Laxeldi í sjókvíum í Tálknafirði.
Laxeldi í sjókvíum í Tálknafirði.
Á faglegum nótum 18. júní 2025

Laxalús, viðmið og fjarlægðarmörk

Höfundur: Valdimar Ingi Gunnarsson, sjávarútvegsfræðingur og sérfræðingur í fiskeldi.

Það hefur skort nægilega góðan lagaramma um laxalús á eldisfiski fyrir sjókvíaeldi hér á landi og er full þörf á því vegna þess að sumir rekstraraðilar virðast ekki geta haft vit fyrir sjálfum sér. Slæm umgengni hjá einum rekstraraðila hefur neikvæð áhrif á sjókvíaeldi ótengdra aðila sem eru að reyna að standa sig í umhverfismálum.

Valdimar Ingi Gunnarsson
Viðfangsefnið

Mikið rek laxalúsalirfa á milli sjókvíaeldisstöðva ótengdra aðila getur gert það erfitt eða jafnvel ómögulegt að halda laxalúsinni niðri hjá þeim sem vilja vanda til verka. Hér vegur þyngst annars vegar fjöldi kynþroska kvenkyns laxalúsa á eldisfiski, sem hafa mestu áhrif á framleiðslu á laxalúsalirfum, og hins vegar fjarlægð á milli eldissvæða en rek á milli sjókvíaeldisstöðva eykst almennt með minni fjarlægð:

Fjarlægðamörk: Í núverandi reglugerð um fiskeldi er miðað við 5 km fjarlægð á milli ótengdra aðila en það þyrfti jafnvel að vera meira.

Hámarksfjölda laxalúsa: Það eru engar reglur, sem gilda fyrir alla rekstraraðila, um hámarksfjölda kynþroska kvenlúsa á eldisfiski en þyrfti að vera um 0,2 lús/eldisfisk.

Fjarlægðarmörk

Það hefur verið mikil pressa hjá sumum laxeldisfyrirtækjum að fá heimild til að hafa minna en 5 km fjarlægðarmarka á milli ótengdra aðila. Í Patreksfirði og Tálknafirði var gefin undanþága á fjarlægðarmörkum á milli eldissvæða Arnarlax og Arctic Sea Farm (Dýrfiskur). Laxalúsafárið í Tálknafirði á árinu 2023 mátti að stórum hluta rekja til þess að of stutt var á milli eldissvæða og of mikill lífmassi af eldisfiski á litlu svæðinu. Þrátt fyrir þessa alvarlegu annmarka var rekstrarleyfi Arctic Sea Farm endurnýjað hjá Matvælastofnun á árinu 2024.

Í Ísafjarðardjúpi fengu Arnarlax og Arctic Sea Farm einnig rekstrarleyfi þar sem fjarlægðarmörk á milli ótengdra aðila var minna en 5 km. Framhald málsins er að það var kært til úrskurðarnefndar umhverfisog auðlindamála sem úrskurðaði hinn 28. október árið 2024 að fella úr gildi ákvörðun Matvælastofnunar um að veita Arnarlaxi rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi. Sama dag felldi úrskurðarnefndin einnig úr gildi ákvörðun Matvælastofnunar um heimild Arctic Sea Farm að stunda sjókvíaeldi á tveimur af þremur eldissvæðunum. Eftir úrskurðinn eru fjarlægðarmörk á milli ótengdra aðila meira en 5 km.

Hámarksfjöldi laxalúsa – tillögurnar

Í minnisblaði Matvælastofnunar til matvælaráðuneytisins frá 22. júní 2023 er lagt til að teknar verði upp viðmiðanir að færeyskri fyrirmynd aðlöguðum að íslenskum aðstæðum og hámarksviðmið verði sett á meðalfjölda lúsa á hverju eldissvæði sem hér segir:

1. maí–31. júlí verði hámarkið 0.5 kynþroska kvenlýs pr. fisk að meðaltali

1. ágúst–30. apríl verði hámarkið 1 kynþroska kvenlús pr. fisk að meðaltali

Í þremur nyrstu fylkjunum í Noregi, þar sem aðstæður eru líkari því sem eru hér á landi, er viðmiðunin að á tímabilinu 19. maí– 29. júní, skulu á hverjum tíma vera færri en 0,2 fullorðnar kvenkyns laxalýs að meðaltali á hvern fisk í sjókvíaeldisstöð. Á tímabilinu 30. júní–18. maí þarf að vera færri en 0,5 fullorðnar kvenkyns laxalýs að meðaltali á hvern fisk í sjókvíaeldisstöð.

Hámarksfjöldi laxalúsa – eitt viðmið

Það er töluvert meira af laxalús á eldisfiski á Íslandi en t.d. í Noregi. Stjórnvöld hafa verið svo bjartsýn að telja að atvinnugreinin geti alfarið séð sjálf um að halda laxalúsinni niðri, setja sínar eigin reglur eins og núverandi reglugerð um fiskeldi segir. Í Færeyjum, Skotlandi, Kanada, Írlandi og Noregi hefur lengi verið ljóst og vitað að þannig gæti það ekki gengið fyrir sig og því sett ákvæði um hámark leyfilegan fjölda laxalúsa á eldisfiski sem gildi fyrir alla rekstraraðila. Matvælastofnun er með sínum tillögum um hámarksfjölda laxalúsa að gera of litlar kröfur.

Af hverju miklar kröfur?

Ástæðan fyrir því að mælt er með að halda fjölda kynþroska kvenlúsa lágum er að það getur átt sér stað veldisvöxtur í framleiðslu laxalúsalirfa með auknum fjölda lúsa á eldisfiski. Talið er að hlutfall frjóvgaðra eggja aukist með auknum fjölda laxalúsa á eldisfiski, en ófrjóvguð egg gefa ekki af sér laxalúsalirfu. Jafnframt eykst framleiðslugeta laxalúsar eftir því sem hún gýtur oftar. Á sumrin og fram á haust líða jafnvel aðeins um 10 dagar á milli gota og í hverju þeirra eru nokkur hundruð egg. Það er því veldisvöxtur í framleiðslu laxalúsalirfa eftir því sem lúsum fjölgar á eldisfiskinum og kynþroska kvenlýs ná að hrygna oftar. Það er því mikilvægt að grípa snemma inn í atburðarásina með því að meðhöndla eldisfiskinn en þar er hægt að nota ýmsar umhverfisvænar aðferðir eða nota laxalúsalyf. Laxalúsafárið í Tálknafirði er e.t.v. gott dæmi um veldisvöxt og ekkert var við ráðið.

Að lokum

Stjórnvöld þurfa að auka kröfur um hámarksfjölda kynþroska laxalúsa á eldisfiski á Íslandi í samræmi við það sem er t.d. í Noregi og festa í sessi í regluverkið að viðhaft verði að lágmarki 5 km fjarlægðarmörk á milli ótengdra aðila.

Skylt efni: laxalús

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...