Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Berróta plöntur í holu.
Berróta plöntur í holu.
Á faglegum nótum 28. maí 2021

Berróta plöntur

Höfundur: Guðríður Helgadóttir

Plöntur sem ætlaðar eru í limgerði eru oft og tíðum seldar berróta sem þýðir að þær eru hvorki í potti né með stóran rótaklump í kringum rótakerfið, bara ræturnar allsberar og óvarðar. Svona plöntur eru frekar viðkvæmar í flutningum og þegar þær eru keyptar í gróðrarstöðvum er þeim pakkað inn í viðeigandi umbúðir og ýmist mosi eða mold sett með rótunum til að halda á þeim raka þangað til þær komast á áfangastað.

Berróta plöntur í heimferðarpoka.

Best er að gróðursetja þessar plöntur sem fyrst að sumrinu því ef þær eru orðnar fulllaufgaðar þarf að gæta þess sérstaklega að vökva þær vel og lengi á meðan rótakerfið kemur sér fyrir.

Berrótaplöntur sem ætlunin er að gróðursetja í limgerði þarf að geyma í skugga fram að gróðursetningu og bleyta hressilega í rótakerfinu áður en þeim er plantað og eins ef þarf að geyma þær í 1-2 daga fram að gróðursetningunni, þó er ágætt að hafa þennan geymslutíma sem stystan.

Jarðvegur fyrir limgerði þarf að vera góður garðajarðvegur. Áður en plönturnar fara niður er gott að grafa skurð í þeirri lengd sem limgerðið á að vera og dýptin á skurðinum þarf að vera eins og blaðið á skóflunni.

Berróta yfirmokað.

Í skurðinn er settur líf­rænn áburður, t.d. molta eða búfjáráburður, og honum blandað saman við moldina sem fyrir er. Þá er plöntunum raðað niður í skurðinn með því millibili sem mælt er með og moldinni, sem mokað var upp úr skurðinum, mokað ofan í hann aftur. Plönturnar eru réttar við og moldinni þjappað hæfilega vel að þeim þannig að þær standi teinréttar og í þráðbeinni röð, tilbúnar að veita skjól í framtíðinni.

Eins og í allri gróðursetningu lýkur limgerðisútplöntuninni á vökvun. Næstu daga á eftir er gott að byrja morgunverkin á að huga að plöntunum og vökva þær vandlega, sérstaklega ef þurrt er í veðri og sólríkt.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...