Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Grágæs
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Á faglegum nótum 20. september 2023

Grágæs

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Grágæs er stærst þeirra gæsa sem verpa á Íslandi og getur orðið allt að því 3,5 kg að þyngd. Hún er mjög algeng og útbreidd um allt land að undanskildu miðhálendinu sem hún eftirlætur frænku sinni, heiðagæsinni. Grágæsir eru að mestu farfuglar en þó dvelja þær nokkurn tíma á landinu. Fyrstu fuglar koma snemma, eða um miðjan mars, og dvelur mikill hluti þeirra hér alveg fram í nóvember. Algengt var að nokkur hundruð fuglar héldu til allan veturinn á Suðurlandi. Með hlýnandi loftslagi undanfarin ár og aukinni kornrækt á Suðurlandi hefur sú tala stóraukist og hlaupa staðfuglarnir nú á einhverjum þúsundum. Utan varptíma eru þær félagslyndar og sjást gjarnan í stórum hópum á láglendi þar sem þær sækja helst í gras eða korn í ræktuðu landi. Þær gæsir sem yfirgefa landið á veturna dvelja að mestu á Bretlandseyjum. Það getur verið tilkomumikil sjón á vorin og haustin að sjá stóra gæsahópa í oddaflugi. Langt farflug tekur mikið á fuglana en með því að fljúga í v-laga oddaflug tekst þeim að minnka loftmótstöðuna svo að fuglarnir geta flogið lengra án þess að þreytast.

Skylt efni: fuglinn | grágæs

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...