Tveggja daga Slow Food-hátíð
Slow Food Reykjavík stendur fyrir tveggja daga hátíðahöldum undir yfirskriftinni BragðaGarður.
Hátíðin fer fram dagana 20. og 21. október næstkomandi, með fræðslu- erindum, vinnustofum og matarmarkaði Samtaka smáframleiðenda matvæla.
Hátíðin verður haldin í Garðskála Grasagarðs Reykjavíkur og verður Kaffi Flóra með veitingar í boði í anda Slow Food.
Fimmtudaginn 20. október, á degi kartöflunnar, verður sérstök sýning á frækartöflum. Í grennd við Garðskála Grasagarðsins verður sýning á villtum erfðalindum ræktaðra nytjaplantna.
Ókeypis er inn og á alla fyrirlestra og vinnustofur.
BragðaGarður er samstarfsverkefni Slow Food Reykjavík, Grasagarðs Reykjavíkur, Samtaka smáfram- leiðenda matvæla, Beint frá býli, Biodice um Líffræðilega fjölbreytni 2023 og Kaffi Flóru.
Dagskrá
Föstudagur 20. október
11:30 Slow Food á fleygiferð og aldrei mikilvægari, Dóra Svavarsdóttir, formaður Slow Food. 12:00 Philosophy of food,
Ole Martin Sandberg.
12:30 Skyr, Þóra Valsdóttir
13:00 Íslenska geitin, Birna Baldursdóttir
13:30 Mikilvægi skordýra, Gísli Már Gíslason
14:00 Skógarmatur, Elisabeth Bernard
14:30 Kartöflur frá fræi til fæðu, Dagný Hermannsdóttir
15:00 Af hverju lífrænt? VOR verndum og ræktum
15:30 Slow Food travel.
16:00 Smáframleiðendur, tækifæri og möguleikar, Oddný Anna Björnsdóttir og Handverksbjór, smakk og umræður, Hinrik Carl Ellertsson
16:30 Hæglætis Mathús, hvað er nú það? Gunnar Garðarsson
Laugardagur 21. október
12:00 Hvernig á að lyktgreina vín, Gunnþórunn Einarsdóttir
13:00 Þari úr hlaðborði fjörunnar, Eydís Mary Jónsdóttir
14:00 Íslenskt ostasmakk. Eirný Sigurðardóttir