Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Johan tekst á við hampplönturnar, sem nú er verið að þurrka í kjallara skólans.
Johan tekst á við hampplönturnar, sem nú er verið að þurrka í kjallara skólans.
Líf og starf 6. október 2021

Framhald sjálfbærnilotu Sólstafa

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Nú fyrr í sumar vöktum við hér hjá Bændablaðinu athygli á sjálfbærnilotu 6.–7. bekkjar Waldorfskólans Sólstafa – en þá gróðursettu nemendur og kennarar um 2.500 plöntur af iðnaðarhampi.

Ætlunin var, og er enn, að gera hampsteypu úr uppskerunni og steypa pítsuofn svo hægt væri að baka föstudagspítsuna úti á skólalóðinni.
(www.bbl.is/folk/lif-og-starf/med-fostudagspitsuna-i-bigerd)

Vonast var til að plönturnar sem forræktaðar voru í skólanum og gróðursettar í Skammadal héldu velli og myndu ná að minnsta kosti 1–2 m að hæð. Allt kom þó fyrir ekki vegna úrhellisrigningar, roks og kulda sem dundi á þeim fyrstu vikurnar og því varð allhressilegur uppskerubrestur snemma sumars.

Hampfélagið kemur til aðstoðar

Þeir félagar Johan Andersson og Gunnar Dan Wiium, sem standa fyrir sjálfbærnilotunni, höfðu þó áttað sig á að slíkt gæti gerst, og í samvinnu við Hampfélagið var farið ásamt kvikmyndatökuliði í Garðyrkjuskólann í Hveragerði þar sem þeir, fyrir hönd Sólstafa, fengu gefna um 20 m² af 3–4 metra háum iðnaðarhamp.

Hampfélagið stendur að gerð heimildarmyndar um ræktun iðnaðarhamps á Íslandi og hefur kvikmyndatökuliðið verið á ferð víða um landið þar sem slík framleiðsla á sér stað. Óx þessi gróskulegi hampur, sem Sólstafir fengu, upp af yrki sem er sérstaklega hannað með nýtingu stilka/trefja í huga – en það hentar verkefni sjálfbærnilotunnar einmitt einstaklega vel.

Trénið aðskilið trefjunum

Aðspurður sagði Gunnar: „Nú stendur yfir þurrkun á hampinum í kjallara skólans, því næst fer vinna af stað, til að aðskilja trefjarnar og trénið. Trefjarnar eru ysta lag stilksins sem við munum nota í textíllotur með Brynhildi Þórðardóttur handverkskennara á meðan trénið, sem er stökkara og kurlast í minni einingar, verður notað í gerð trefjaplata fyrir smáföndur, útskurð, skartgripi, pappír og síðast en ekki síst, pítsuofn.“

Gaman er að fylgjast með ferlinu hjá krökkunum sem nú eru í 7 og 8 bekk, og eru margir hverjir mjög spenntir fyrir næsta skrefi, sem er að steypa pítsuofninn ...og baka pítsur.

Við hlökkum til að koma aftur í heimsókn og smakka!

Bústörf yfir hávetur
Líf og starf 15. janúar 2025

Bústörf yfir hávetur

Verkefni bænda halda áfram þrátt fyrir hátíðarhöld og lögbundna frídaga. Hér eru...

Heimabakað brauð
Líf og starf 15. janúar 2025

Heimabakað brauð

Brauðbakstur er merkilega einföld iðja en um leið afskaplega flókin. Hveiti, vat...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 13. janúar 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn stígur gætilega til jarðar þessi fyrstu skref ársins, uppfullur forv...

Stiklað á stóru
Líf og starf 9. janúar 2025

Stiklað á stóru

Bændablaðið kom tuttugu og þrisvar sinnum út árið 2024. Hér eru endurbirtar sjö ...

Álft
Líf og starf 8. janúar 2025

Álft

Álft er stærsti fuglinn okkar. Fullorðin álft getur orðið 10 kg og vænghafið 2,2...

„... Heimsins þagna harmakvein ...“
Líf og starf 7. janúar 2025

„... Heimsins þagna harmakvein ...“

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Jóhannesi úr Kötlum.

Staða harmonikunnar sterk
Líf og starf 30. desember 2024

Staða harmonikunnar sterk

Félag harmonikuunnenda í Reykjavík heldur úti starfi fyrir harmonikuunnendur, sa...

Nýr heimsmeistari í skák
Líf og starf 30. desember 2024

Nýr heimsmeistari í skák

Nýr heimsmeistari í skák var krýndur 12. desember síðastliðinn. Hann heitir Domm...