Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Landnámshænur. Mikið er lagt upp úr því hjá ERL að halda stofninum hreinum samkvæmt þeirri skilgreiningu sem gerð var 2012. Allir blendingar  með önnur einkenni eru því ekki viðurkenndir af félaginu sem landnámshænur.
Landnámshænur. Mikið er lagt upp úr því hjá ERL að halda stofninum hreinum samkvæmt þeirri skilgreiningu sem gerð var 2012. Allir blendingar með önnur einkenni eru því ekki viðurkenndir af félaginu sem landnámshænur.
Á faglegum nótum 7. mars 2017

Landnámshænur og ræktun þeirra

Höfundur: Stjórn Eigenda- og ræktendafélags landnámshænsna
Landnámshænan er eitt af íslensku búfjárkynjunum og telst til svokallaðra landkynja en það eru húsdýr sem hafa aðlagast umhverfi sínu án sérstakra kynbóta. Landnámshænan er harðgerð, forvitin og dugleg að bjarga sér.
 
Eigenda- og ræktendafélag landnámshænsna (ERL) er félag sem stofnað var til utanumhalds á landnámshænunni og ræktun hennar. Stuðla þannig að verndun hennar og vera vettvangur fyrir áhugafólk um hana til þess að koma saman eða vita af hvað öðru. Félagið var stofnað árið 2004 og er því að hefja sitt fjórtánda starfsár. Félagið byggir á vinnu og verndunarstarfi dr. Stefáns Aðalsteinssonar búfjárfræðings, sem starfaði lengi vel hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins (RALA) og var ötull talsmaður verndunar erfðauðlinda. Hann var frumkvöðull í verndun landnámshænunnar á árunum í kringum 1975 er hann ferðaðist um landið og safnaði saman landnámshænum og eggjum úr henni á þeim stöðum sem hann taldi fuglinn vera óblandaðan.
 
Skilgreining á landnámshænum
 
Á aðalfundi 2011 var samþykkt að skipa fimm manna nefnd á vegum félagsins (ERL) til þess að skilgreina einkenni landnámshænunnar. Í þessari nefnd sátu Ólafur Dýrmundsson, Jóhanna Harðardóttir, Júlíus Már Baldursson, Jónas P. Hreinsson og Bjarni Sigurðsson. Nefnd þessi kynnti niðurstöður sínar á aðalfundi 2012 og voru þær samþykktar með minni háttar athugasemdum á fjölmennum aðalfundi árið 2012.
 
Framhaldsvinna ERL hvað þetta snertir var að koma upp skrá yfir viðurkennda ræktendur á landnámshænum af hálfu ERL. Það eru ræktendur landnámshænsna sem halda og rækta landnámshænur sem standast útlits- og atferliseinkenni félagsins. Aðalfundur 2013 fól stjórn að koma þessari vinnu í framkvæmd. Þetta var nauðsynlegt skref í því langhlaupi sem verndun landnámshænunnar er. Þetta kemur reglu á ræktunarstarfið, tryggir kaupendum landnámshænsna þá vöru sem þeir telja sig vera að kaupa og auðveldar ræktendum og eigendum markmiðasetningu í sinni ræktun og hænsnahaldi. ERL hvetur ræktendur landnámshænunnar að halda henni á lofti í umræðunni og vera duglega að miðla fuglum eða eggjum til þeirra sem hafa hug á að koma sér upp stofni landnámshænsna.
 
Endurgjaldslaus úttekt fyrir félagsmenn
 
Öllum félagsmönnum gefst kostur á að fá úttekt af hálfu félagsins endurgjaldslaust á sínum hænum og fá þannig staðfestingu og leiðsögn um ræktunarstarfið sitt. Þetta er þó engin skylda og félagið stendur öllum áhugamönnum opið. Standist viðkomandi hópur skoðun þá verður eigandi viðkomandi hóps hluti af tengsla- og ræktunarneti landnámshænsna. Nafn hans birtist á ræktendalista félagsins, í árlegu tímariti félagsins, Landnámshænan, og á heimasíðu félagsins www.haena.is. Ræktendalistinn birtist einmitt í grein Jóhönnu Harðardóttur í Bændablaðinu 12. janúar síðastliðinn.
 
Stjórn ERL vill koma fram þakklæti til þeirra fjölmörgu félagsmanna sem sótt hafa um vottun/úttekt á sínum hænum. Þetta starf er þó allt rekið í sjálfboðaliðavinnu og tekur því stundum lengri tíma en áætlað er. Það er því mikilvægt að þakka þeim vel sem komið hafa að vottun/úttekt og ekki sýst þeim fjölmörgu umsækjendum sem sumir hverjir hafa sýnt einstaka biðlund eftir heimsókn. Það er líka ánægjulegt að heyra af þeim sem bæta sig eftir að komið hafa upp áföll í ræktuninni.
 
Mikill áhugi er á félaginu um þessar mundir og því ber að fagna. Félaginu berast fjölmargar fyrirspurnir í hverri viku. Það er greinilegt að hænsnaunnendum er umhugað um landnámshænuna og verndun hennar. Félagið er fyrir alla sem vilja hag landnámshænunnar sem bestan. Það þarf ekki að eiga hænur til þess að vera með og taka þátt í verndunarstarfi landnámshænunnar. Nýir félagar eru ávallt velkomnir.
 
Stjórn Eigenda- og ræktendafélags landnámshænsna.
Hugi Ármannsson, formaður
Valgerður Auðunsdóttir, gjaldkeri
Magnús Ingimarsson, ritari
„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...

Réttalistinn 2024
29. ágúst 2024

Réttalistinn 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Göngur og góður reiðtúr
13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Bændur selja Búsæld
13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Gerum okkur dagamun
13. september 2024

Gerum okkur dagamun