Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Iseki – framleiddur undir ýmsum nöfnum
Á faglegum nótum 20. janúar 2015

Iseki – framleiddur undir ýmsum nöfnum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Japanska fyrirtækið Iseki var stofnað árið 1926 og fyrstu áratugina framleiddi það ýmiss konar landbúnaðartæki og vélar. Það var þó ekki fyrr en árið 1961 að það hóf framleiðslu á traktorum sem í Japan kallast Iseki en hafa verið seldir undir ýmsum heitum á Vesturlöndum.

Hönnun Iseki dráttarvélanna tók mið af japönskum landbúnaði þar sem flest býli eru smá og því þörf fyrir litla og lipra traktora. Þrátt fyrir smæðina þóttu vélarnar sterkar og endingargóðar.

Seldar undir mörgum heitum

Dráttarvélaframleiðendur í Bandaríkjunum hrifust mjög af vélunum og árið 1970 fór Ford að flytja þær inn undir eigin vörumerki og lit. Fljótlega fylgdu framleiðendur eins og AGCO, Bolens, Challenger, International Harvester, Massey Ferguson og White í kjölfarið. Auk þess hafa Landini á Ítalíu og Massey Ferguson í Frakklandi framleitt vélar fyrir Iseki.

Lengi var sjaldgæft að japanskar vélar og landbúnaðartæki væru seld undir eigin vörumerki. Dráttarvélarframleiðandinn White kallaði reyndar vélarnar sem hann flutti inn White Iseki og reyndi því ekki að leyna því að fullu að vélarnar væru japanskar.

Auknar vinsældir, stærri traktorar

Eftir að vinsældir vélanna jukust á Vesturlöndum stækkuðu þær. Árið 1982 hóf  Iseki framleiðslu á dráttarvél fyrir White sem kallaðist 2-75 og var með 75 hestafla díselvél og er stærsti traktorinn sem Iseki hefur framleitt til þessa. Framleiðslu þeirrar vélar var hætt árið 1988.

Eftir að AGCO tók yfir White hætti fyrirtækið innflutningi á Iseki dráttarvélum til Bandaríkjanna. Þrátt fyrir að tapa þeim markaði er Iseki stöndugt fyrirtæki og það sá varla högg á vatni í framleiðslutölum þess.

Iseki hefur frá upphafi rekið vélaverksmiðju í Japan og ári 2011 var önnur slík sett á laggirnar í Hubei-héraði í Kína.

Margar stærðir fáanlegar

Í dag framleiðir Iseki margar gerðir af traktorum en mest þó af minni vélum af þeirri stærð sem við sjáum iðulega sem sláttur-traktora í almennings- og stórum görðum.

Iseki á Íslandi

Í grein í Þjóð­viljanum 28. september 1982 segir að Dráttarvélar hf. hafi nýlega fengið umboð fyrir japönsku Iseki vélaverksmiðjurnar, sem framleiða bæði dráttarvélar og margar aðrar bú- og vinnuvélar. Iseki dráttarvélin hefur vakið athygli fyrir fjölþætt notagildi við hin margvíslegustu störf, bæði til sjávar og sveita og eru bæði sparneytnar og öruggar í akstri.
Að svo stöddu er ekki vitað um afdrif þessara véla hér á landi en eitthvað hefur selst af þeim því í smáauglýsingum DV 13. apríl 1991 má svo sjá að auglýsandi er að leita sér að Iseki 2160 með fram- og afturskóflu og að aðeins vel meðfarin vél komi til greina.

Skylt efni: Tæki | dráttarvélar

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...