Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Grábotni
Grábotni
Á faglegum nótum 22. febrúar 2016

Afkvæmarannsóknir haustið 2015

Höfundur: Eyþór Einarsson Ábyrgðarmaður í sauðfjárrækt
Afkvæmarannsóknir í sauðfjárrækt eiga sér býsna langa sögu hér á landi og hafa reynst ákaflega notadrjúgar í vali fyrir bættum skrokkgæðum.  
 
 
Flestir sæðingastöðvarhrútar eru afurð þessarar vinnu, því þeir koma oftast frá búum sem hafa stundað afkvæmarannsóknir markvisst og hrútarnir sjálfir yfirleitt uppgötvaðir eftir góðan árangur í slíkum samanburði.
 
Þátttaka bænda hefur byggst á metnaði þeirra í ræktunarstarfinu og þá hafa verið veittir styrkir út á þessa vinnu til að koma á móts við kostnað vegna ómmælinganna.  Lífmælingahlutinn er mikilvægur af nokkrum ástæðum. Þar ber sérstaklega að nefna ómmælinguna sjálfa, því með henni fáum við mat á dýrmætasta skrokkhlutann sem ekki er hægt að meta með sama hætti í sláturhúsi en skiptir miklu máli í því að gera lambakjötið að samkeppnishæfari vöru. Með því að velja hrúta til sæðinga sem sannarlega eru að skila þykkum, vel löguðum og hæfilega feitum hryggvöðva erum við að ná framförum með þennan eiginleika í stofninum í heild og þannig skilar þessi vinna sér inn í sameiginlegt ræktunarstarf. Hér má sannarlega ekki slaka á þótt góður árangur hafi náðst því samkeppni á kjötmarkaði varðandi hagkvæmni og gæði mun örugglega verða áfram hörð.
 
Haustið 2015 voru 47 afkvæma­rannsóknir sem uppfylltu skilyrði um styrkhæfni, en meginskilyrðin voru að í samanburði þyrftu að vera a.m.k. 5 afkvæmahópar undan veturgömlum hrútum. Síðan þurfti að ganga frá uppgjöri og tillkynna rannsóknina til RML.  
 
Fjöldi þessara afkvæmarannsókna hefur dalað á milli ára, en breytingin er aðeins mismunandi eftir héruðum.  Skýringarnar eru eflaust nokkrar.  Ein af skýringunum er aukin krafa um gæði þessara rannsókna. Krafan um lágmarksfjölda veturgamallahrúta, sem er liður í því að hraða erfðaframförum með því að hvetja til aukinnar notkunar á lambhrútum, gerir erfiðara fyrir minni búin að uppfylla kröfurnar.  Þá hefur minni vænleiki, t.d. í Norður-Þingeyjarsýslu, dregið úr áhuga manna á að láta mæla lömb í haust og skýrir trúlega hrun í þátttöku þar.
 
Hér fylgir listi yfir þá hrúta sem sýndu mest útslag í afkvæmarannsóknum í haust. Á heimasíðu RML (www.rml.is) er að finna umfjöllun, ritaða af undirrituðum og Jóni Viðari,  um allar afkvæmarannsóknir sem tilkynnt var um auk afkvæmarannsókna vegna sæðingastöðvanna. Þar er einnig ítarlegri listi fyrir hæstu hrúta.  Þess ber að geta að ekki er hægt að bera saman einkunnir milli afkvæmarannsókna, því hér snýst þetta fyrst og fremst um yfirburði viðkomandi hrúts innan búsins. Þá eru þættirnir orðnir þrír sem heildareinkunnin byggir á þar sem þungaeinkunn hefur bæst þar inn.  
 
Að lokum vil ég nefna að mikilvægt er að halda þessari vinnu áfram, halda áfram að þróa hana þannig að hún sé vönduð og skili sem mestu til ræktunarstarfsins en jafnframt þarf að huga að því að þátttakan sé sem best.
„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...

Réttalistinn 2024
29. ágúst 2024

Réttalistinn 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Göngur og góður reiðtúr
13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Bændur selja Búsæld
13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Gerum okkur dagamun
13. september 2024

Gerum okkur dagamun