Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Endurhemt votlendis.
Endurhemt votlendis.
Mynd / ÁÞ
Á faglegum nótum 9. febrúar 2021

Auglýst eftir umsóknum landeigenda sem hafa áhuga á endurheimt votlendis

Höfundur: Landgræðslan

Landgræðslan auglýsir nú eftir umsóknum frá landeigendum sem hafa áhuga á endurheimt votlendis á sínu landi. Styrk­veiting er greiðsla á öllum fram­kvæmdar­kostnaði við endur­heimt votlendissvæða.

Þess má geta að í fyrra bárust bárust þrjár umsóknir frá landeigendum á sunnanverðu Snæfellsnesi og svo heppilega vildi til að tvær jarðanna liggja saman. Samtals eru þessar tvær jarðir um 100 hektarar sem er stærsta samfellda votlendissvæðið sem Landgræðslan hefur endurheimt á einum stað.

Á svona stóru svæði eru aðstæður fjölbreyttar og úrlausnarefnin mörg. Það fer því ekki hjá því að reynslan á Snæfellsnesi mun nýtast vel við endurheimt votlendis í framtíðinni. Verktakar unnu á svæðinu frá október til loka nóvember og unnu afar gott verk undir leiðsögn Landgræðslunnar. Endurheimt votlendis á öðrum stöðum tókst vel.

Þegar búið er að fara yfir um­sóknir sem berast að þessu sinni, og velja þær sem koma til álita, munu starfsmenn Landgræðslunnar heimsækja eigendur jarðanna og leggja mat á hvort svæðin uppfylli skilyrði sem sett eru. Í framhaldinu verða svæðin kortlögð og ýmsar athuganir gerðar. Í þeirri vinnu má helst nefna athugun á vatnsbúskap svæðanna, kortlagningu skurða og svæða á milli þeirra og innsetningu vatnshæðarröra til að mæla breytingar á grunnvatnsstöðu ásamt drónamyndatökum. Ýmist eru verktakar fengnir úr heimabyggð til að vinna verkin eða landeigendur gera sjálfir það sem gera þarf.

Venja er að leyfa landinu að jafna sig í nokkra mánuði eftir framkvæmdir að hausti. Svæðin eru síðan tekin út næsta vor til að athuga hvort sé þörf á lagfæringum á skurðafyllingum eða stíflum. Þá eru myndir teknar og væntanlegar framkvæmdir kortlagðar.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Landgræðslunnar, www.land.is

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...