Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
 Í lok nóvember stóð RML fyrir fundum um áburðarmál á tíu stöðum dreift um landið. Mæting á fundina var góð og
umræður góðar um málefni tengd áburði, jarðrækt og fleiru.
Í lok nóvember stóð RML fyrir fundum um áburðarmál á tíu stöðum dreift um landið. Mæting á fundina var góð og umræður góðar um málefni tengd áburði, jarðrækt og fleiru.
Mynd / EL
Á faglegum nótum 24. janúar 2023

Áburðaráætlanir

Höfundur: Eiríkur Loftsson, ráðunautur í jarðrækt hjá RML.

Í lok nóvember síðastliðinn voru á vegum RML haldnir fundir þar sem umræðuefnið var áburður og þættir tengdir honum.

Eiríkur Loftsson.

Voru fundirnir haldnir víða um landið og var fundarsókn ágæt. Rædd voru ýmis atriði sem hafa þarf í huga þegar kemur að vali á tilbúnum áburði og þættir sem hafa áhrif á nýtingu hans, bæði tilbúins áburðar og lífræns áburðar. Margir þættir hafa áhrif á hve mikið þarf að bera á. Ætla má að margir bændur séu nú, og á komandi vikum, að huga að áburðarkaupum og gera áburðaráætlanir fyrir vorið. Þegar gerðar eru áburðaráætlanir er gott að hafa í huga nokkur atriði sem m.a. voru rædd á fundunum.

Mikilvægt er að halda vel utan um hjálplegar upplýsingar varðandi áburðarnotkun t.d. með góðum skráningum í Jörð. Í þessu sambandi má nefna notkun tilbúins og lífræns áburðar s.s. búfjáráburðar, en einnig atriði sem geta sagt til um árangur svo sem sláttutíma, magn og gæði uppskeru svo eitthvað sé nefnt. Áburðarþarfir má áætla út frá töflugildum sem m.a. er að finna á heimasíðu RML (undir ráðgjöf/jarðrækt/áburður).

Nýræktir þurfa meiri áburð enda eiga þær að gefa meiri uppskeru en eldri tún þar sem hlutfall sáðgresis hefur minnkað eða horfið. Í hvaða gripi heyin eru ætluð og kröfur um orku og efnainnihald uppskerunnar getur einnig haft áhrif á ákvörðun um þarfir fyrir einstök áburðarefni.

Gerð jarðvegs hefur áhrif á áburðarþörf og í túnum sem fá samfelda og góða áburðargjöf byggist upp aukin frjósemi jarðvegs, ekki síst ef um er að ræða árlega eða nær árlega notkun á búfjáráburði. Með tímanum ætti því áburðarþörf þeirra að minnka. Hafa þarf í huga að uppsöfnun næringarefna í jarðvegi er mest í efstu u.þ.b. 5 sm jarðvegsins svo að þegar tún eru plægð verður þessi forði ekki aðgengilegur sáðgresinu í nýræktum fyrstu árin nema að litlu leiti.

Áburðaráætlanir ættu að taka mið af notkun búfjáráburðar og annarra lífrænna áburðargjafa. Til að það sé hægt þarf að vera ljóst hve mikið var borið á af honum, en einnig þarf að taka mið af dreifingartíma til að meta nýtingu einstakra næringarefna. Nýting á köfnunarefni í búfjáráburði er mjög háð dreifingartíma og aðstæðum við dreifingu og nýting á kalí einnig en þó minna. Notkun á töflugildum um efnainnihald búfjáráburðar getur gefið ranga mynd af því hvað er borið á því efnagreiningar á búfjáráburði sýna ólíkar niðurstöður milli búa um magn og hlutföll af N, P og K. Einnig er mikilvægt að vita hvert þurrefni búfjáráburðarins er við dreifingu, einkum þó þegar um mykju er að ræða.

Niðurstöður jarðvegs- og heysýna hjálpa til við að meta áburðarþarfir. Jarðvegssýni segja til um aðgengilegt magn næringarefna í jarðvegi en heysýnaniðurstöður hvernig áburðargjöfin hefur skilað sér í heyin. Lágt innihald einstakra efna í heyjum getur gefið til kynna að viðkomandi næringarefni takmarki magn uppskeru. Það getur gerst þó svo að plönturnar sýni ekki einkenni um skort. Að sama skapi geta heysýni sýnt óhóf í notkun einstakra næringarefna í áburði.

Með óbeinum hætti má segja að dreifing áburðar hafi áhrif á áburðarþörfina því góð dreifing gerir það að verkum að áburðurinn nýtist betur. Að áburðardreifarinn sé í lagi og rétt stilltur, skörun dreififerða sé rétt og veðurskilyrði við dreifingu hagstæð eru þættir sem skipta máli. Einnig ætti að nýta jaðardreifingu á áburðardreifurum sem bjóða upp á þann möguleika og gps búnaður hefur sannað gildi sitt til að bil milli ferða á túninu verði sem jafnast.

Árferði og veðurfar hefur áhrif á sprettu og nýtingu áburðar, en einnig og stundum ekki síður þættir er varða ástand jarðvegs. Þar má nefna of blautan jarðveg t.d. þegar viðhaldi framræslu er áfátt eða þurrlend tún sem skortir vatn og eru gjörn á að spretta lítið eða ekki í þurrkatíð.

Sýrustig jarðvegs hefur einnig áhrif á nýtingu næringarefna og kölkun jarðvegs því mikilvæg þar sem sýrustig hans er of lágt. Til að ná sem bestri nýtingu helstu næringarefna þarf sýrustig jarðvegs (pH-gildi mælt i vatni) að vera 6-7. Til að hækka sýrustig (pH-gildi) sem er of lágt þarf að kalka. Kalkgjafar sem notaðir hafa verið í þessu skyni eru ólíkir að gerð og efnainnihaldi og virkni þeirra hraðari þegar kornastærðin er lítil s.s. duft eða kornað kalk.

Eftir því sem við höfum meiri og betri upplýsingar um þá þætti sem hér hafa verið nefndir að ofan því betur erum við í stakk búin að setja réttar áburðaþarfir fyrir einstök tún. Bændur sem hafa hug á að fá áburðaráætlun gerða hjá RML eru hvattir til að hafa samband sem fyrst.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...