Laxalús og mótvægisaðgerðir
Það hefur verið mikið um laxalús á eldisfiski í sjókvíum á síðustu árum en það var þó jákvæð þróun á árinu 2024. Þrátt fyrir það er enn þá töluvert meira af laxalús á eldisfiski á Íslandi en t.d. í Noregi. Í þessari grein verður fjallað um umhverfisvænar mótvægisaðgerðir en í þeirri næstu um aflúsun með laxalúsalyfjum.