Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Erna Sigrún Valgeirsdóttir gróðursetur stafafuru af sænska frægarðayrkinu Opphala í jarðunnið land á Hálsmelum í Fnjóskadal. Gróðursetning hófst 15. maí, fyrr en vitað er um áður þar um slóðir.
Erna Sigrún Valgeirsdóttir gróðursetur stafafuru af sænska frægarðayrkinu Opphala í jarðunnið land á Hálsmelum í Fnjóskadal. Gróðursetning hófst 15. maí, fyrr en vitað er um áður þar um slóðir.
Mynd / Pétur Halldórsson
Á faglegum nótum 20. júní 2017

Gróðursett óvenjusnemma í Fnjóskadal

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Rúnar Ísleifsson, skógarvörður á Norðurlandi, telur óhætt að fullyrða að aldrei hafi gróðursetning norðan heiða hafist jafn snemma árs og nú. 
 
Starfsfólk í starfsstöð Skóg­ræktarinnar á Vöglum í Fnjóskadal hófst handa um miðjan maí við gróðursetningu í jarðunnið land á Hálsmelum norðan Vaglaskógar. 
 
Eindæma góður vetur að baki
 
Á vef Skógræktarinnar segir að nýliðinn vetur hafi verið með eindæmum góður á Vöglum, veðursæll og snjóléttur. Þar eru menn vanir miklum snjóþyngslum sem iðulega tefja fyrir vinnu í skóginum langt fram á vor. Í vetur bar hins vegar svo við að hægt var að vinna í skóginum í öllum mánuðum við grisjun og önnur störf. Óvenju auðvelt var að sækja jólatré fyrir jólin og vinna að umhirðu birkiskógarins og öflun eldiviðar. Ekki kom til skorts á birki til eldiviðargerðar og tókst að koma upp góðum birgðum. Vinnuafl hefur því nýst mjög vel enda dýrmætt að geta notað veturinn til grisjunar og annarrar umhirðu. Birkiskógurinn kemur vel undan vetri og lítið ber á snjóbroti.
 
Hálsmelar verða Hálsskógur
 
Vinna heldur áfram við að breyta Hálsmelum aftur í Hálsskóg. Á síðasta ári var jarðunnið rýrt mólendi á austanverðum melunum og gróðursetning hófst þar 15. maí síðastliðinn.  Gróðursett verður stafafura í alls um þriggja hektara svæði á Hálsmelum, að mestu leyti Opphala-yrki sem er sænskt frægarðaefni kynbætt. Einnig verður sett niður svolítið af kvæminu Skagway. Því má búast við að þarna vaxi upp fyrsta flokks nytjaskógur, annars vegar beinvaxin kynbætt fura með hentuga greinabyggingu til timburvinnslu og hins vegar nýtist Skagway-kvæmið vel sem jólatré. Þegar gróðursetningu lýkur á Hálsmelum verður sett fura í svipað svæði og álíka stórt að Skuggabjörgum utar í Fnjóskadalnum.
Fjölbreytilegt vistkerfi
 
Jafnvel þótt Hálsmelar hafi nú verið friðaðir fyrir beit í þrjá áratugi er tiltakanlegt hversu lengi svo illa farið og blásið land er að gróa upp af sjálfu sér. 
 
Víða sést lítil breyting ef nokkur frá ári til árs. Þrátt fyrir mikið fræframboð nær birkið ekki að ræta sig á stórum flákum en þó eru inn á milli hrísmóar sem verða heldur gerðarlegri með ári hverju. Ekki er gróðursett í öll slík svæði og því verður skógurinn á Hálsmelum fjölbreytilegt vistkerfi sem til dæmis hentar ólíkum fuglategundum, bæði þeim sem sækja í skóg og tegundum sem fremur kjósa opnari en þó vel gróin svæði. Í stað fábreytilegrar auðnarinnar kemur því þróttmikið vistkerfi með mikilli líffjölbreytni. 
 

9 myndir:

Skylt efni: Skógrækt | Fnjóskadalur

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...