Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Suzuki Ignis Gas/Bensín.
Suzuki Ignis Gas/Bensín.
Á faglegum nótum 22. október 2019

Metfjöldi nýskráninga á metanbílum í Svíþjóð

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Í ágúst voru meira en 1.000 nýir gasknúnir bílar skráðir í Svíþjóð samkvæmt nýlegri tölfræði frá Umferðar­greiningunni. Það er mesti fjöldi skráðra metangasbíla á einum mánuði í Svíþjóð frá því byrjað var að birta tölfræði yfir nýskráða gasbíla árið 2006.
 
Fjöldi gasknúinna bíla í Svíþjóð hefur verið tiltölulega stöðugur undanfarin ár, að því er greint var frá á heimasíðu Biogas Öst þann 10. september síðastliðinn.  Fluttir hafa verið út álíka margir metangasbílar frá Svíþjóð og innflutningurinn nemur, eða um það bil 3.000–4.000 nýir bílar á hverju ári. Mikil eftirspurn er utan Svíþjóðar eftir gasknúnum bílum sem framleiddir eru í landinu, hefur það heldur dregið úr vextinum í Svíþjóð. Talið er að óvenjumikill fjöldi nýskráninga í ágúst stafi af auknum almennum áhuga á gasknúnum bifreiðum í kjölfar innleiðingar á nýja prófunar­staðlinum WLTP (World wide harmonized light-duty vehicle test procedure) fyrir ný ökutæki.
 
 
Langar biðraðir með tilkomu WLTP
 
Síðan í september 2018 verður að prófa alla nýja bíla í Evrópu samkvæmt nýjum prófunar­staðli, eða „samræmdum heims­við­miðunum við prófanir á léttum ökutækjum“, sem er ný leið til að mæla efnalosun í útblæstri bíla með sprengihreyfla. Þetta hefur orsakað langar biðraðir á rannsóknarstofunum sem geta annast prófanirnar og gefið vottanir um hvort nýir bílar standast reglur. Í þessum mælingum hafa bensín- og dísilbílar oft forgang þar sem þeir eru enn ráðandi í bifreiðasölunni. Fjöldi vinsælla gasknúinna bílgerða hafa nú verið samþykktar og hægt er að bjóða þær til sölu. Hefur það greinilega leitt til sprengingar í nýskráningum gasknúinna bifreiða.
 
Mun ódýrari í rekstri
 
Fyrir utan að vera margfalt umhverfis­vænni en dísilbílar,  spillir ekki fyrir að gasknúnir bílar eru mun ódýrari í rekstri. Það gildir einnig fyrir slíka bíla á Íslandi og dæmi eru um að gasáfylling á bíl sem dugar í akstur til Akureyrar kosti innan við helming þess sem kostar að aka sambærilegum dísilbíl. 
 
Gasknúinn strætisvagn í Uppsala.
 
 
Skráningar á lífdísilbílum dragast saman
 
Það sem stuðlar að auknum vinsæld­um metangasbíla er einnig talið líklegt til hækkandi verðs á dísilbílum sem falla undir HVO100 og hafa verið ráðandi á markaðnum.  Árið 2017 var orkugeta í nýjum dísilbílum sem framleiddir voru í Svíþjóð 5.333 GWst. Það var komið í 3.726 GWst árið 2018 og í 3.726 GWst á fyrri hluta ársins 2019. Á fyrri hluta þessa árs fóru nýjar dísilbifreiðar með 1.050 GWst orkugetu út í umferðina í Svíþjóð. Það eru allt bifreiðar sem eru með vélar sem notað geta bíódísil undir staðlinum HVO100. 
 
Nýi WLTP mælingastaðallinn  þýðir að auknar skyldur eru settar á framleiðendur véla varðandi nýtni eldsneytis við brennslu. Það þýðir að breyta þarf stærstum hluta kerfisins við framleiðslu dísilbíla. 
 
Rafbílum fjölgaði einnig en voru þó aðeins 3% í ágúst
 
Af nýskráningum í ágúst voru 88 prósent dísil- eða bensínbifreiðar, en aðeins 3 prósent voru hreinir rafbílar. Þá voru 3 prósent bensín­bílar og 5 prósent tengil-tvinn­bílar. Þetta þýðir að þótt endurhlaðan­legum ökutækjum og gasknúnum bílum fjölgi mjög, eru samt nærri 9 af hverjum 10 nýjum bílum gerðarviðurkenndir fyrir bensín og dísil. 
 
Verið er að framleiða aukið magn af lífdísil og lífbensín og nú þegar er mikill fjöldi bifreiða á sænskum vegum sem geta notað þær eldsneytistegundir. Með því að auka hlutfall ökutækja sem geta notað aðra endurnýjanlega valkosti eins og rafmagn, lífgas, etanól og vetni eykst möguleikinn á að skipta um eldsneyti í umferðinni.
 
„Við sjáum aukinn áhuga á gasknúnum bifreiðum bæði í einka­geiranum og opinberum geirum. Það er mikilvægt að vinna að því að halda uppi jákvæðri þróun þar sem allir endurnýjanlegir kostir eru mikil­vægur hluti lausnarinnar við að skipta út bifreiðum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti,“ segir Björn Isaksson, verkefnisstjóri hjá BioDriv Öst. 
 
Á heimasíðu Biogas Öst má finna bækling með upplýsingum um mikinn fjölda bíla sem brenna metangasi. Þar kemur m.a. fram að  umhverfisáhrifin við að skipta yfir í gasknúna bíla sé veruleg. Þeir losi um 80% minna af koltvísýringi en bensín- og dísilknúnir bílar. 

8 myndir:

Skylt efni: metan | metanbílar

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...