Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Skjáskot af mengunarkortinu.
Skjáskot af mengunarkortinu.
Mynd / UST
Líf og starf 12. október 2023

Fólk hvatt til að láta vita af menguðum jarðvegi

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Hafin er skipuleg söfnun upplýsinga um hvar mengaðan jarðveg er að finna á Íslandi og þær birtar á gagnvirku kort hjá Umhverfisstofnun (UST). Kallað er eftir aðstoð almennings.

Á kortinu hafa nú þegar verið merktar margar miltisbrandsgrafir um allt land, riðugrafir, urðunarstaðir, gamlir sorphaugar, ruslabrennslustaðir og olíumengun, m.a. frá skipsflökum.

UST er í sérstöku átaki varðandi að safna upplýsingum frá almenningi um menguð svæði á landinu og koma þeim inn á kortið. Hægt er að senda upplýsingar með því að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum eða senda inn nafnlausar ábendingar. Almenningur getur ekki séð nöfn þeirra sem hafa sent inn ábendingar undir nafni.

Ábendingar frá almenningi streyma inn

Að sögn Kristínar Kröyer, sérfræðings í teymi mengunareftirlits og umsjármanns verkefnisins hjá UST, vonast stofnunin til að geta fengið sem heildstæðasta mynd af menguðum svæðum á landinu öllu.

„Viðbrögðin við verkefninu hafa ekki látið á sér standa, fólk er almennt mjög ánægt með þetta og ábendingar hafa streymt inn,“ segir Kristín og bætir við að stofnunin hafi ekki haft undan við að yfirfara þær ábendingar sem borist hafa.

Mikilvægi slíkrar gagnasöfnunar virðist ótvírætt. „Gögnin sem koma út úr þessu verkefni eru mjög mikilvæg bæði þegar kemur að skipulagsvinnu en þó sérstaklega fyrir komandi kynslóðir til að hafa aðgang að upplýsingunum síðar meir,“ segir Kristín. „Þessar upplýsingar nýtast sem dæmi beint í skipulagsvinnu sveitarfélaganna, sem bakgrunnsupplýsingar fyrir ráðgjafa sem vinna að rannsóknum eða hreinsunaraðgerðum á menguðum svæðum og komandi kynslóðum til að hafa yfirsýn yfir menguð svæði,“ segir hún enn fremur.

Mikilvægt að fá upplýsingar áður en þær glatast

UST óskar eftir öllum ábendingum um hvar mengun sé að finna. Til dæmis um riðu- og miltisbrandsgrafir, hvar olía hefur lekið í jörð eða verið grafin, um urðunarstaði þar sem úrgangur hefur verið grafinn eða brenndur, gamlar bensín- og smurstöðvar, brennur, geymslur fyrir hættuleg efni þar sem þau kunna að hafa lekið út, skotvelli, gamlar spennistöðvar og staði þar sem skip hafa verið í viðhaldi og niðurrifi. Mikilvægt sé að skrá eins mikið af upplýsingum um mengaðan jarðveg og hægt er áður en þær glatist.

Íslenskt heilbrigðiseftirlit og UST vinna í sameiningu að því að setja upplýsingarnar í gagnagátt um þekkt menguð svæði og svæði þar sem grunur er um mengun og þar með í gagnvirka kortið. Undanfarið hafa verið kynningarfundir víða um land á verkefninu.

Því ber að halda til haga að Sigurður Sigurðarson dýralæknir safnaði, ásamt konu sinni, Ólöfu Erlu Haraldsdóttur, upplýsingum um miltisbrunagrafir á Íslandi. Árið 2017 hóf Sigurður að merkja allar miltisbrunagrafir sem hann vissi um á landi. Allar götur síðan hafa verið að koma fram upplýsingar um áður óþekktar grafir og eru þær fjölmargar.

Á döfinni í desember
Líf og starf 5. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Þjóðarréttur Íslendinga
Líf og starf 4. desember 2024

Þjóðarréttur Íslendinga

Það er með mikilli ánægju, jafnvel stolti sem við landsmenn höfum neytt brauðter...

Baldur Högni
Líf og starf 4. desember 2024

Baldur Högni

Nafn: Baldur Högni Benediktsson.

Tildra
Líf og starf 4. desember 2024

Tildra

Tildra er lítill vaðfugl eða fjörufugl sem stoppar hér á Íslandi á ferð sinni mi...

Útbreiðsla fegurðar og fjölbreytileika
Líf og starf 4. desember 2024

Útbreiðsla fegurðar og fjölbreytileika

Ragnars Þorsteinssonar, sauðfjárbóndi og ljósmyndari í Sýrnesi í Aðaldal, hefur ...

Tólf slaga hönd á Blómaeyjunni
Líf og starf 3. desember 2024

Tólf slaga hönd á Blómaeyjunni

Stefán Jónsson briddsspilari hefur reynst Bridgesambandi Íslands hvalreki með áh...

Augnlitir í sauðfé
Líf og starf 3. desember 2024

Augnlitir í sauðfé

Sjöunda útgáfa Hvammshlíðar­dagatals hefur litið dagsins ljós.

Norðurljós í nóvember
Líf og starf 2. desember 2024

Norðurljós í nóvember

Tími tunglsins og norðurljósanna hefur nú gengið í garð, en óvenjubjart hefur ve...