Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Jón Bernódusson (t.v. ) ásamt Ólafi Eggertssyni, bónda á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, en á bænum hefur verið ræktuð repja til olíuframleiðslu frá 2008 með góðum árangri.
Jón Bernódusson (t.v. ) ásamt Ólafi Eggertssyni, bónda á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, en á bænum hefur verið ræktuð repja til olíuframleiðslu frá 2008 með góðum árangri.
Mynd / MHH
Líf og starf 21. júní 2019

Hægt væri að knýja allan íslenska skipaflotann með repjuolíu

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
„Það væri auðveldlega hægt að knýja íslenska skipaflotann með vistvænni íslenskri orku, repjuolíu, sem bændur gætu ræktað í stórum stíl,“ segir Jón Bernódusson, verkfræðingur hjá Samgöngustofu.
 
„Við erum með allar kjöraðstæður fyrir slíkt verkefni. Það þarf bara að spýta í lófana og fara að taka á hlutunum, því útblástur skipa og flugvéla er mjög stór hluti þess CO2 sem nú er reynt að minnka vegna ört vaxandi hlýnunar jarðar,“ segir Jón. 
 
Hann hefur haldið fjölmarga fyrirlestra fyrir erlenda námshópa um kosti repjunnar, auk þess að gera rannsóknir á plöntunni. 
 
„Við ræktun á repju tekur hektarinn með ljóstillífun í sig 6 tonn af CO2. Við það verður til afurð sem er súrefni O2. Við brunann á olíunni sem til verður á einum hektara munu 3 tonn af CO2 fara aftur út í andrúmsloftið sem er aðeins helmingur þess magns CO2 sem binst og eyðist við ræktunina. 
 
Ef við erum að tala um repju fyrir allan íslenska fiskiskipaflotann værum við með ræktuninni að nýta tæp 500.000 tonn af CO2 úr andrúmsloftinu, þ.e. 250.000 tonn umfram það sem verður til við bruna olíunnar. Það munar um minna,“ segir Jón.
 
Jón hefur haldið fyrirlestra um kosti repjuræktunar fyrir um tvö þúsund nemendur víða að úr heiminum síðustu ár. Það hefur einnig verið sóst eftir kynningum hans og fyrirlestrum víða erlendis og þá sérstaklega í Þýskalandi. Í fyrirlestrunum er Jón fyrst og fremst að miðla hugmyndum um sjálfbæra og innlenda ræktun orkujurta til að knýja samgöngutæki.  
 
Ræktun á 150 hekturum í dag
 
Í dag er repja ræktuð á 150 hekturum hjá bændum víðs vegar um landið.„Til að knýja íslenska fiskiskipaflotann þarf 160.000 hektara sem er 40 x 40 km landsvæði. Það tekur 2 tíma að keyra í kringum það á 80 km hraða. Við myndum rækta upp sandana með lúpínu og í framhaldinu kæmi repjan, þetta er ekki flókið,“ bætir Jón við. 

4 myndir:

Greinandi og afhjúpandi rödd Ernaux
Líf og starf 7. júlí 2025

Greinandi og afhjúpandi rödd Ernaux

Enn af þýðingum og aftur kemur Þórhildur Ólafsdóttir við sögu hér í Hriflunni. F...

Kynning á íslenskum mat í Japan
Líf og starf 7. júlí 2025

Kynning á íslenskum mat í Japan

Íslandsstofa ásamt utanríkisþjónustunni og sendiráði Íslands í Japan skipulagði ...

17 impa slys
Líf og starf 7. júlí 2025

17 impa slys

Mikil umræða hefur orðið meðal íslenskra keppnisspilara síðustu vikur hvort drag...

Toga beint upp og mest fjórðung plöntunnar
Líf og starf 4. júlí 2025

Toga beint upp og mest fjórðung plöntunnar

Mikilvægt er að uppskera rabarbara á réttan hátt svo að rótin rotni ekki.

Feitur maður fótbrotnar
Líf og starf 3. júlí 2025

Feitur maður fótbrotnar

Eitt af svipmeiri stórbýlum landsins er Vallanes á Héraði, eða Vallanes á Völlum...

Góður bíll – punktur!
Líf og starf 3. júlí 2025

Góður bíll – punktur!

Að þessu sinni er tekinn fyrir hinn nýi Kia EV3 rafmagnsbíll. Þetta er fólksbíll...

Skákfélag Vestfjarða stofnað
Líf og starf 1. júlí 2025

Skákfélag Vestfjarða stofnað

Þann 30. maí síðastliðinn var Skákfélag Vestfjarða formlega stofnað. Áður hafði ...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 30. júní 2025

Stjörnuspá vikunnar

Fjármál vatnsberans verða stöðugri en áður ef hann heldur áfram að fylgja þeirri...