Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Hvers vegna poppar maís?
Á faglegum nótum 17. febrúar 2015

Hvers vegna poppar maís?

Höfundur: Vilmundur Hansen

Einfaldasta skýringin á því hvers vegna poppmaís popp­ar er að inni í korninu er örlítið af vatni, tæp 15%, sem breytist í gufu þegar það hitnar. Gufan leitar inn í sterkj­una í korninu og þegar hún þenst út sprengir hún utan af sér harða skelina sem umlykur kornið.

Aðrar tegundir af maís hafa ekki eins harða skel utan um sterkjuna og poppa því ekki þrátt fyrir að inni­halda vatn. Kornið poppar þegar þrýstingurinn inni í korninu nær hámarki við um 180 °C.

Ekki er vitað hver „fann“ upp poppkorn en neysla þess er þekkt langt aftur í aldir í Mexíkó og Mið-Ameríku. Í Nýju-Mexíkó í Norður-Ameríku hafa fundist áhöld sem hugsanlega hafa verið notuð til að poppa í og ríf­lega 4.000 gam­all poppmaís sem reyndist auðvelt að ­poppa þrátt fyrir háan aldur.

Í dag er vinsælt að fá sér popp í bíó eða fyrir framan sjónvarpið á kvöldin. Frásagnir um fyrsta landnám Evrópu­búa þar sem popp stóð til boða segja að þeir hafi borðað það í morgunmat með ávöxtum, sykri og rjóma. 

Skylt efni: Popp Korn | maís

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...