Línubrjótar með ARR/x arfgerð
Á faglegum nótum 11. september 2023

Línubrjótar með ARR/x arfgerð

Höfundur: Sigurbjörg Ólöf Bergsdóttir, sérgreinadýralæknir nautgripa og sauðfjár hjá Matvælastofnun

Vangaveltur hafa vaknað varðandi það hvernig eigi að bregðast við ef línubrjótar reynast vera af ARR/x arfgerð.

Það er niðurstaða Matvælastofnunar að túlka megi 1. mgr 25. gr. laga nr 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim á þann veg að heimild stofnunarinnar til að leyfa flutning á kynbótagripum yfir varnarlínur geti einnig náð til línubrjóta með ARR-arfgerð.

Haust og vetur 2023-24 gildir:

Þegar um línubrjóta er að ræða skal allt fullorðið fé sent til slátrunar eða aflífað, utan sláturtíðar. Ef um lömb er að ræða sem eru með staðfesta ARR arfgerð fá þau að lifa svo lengi sem ekki er um að ræða heimflutning af garnaveikisvæði yfir á svæði þar sem ekki er bólusett við garnaveiki. Matvælastofnun getur þó veitt undanþágu frá þessu ákvæði við sérstakar aðstæður.

Þetta þýðir að þegar línubrjótar koma fram í haustréttum, ber fjallskilastjóra að hafa samband við eigendur. Ef viðkomandi eigandi getur sýnt fram á (í Fjárvís) að lömb séu af ARR-arfgerð gefst honum þar með kostur á að sækja um undanþágu til Matvælastofnunar til að fá að sækja þessi lömb og setja þau á til lífs.

Það þarf að vera tryggt að umrædd lömb séu þá geymd í réttinni, fóðruð og þeim brynnt uns eigandi getur sótt þau að fengnu leyfi Matvælastofnunar. Sækja skal lömbin eins fljótt og hægt er.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...