu, að efla gæðamál, gera jafnréttismál sýnilegri, og tryggja hvetjandi og heilsueflandi starfs­ umhverfi.

Á undanförnum misserum hefur rekstur verið í góðu jafnvægi og býr Landbúnaðarháskólinn að öflugri og skilvirkri stoðþjónustu. Metnaður hefur verið lagður í að tryggja góða vinnuaðstöðu fyrir nemendur og starfsfólk, og hvetjandi, öruggt og heilnæmt starfsumhverfi með jafnrétti og gæði í fyrirrúmi. Húsakostur hefur verið bættur í samvinnu við Framkvæmdasýslu-Ríkiseignir, en brýn þörf er á frekari umbótum bæði hvað varðar eldri friðaðar byggingar og nýrri skólabyggingar. Unnið er að undirbúningi nýrrar Jarðræktarmiðstöðvar á Hvanneyri sem er mikilvæg eining til að tryggja framgang jarðræktar og tengdra greina.

Áhrif til framtíðar og ávinnings fyrir samfélagið

Landbúnaðarháskóli Íslands ber ábyrgð á að efla og miðla þekkingu og stuðla að verðmætasköpun á mikilvægum sviðum er varða umhverfi, samfélag, loftslagsmál, matvælaframleiðslu, skipulag og hönnun til framtíðar. Með áherslu á gæði, umbótastarf og samvinnu við stjórnvöld og hagaðila stuðlar háskólinn að aukinni hagsæld, framþróun og sjálfbærni. Lögð er áhersla á að starfsemi háskólans hafi áhrif til framtíðar fyrir atvinnulíf og íslenskt samfélag, sem styður við jafnvægi á milli þéttbýlis og dreifðra byggða.

Sérfræðingar Landbúnaðarháskóla Íslands gegna lykilhluverki í að efla þróun íslensks landbúnaðar, matvælaframleiðslu, náttúruverndar, loftslagsmála og skipulagsmála. Brýnt er að rannsóknaraðilar, stjórnvöld, framleiðendur og aðrir hagaðilar standi saman um framþróun og aðgerðir sem miða að því að efla íslenskan landbúnað og fæðuöryggi, og tryggja jafnframt að Ísland standi við alþjóðlegar skuldbindingar sínar á sviði náttúruverndar og loftslagsmála. Uppbygging þverfaglegrar nýsköpunar- og þekkingarmiðstöðvar sem styður við náttúru, sögu, menningu og samfélagið á Hvanneyri mun leiða saman þá aðila sem geta valdið straumhvörfum í stöðu Íslands á ofangreindum lykilsviðum.

Landbúnaðarháskóli Íslands hyggst vera í fararbroddi hvað varðar rannsóknir og hágæðanám á sviði sjálfbærrar nýtingar umhverfis og auðlinda. Námsumhverfi nemenda er í fyrirrúmi og góð aðstaða laðar fremstu vísindamenn víðs vegar að úr heiminum til samstarfs. Þannig styður Landbúnaðarháskólinn við markmið ríkisstjórnarinnar, Evrópusambandsins og Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, einstaklingum, samfélagi og atvinnulífi til heilla.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...