Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Helga Gunnarsdóttir, dýralæknir hesta, hóf nýverið doktorsnám í hestavísindum við Landbúnaðarháskóla Íslands.
Helga Gunnarsdóttir, dýralæknir hesta, hóf nýverið doktorsnám í hestavísindum við Landbúnaðarháskóla Íslands.
Líf og starf 22. mars 2021

Fyrsti doktorsneminn í hestavísindum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Helga hefur alls um 20 ára starfsreynslu við hestalækningar, bæði hér heima og erlendis. Verkefni hennar heitir Hlutlæg greining á helti í íslenska hestinum (Objective lameness detection in Icelandic horses) og er hluti af stóru, fjölþjóðlegu rannsóknarverkefni á sviði hreyfigreiningar hrossa.

Markmið verkefnisins er að meta ávinning hlutlægra mælinga á helti samanborið við hefðbundna, sjónræna heltigreiningu í þeim tilgangi að auka heilbrigði, endingu og velferð íslenska hestsins. Enn fremur að bæta þekkingu á áhrifum helti á hreyfimynstur og ganglag íslenska hestsins og bæta þannig aðferðir við sjónrænt mat á helti.

Aðalleiðbeinandi Helgu er dr. Sigríður Björnsdóttir, gestaprófessor við skólann, en aukaleiðbenendur dr. Marie Rhodin og dr. Elin Hernlund frá Landbúnaðarháskóla Svíþjóðar.

Skylt efni: Hestar. Mast

Safnað fyrir Einstök börn
Líf og starf 26. apríl 2024

Safnað fyrir Einstök börn

Stóðhestaveisla Eiðfaxa var haldin 13. apríl í HorseDay-höllinni á Ingólfshvoli ...

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...