Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Innlent timbur er afbragðs viður, ekki síðra en það erlenda. Tímamót eru fram undan í íslenskri skógrækt því það eru mörg sóknarfæri í viðarvinnslu á innlendum markaði.
Innlent timbur er afbragðs viður, ekki síðra en það erlenda. Tímamót eru fram undan í íslenskri skógrækt því það eru mörg sóknarfæri í viðarvinnslu á innlendum markaði.
Á faglegum nótum 14. mars 2022

Mikilvægt er að skógar, sem aðrar auðlindir, séu sjálfbærir

Höfundur: HGS

Forsíður prentmiðla, þ.m.t. dag­blaða, eiga það sameiginlegt að vera á pappír, sem unninn er úr beðmi sem fenginn er úr trjám.

Tré vaxa þar sem jörð og vatn eru í góðu jafnvægi, en það er ekki víst að jafnvægis gæti alltaf þegar viðarvinnsla á sér stað. Mikilvægt er að skógar, sem aðrar auðlindir, séu sjálfbærir. Þá þarf að tryggja að náttúran líði ekki fyrir ræktunina. Gæta þarf þess t.d. að þrælkunarvinna sé ekki stunduð, starfsfólk njóti sannmælis, viðskiptin séu heiðarleg og laun allra séu sanngjörn. 

Óvottað innlent timbur stenst illa samkeppni

Flestar vestrænar þjóðir stunda heiðarleg viðskipti. Til að votta heiðarleika við náttúru og menn eru til ýmsar aðferðir. Á Íslandi er mikið lagt upp úr því að timbur sé vottað við innflutning. Timbrið þarf að vera af viðeigandi gæðum og fengið úr ræktuðum skógi en ekki náttúruskógi frá Amazon eða öðrum ámóta svæðum. Allir sem koma að viðskiptum með timbur þurfa að hafa fengið viðeigandi laun fyrir sitt framlag.  Eins og staðan er núna er timbur sem er framleitt á Íslandi ekki vottað. Óvottað innlent timbur stenst því illa samkeppni við sjálfbærnivottað innflutt timbur á markaðnum.

Heimavaxið timbur verði samanburðarhæft

Innlent timbur er afbragðs viður, ekki síðra en það erlenda. Tímamót eru fram undan í íslenskri skógrækt því það eru mörg sóknarfæri í viðarvinnslu á innlendum markaði. Á dögunum sneru helstu skógræktendur Íslands saman bökum og ætla að innleiða viðeigandi vinnubrögð hérlendis svo heimavaxið timbur verði samanburðarhæft samkvæmt sömu verðleikum og það erlenda. Þessir hagsmunaaðilar íslensks timburs eru Skógræktin, Skógræktarfélag Íslands, búgreinadeild skógarbænda Bændasamtaka Íslands og Trétækniráðgjöf.

Úti um allan heim er stunduð rányrkja í skógum, tré eru felld í stórum stíl, timbrið fjarlægt og selt. Það væri eflaust forsíðufrétt ef bófar stunduðu rányrkju í íslenskum skógum. Við skulum vona að svo verði ekki, frekar að forsíðan prýði fallega vel hirtan skóg sem glatt hefur landsmenn og ræktaður var á sjálfbæra vísu.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...