Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Sumarexemshestur klæddur til að draga úr aðgengi lúsmýs.
Sumarexemshestur klæddur til að draga úr aðgengi lúsmýs.
Mynd / Eliane Marti
Á faglegum nótum 13. febrúar 2025

Fréttir af sumarexemi

Höfundur: Sigríður Jónsdóttir ónæmisfræðingur, Vilhjálmur Svansson veirufræðingur/dýralæknir og Sigurbjörg Þorsteinsdóttir ónæmisfræðingur.

Hestar með sumarexem sýndu bata í kjölfar afnæmingar með ofnæmisvökum í ónæmisglæðum.

Höfundar greinarinnar: Sigríður Jónsdóttir ónæmisfræðingur, Vilhjálmur Svansson veirufræðingur/dýralæknir og Sigurbjörg Þorsteinsdóttir ónæmisfræðingur. Mynd / Thelma Rakel Ottesen

Grein um þróun á meðferð gegn sumarexemi í hestum birtist á dögunum í FrontiersinAllergy. Sumarexem í hrossum er IgE-miðlað ofnæmi gegn munnvatnskirtlapróteinum úr lúsmýstegundum af ættkvíslinni Culicoides. Lúsmýstegundir sem valda ofnæminu finnast ekki á Íslandi en ofnæmið er alvarlegt vandamál í íslenskum hestum sem fluttir eru út.

Eldri afnæmingartilraunir með seyði af heilum flugum hafa ekki gefið góða raun. Markmiðið með þessari rannsókn var að meta áhrif afnæmingar þar sem notuð var blanda af hreinsuðum Culicoides-ofnæmisvökum í ónæmisglæðum í framsýnni, tvíblindri samanburðarrannsókn með lyfleysu.

Einkenni sumarexems hjá 17 hestum í Þýskalandi voru metin ári áður en afnæming hófst og á fyrsta ári afnæmingar (maí til október) og í maí og júlí á öðru ári afnæmingar. Níu hestar voru bólusettir þrisvar sinnum undir húð með blöndu af níu ofnæmisvökum í ónæmisglæðunum alum og monophosphoryl lipid A (MPLA). Átta hestar fengu lyfleysu. Á öðru afnæmingarári voru hestarnir bólusettir tvisvar sinnum með sömu blöndu. Ofnæmisvaka-sérvirkt svar gegn einum ofnæmivaka sem var í blöndunni var metið.

Sumarexemshestur með kviðlæg einkenni, útbrot og blæðandi sár.

Á fyrsta afnæmingarári minnkuðu meðal sumarexemeinkenni marktækt meira í meðferðarhópnum samanborið við lyfleysu. Meira en 50% bati (e. improvement) á meðal sumarexemseinkennum varð í 67% hestanna í afnæmingarhóp en 25% í lyfleysuhópnum. Á öðru afnæmingarári var munurinn enn meiri eða 89% í afnæmingarhópnum en 14% í lyfleysuhópnum. Í kjölfar afnæmingarinnar mynduðu hestarnir ofnæmisvaka sértæk IgG-mótefni af öllum undirflokkum. IgG-mótefnin hindruðu sértæka IgE-bindingu við ofnæmisvaka.

Ofnæmisvakasértæk afnæming á hestum með sumarexem virðist lofa góðu sem meðferð á hestum með ofnæmi gegn biti skordýra.

Sumarexemshestur með einkenni á makka, hárlaust svæði og þykknun á húð Mynd/Sigurbjörg Þorsteinsdóttir.

Rannsóknir í 25 ár

Rannsóknir á sumarexemi í hestum hafa staðið í 25 ár á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum í samstarfi við dýrasjúkdómadeild háskólans í Bern.

Markmið rannsóknanna er að þróa bóluefni, sem hægt er að nota sem forvörn áður en hestarnir eru fluttir út og til að meðhöndla hesta með exem erlendis.

Bóluefnið inniheldur aðalofnæmisvaka upprunna úr munnvatnskirtlum lúsmýsins og ónæmisglæða. Auk þess að vinna úr stórri forvarnarbólusetningu þar sem bólusettir hestar voru fluttir út á flugusvæði, þá er verið að skoða samsetningu bóluefnisins, aldur við bólusetningu og meðhöndlun um slímhúð munns með ofnæmisvökum tjáðum í byggi.

Sjá nánar á vefnum keldur.is

Skylt efni: sumarexem

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...