Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Öllu er haganlega fyrir komið á tónlistarsafninu í Bíldudal og á safnstjórinn sjálfur, Jón Kr. Ólafsson, heiðurinn af því.
Öllu er haganlega fyrir komið á tónlistarsafninu í Bíldudal og á safnstjórinn sjálfur, Jón Kr. Ólafsson, heiðurinn af því.
Menning 7. júní 2023

Melodíur minninganna

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Tónlistarsafnið Melódíur minninganna var formlega opnað þann 17. júní um síðustu aldamót – með pomp og prakt! Um er að ræða afar áhugavert og lifandi safn tónlistarmannsins Jóns Kr. Ólafssonar, á heimili hans að Reynimel – á Bíldudal við Arnarfjörð.

Hefur safnið að geyma hinar ýmsu gersemar, en Jón hefur um árabil safnað munum og heimildum íslenskrar tónlistarsögu. Má þar til dæmis finna innrammaðar hljómplötur, hljóðfæri, plötur og búninga sem áður voru í eigu tónlistarmanna á borð við Ellý Vilhjálms, Hauk Morthens, Ragga Bjarna og Stuðmanna – auk annars – og geta gestir notið þess að gleyma sér í tónlistartengdum minningum áratuga áður. Er öllum munum stillt upp á faglegan og aðgengilegan hátt og ljóst er að þarna er bæði ástríða og kunnátta að baki. Á vefsíðu Vesturbyggðar kemur fram að:

„... á safninu má sjá rauða jakkann hans Hauks Morthens og fyrstu plötu Bjarkar, Arabadrenginn auk ýmissa muna frá íslensku tónlistarlífi sjötta til áttunda áratug síðustu aldar. Á safninu er að finna ljós-myndir úr tónlistarlífinu á Íslandi, klæðnað og hluti frá þekktu tónlistarfólki, plötur, persónulega muni, auglýsingaplaköt og ótalmargt fleira. Sögubrot í formi mynda, muna og tónlistar sem ella væri horfið úr íslenskri tónlistarsögu. Á safninu er einnig unnt að nálgast tónlist Jóns Kr. Ólafssonar til sölu.“

Stigið inn í ævintýraheim

Safnstjórinn Jón á nefnilega sjálfur langan feril að baki í tónlistarbransanum, þá helst þekktur sem söngvari, en margir kannast við hljómsveitina Facon sem gaf út afar vinsælt efni. Naut fólk þess um árabil að hlýða á Jón syngja m.a. bæði á Hótel Borg og Hótel Sögu, svo eitthvað sé nefnt, en árið 1983 gáfu SG-hljómplötur út plötu þar sem hann syngur kunn einsöngslög við undirleik Ólafs Vignis Albertssonar.

Jón hefur yfir ævina myndað vináttubönd við aðra tónlistarmenn, eins og eðlilegt er, og er safnið tileinkað því listafólki sem hefur orðið á vegi hans yfir árin. Hefur heimili Jóns yfir sér notalegan blæ en inn af sýningarsalnum kemur fyrir að fólki sé gjarnan boðið í betri stofuna og spjallað um ævintýraheim tónlistarinnar. Ef til vill er hljómplata sett á fóninn og gamlar og góðar minningar rifjaðar upp, en safnstjórinn kann ótal sögur og frásagnir sem gaman er, og fróðlegt að hlýða á.

Áskorun

Tónlistarsafnið Melódíur minninganna má segja að kveiki í manni ýmsa elda. Töfra tónlistarinnar vissulega. Til jafns hugsjónastarfs Jóns, sem setur taktinn fyrir því hvernig einstaklingur getur upp á sitt einsdæmi gætt mikilvægra menningarverðmæta án opinbers fjárstuðnings, þó ekki vaði hann í seðlum sjálfur.

Mætti segja að tilvera tónlistarsafnsins á Bíldudal sé áminning þess efnis, áskorun til þeirra sem ættu að telja það mikilvægt að varðveita sögu okkar Íslendinga – að líta til þeirra sem með ástríðu gæta menningarinnar og leggja þeim lið.

Hægt er að sækja tónlistarsafnið heim alla daga að Tjarnarbraut, Reynimel, á Bíldudal, nema laugardaga, á milli klukkan 13-18. Til viðbótar má ná í Jón í símum 456 2186 /847 2542.

Skylt efni: söfnin í landinu

Búverk og breyttir tímar
Líf og starf 19. september 2024

Búverk og breyttir tímar

Búverk og breyttir tímar er ný bók eftir Bjarna Guðmundsson, áður prófessor við ...

Tjöldin dregin frá
Líf og starf 18. september 2024

Tjöldin dregin frá

Áhugaleikhúsin fara nú að hefja leikinn enda haustið að skella á. Mikið verður u...

Korkubikarinn féll í hlut nýliðans Kríu
Líf og starf 17. september 2024

Korkubikarinn féll í hlut nýliðans Kríu

Helgina 24.–25. ágúst sl. fór Landskeppni Smalahundafélags Íslands, SFÍ, fram að...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 16. september 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn þarf að taka sig taki og gæta þess að velta sér ekki um of upp úr ra...

Nýting hrats og hýðis
Líf og starf 16. september 2024

Nýting hrats og hýðis

Heilmikið fellur til árlega af ávaxta- og grænmetshýði og nú sérstaklega berjahr...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 13. september 2024

Gerum okkur dagamun

Nú eru síðustu hátíðir sumarsins, eða öllu heldur haustsins, að líta dagsins ljó...

Ullarvika á Suðurlandi
Líf og starf 11. september 2024

Ullarvika á Suðurlandi

Ullarvika á Suðurlandi er nú haldin í þriðja sinn. Að Ullarvikunni standa Feldfj...

Sandlóa
Líf og starf 11. september 2024

Sandlóa

Sandlóa er ein af tveimur lóutegundum sem verpa hér. Stóru frænku hennar, heiðló...