Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Við kornkynbætur er plöntum víxlað með aðstoð mannsins sem ber frjó í öx sem þegar hafa verið geld með því að tína fræflana úr.  Til hægri er frævan tilbúin til ásetnings, til vinstri hefur víxlunin heppnast og blendingurinn vex í axinu.
Við kornkynbætur er plöntum víxlað með aðstoð mannsins sem ber frjó í öx sem þegar hafa verið geld með því að tína fræflana úr. Til hægri er frævan tilbúin til ásetnings, til vinstri hefur víxlunin heppnast og blendingurinn vex í axinu.
Á faglegum nótum 23. maí 2022

Erfðamengjaúrval í innlendum kornkynbótum

Höfundur: Hrannar Smári Hilmarsson,, tilraunastjóri í jarðrækt hjá LbhÍ, og Egill Gautason, doktorsnemi.

Byggkynbætur voru stundaðar á Íslandi um áratugaskeið, fyrst við Rannsóknastofnun landbúnaðarins og síðar við Landbúnaðarháskóla Íslands.

Árangurinn lét ekki á sér standa. Úr þessu verkefni hafa verið skráð átta yrki síðan um aldamót. Íslenski stofninn þroskast fljótt og er að líkindum aðlagaður Íslandi, og því einstakur á heimsvísu.

En plöntukynbætur á Íslandi, og byggkynbótaverkefnið þar með talið, eru ófjármagnaðar og engri stofnun hefur verið falið að annast þær. Þær eru orðnar olnbogabarn opinbers stuðnings við landbúnaðinn. Síðustu ár hafa öflugar byggrannsóknir verið stundaðar við LbhÍ, áður studdar af Framleiðnisjóði landbúnaðarins og nú Matvælasjóði, en einnig Norrænu ráðherranefndinni. Þessi rannsókna-verkefni hafa meðal annars lagt mikilvægan grunn að endurbættum og nútímavæddum kynbótaverkefnum t.d. með aukinni erfðafræðilegri þekkingu á byggi við íslenskar aðstæður.

Til þess að hagnýta þá þekkingu og gagnasöfnun sem hefur átt sér stað þarf að tryggja plöntukynbótum fasta fjármögnun sem hluta af styrkjakerfi landbúnaðarins. Það liggur beinast við að fela LbhÍ þetta verkefni. Þar er nauðsynleg þekking, aðbúnaður og reynsla til staðar. Eitt helsta framfaraskref sem þarf að stíga í plöntukynbótum hér á landi er að innleiða erfðamengjaúrval í byggkynbótum með uppfærðum kynbótamarkmiðum í samstarfi við hagaðila. Því næst er að undirbúa erfðamengjaúrval í höfrum og fleiri plöntutegundum.

Fyrsta skrefið til að hefja kynbætur í nýjum tegundum er að velja efnivið, hefja prófanir og safna gögnum um mikilvæga eiginleika.

Til þess að framkvæma erfðamengjaúrval þarf að reikna erfðamengjaspár sem byggja á því að tengja saman gögn mældra eiginleika (t.d. uppskeru) og arfgerðargreininga til þess að þjálfa spálíkan. Líkanið getur síðan með ágætu öryggi spáð fyrir um kynbótagildi einstaklinga sem eru arfgreindir, þó þeir hafi ekki verið prófaðir í tilraunum. Kynbótamat samkvæmt arfgreiningum kallast erfðamengjaspá og val sam- kvæmt því erfðamengjaúrval. Gögnin um mælda eiginleika eru þegar til hjá LbhÍ fyrir bygg sem nota má til þess að þjálfa spálíkanið.

Með þessari aðferð er hægt að spá fyrir um afkomu þúsunda einstaklinga á ári og velja einstaklinga með hæstu erfðamengjaspá til frekari prófana og/eða víxlana. Þannig er hægt að auka öryggi úrvalsins á afkvæmum víxlana ásamt því að margfalt fleiri byggarfgerðir fá kynbótamat en ella. Þessi aðferð getur aukið öryggi og úrvalsstyrk sem eykur árlegar erfðaframfarir.

Innleiðing þessara aðferða hefur þegar skilað miklum árangri í kornkynbótum.

Fjármagn í plöntukynbóta- verkefni þurfa að vera trygg frá ári til árs. Úrval þarf að eiga sér stað á hverju ári og glataðan tíma er örðugt að vinna upp seinna meir. Samhliða erfða- mengjaúrvali þyrfti að uppfæra kynbótamarkmið og helst setja saman kynbótaeinkunn sem byggir á hagrænu mati eiginleika, í samvinnu við hags- munaaðila. Slíkt hagrænt vægi á að endurspegla hvar mesta búbót er að sækja fyrir bændur með framför í eiginleikanum. Kynbótamarkmiðin ætti síðan að endurmeta reglulega, t.d. á tíu ára fresti. Ný kynbótamarkmið gætu til að mynda einblínt meira á gæði byggs án þess að slaka á kröfum um uppskerumagn.

Samhliða kynbótaverkefni af þessu tagi verður áfram hægt, og raunar nauðsynlegt, að sinna sérstökum rannsóknaverkefnum í plöntukynbótum og jarðrækt,
fjármögnuðum af samkeppnis-sjóðum. Gögnum sem var safnað í íslenska byggkynbóta verkefninu eru afar áhugaverð líka frá vísindalegu sjónarmiði. Enda er þetta stórt gagnasafn þar sem grastegund sem á uppruna sinn úr botni Miðjarðarhafs er lagt út í vísindalegar tilraunir við krefjandi aðstæður fyrir plöntuna. Þessi dýrmætu gögn veita merkilegt tækifæri til grunnrannsókna á erfðafræði og þróunarfræði plantna, fyrir utan hagnýtar rannsóknir sem geta nýst við leiðbeiningu bænda og þróunarverkefnum fyrir kynbótastarfið.

Öflugt kynbótastarf á korni getur gjörbylt ræktunarmögu- leikum á Íslandi.

Um nokkur hundruð ára skeið hafa Íslendingar valið að framleiða sjálfir dýraafurðir en flytja inn mestalla kornvöru.

En nú er öldin önnur. Hér á landi er til þekking, aðstaða og vilji til að stunda öfluga kornrækt. Til þess að efla kornrækt í landinu þarf stjórnmálafólk og forysta bænda að vera framsýn og fjárfesta í plöntukynbótum.

Hrannar Smári Hilmarsson,
tilraunastjóri í jarðrækt
hjá LbhÍ

Egill Gautason,
doktorsnemi

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...