Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hrefna Sigurðardóttir, Ýr Jóhannsdóttir og Birta Rós Brynjólfsdóttir.
Hrefna Sigurðardóttir, Ýr Jóhannsdóttir og Birta Rós Brynjólfsdóttir.
Mynd / Sunna ben
Menning 23. nóvember 2023

Pítsustund verk ársins

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Veitt voru verðlaun í þremur flokkum á Hönnunarverðlaunum Íslands 9. nóvember síðastliðinn.

Pítsustund var sigurvegari í flokknum verk ársins. Það var gjörningur haldinn á HönnunarMars 2023 í samstarfi Fléttu og Ýrúrarí. Opnaður var pítsustaður þar sem þæfðar voru ullarpítsur í sérstakri þæfingarvél.

Efniviðurinn var afgangsull frá íslenskum ullariðnaði sem annars hefði verið fargað. Ullarpítsurnar voru seldar eins og venjulegar pítsur, þar sem kaupendur völdu álegg af matseðli og biðu á meðan pöntunin var þæfð. Í umsögn dómnefndar segir að Pítsustund hafi verið „frumlegt og gott dæmi um það hvernig hönnun getur vakið fólk til umhugsunar um ábyrgð þess á umhverfinu með skemmtilegum og áhugaverðum hætti“.

Á bak við Ýrúrarí stendur Ýr Jóhannsdóttir og á bak við Fléttu standa Hrefna Sigurðardóttir og Birta Rós Brynjólfsdóttir. Þær síðarnefndu unnu jafnframt verðlaun fyrir Loftpúðann í flokknum vara ársins.

Vetur í stofunni
Líf og starf 26. janúar 2026

Vetur í stofunni

Að ýmsu er að hyggja til að halda pottaplöntum heilbrigðum og fallegum yfir vetr...

Öxin kysst
Líf og starf 26. janúar 2026

Öxin kysst

Þann 12. janúar voru 195 ár liðin frá því að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigur...

Enn lengur á Biðstofunni, takk!
Líf og starf 16. janúar 2026

Enn lengur á Biðstofunni, takk!

Nú er að hefjast ein skemmtilegasta sjónvarpsveisla ársins með Evrópumótinu í ha...

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...