Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ekki þurftu krakkarnir að fara langt eftir fræinu, sem nóg var af á trjánum á skólalóðinni.
Ekki þurftu krakkarnir að fara langt eftir fræinu, sem nóg var af á trjánum á skólalóðinni.
Mynd / Vefsíða Egilsstaðaskóla.
Líf og starf 2. nóvember 2021

Mikill áhugi fyrir að safna birkifræi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Nemendur í þriðja bekk í Egilsstaðaskóla söfnuðu birkifræi og tóku þátt í átaki Landgræðslunnar og Skógræktarinnar sem felst í að breiða út birkiskóga landsins.

Fræinu sem börnin söfnuðu verður dreift á Egilsstaðahálsi.Fram kemur á vef skólans ekki hafi verið verið leitað langt yfir skammt enda engin ástæða til ef gott birki er innan seilingar.

Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri tekur við fræinu og lofaði að koma því fyrir á góðum stað í nágrenninu.

Á skólalóðinni fundust birkitré sem voru alþakin þroskuðum reklum. Krakkarnir sýndu söfnuninni mikinn áhuga og var hvert boxið á fætur öðru fyllt og tæmt í poka.

Í framhaldinu var næsta skref að heimsækja Þröst Eysteinsson skógræktarstjóra þar sem pokinn var afhentur. Í honum reyndust vera alls 947 grömm af fræi.

Stuðla að betri framtíð

Skógræktarstjóri lofaði að sjá til þess að fræið yrði þurrkað og fundinn góður staður til að sá því svo nýr skógur geti vaxið upp.

Ætlunin er að sá því beint í jörð upp með Egilsstaðahálsi í átt að Rauðshaug. Þannig gagnast þetta í nágrenni Egilsstaða og þar með hafa nemendurnir ungu stuðlað að betri framtíð í umhverfi sínu. 

Vetur í stofunni
Líf og starf 26. janúar 2026

Vetur í stofunni

Að ýmsu er að hyggja til að halda pottaplöntum heilbrigðum og fallegum yfir vetr...

Öxin kysst
Líf og starf 26. janúar 2026

Öxin kysst

Þann 12. janúar voru 195 ár liðin frá því að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigur...

Enn lengur á Biðstofunni, takk!
Líf og starf 16. janúar 2026

Enn lengur á Biðstofunni, takk!

Nú er að hefjast ein skemmtilegasta sjónvarpsveisla ársins með Evrópumótinu í ha...

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...