Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Rúnar Atli, 6 ára sonur Karenar Evu, er eitt barnanna í Þykkvabæ sem hafa staðið með þessi skilti í sumar þar sem hraðast er ekið í þorpinu. Ökumenn hægja strax á sér þegar þeir sjá skiltin.
Rúnar Atli, 6 ára sonur Karenar Evu, er eitt barnanna í Þykkvabæ sem hafa staðið með þessi skilti í sumar þar sem hraðast er ekið í þorpinu. Ökumenn hægja strax á sér þegar þeir sjá skiltin.
Mynd / Aðsend
Líf og starf 30. ágúst 2023

Börnin í Þykkvabæ taka málin í sínar hendur

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Íbúar í Þykkvabæ í Rangárþingi ytra eru orðnir langþreyttir á hraðakstri í gegnum þorpið og vilja fá hraðahindrun til að hægja á umferðinni.

Börnin í þorpinu hafa meðal annars tekið málið í sínar hendur og standa með skilti þar sem hraðast er ekið og biðja ökumenn að hægja á sér.

Umferðin alltaf að aukast

„Það er ekið talsvert hratt í gegnum þorpið og umferð er alltaf að aukast. Það er mun meiri umferð hér í gegn yfir sumartímann enda er hér frábært tjaldstæði og hótel. Margir hægja á sér en það eru nokkrir sem keyra allt of hratt miðað við aðstæður,“ segir Karen Eva Sigurðardóttir, íbúi í Þykkvabæ. Hún segir að það sé búið að senda inn erindi til Rangárþings ytra og óska eftir hraðahindrun en ekkert hafi gerst enn í málinu. „Vonandi fáum við hraðahindrun sem fyrst eða kannski bara gangstétt. Það er óþægilegt að vita af börnum sínum úti í garði við veg þar sem umferð er hröð. Við foreldrarnir teljum þetta skipta miklu máli og höfum áhyggjur af þessu. Við vonum að það verði ekki hér slys á fólki sem mun ýta þessum framkvæmdum af stað,“ bætir Karen Eva við.

Skylt efni: Þykkvibær

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 13. september 2024

Gerum okkur dagamun

Nú eru síðustu hátíðir sumarsins, eða öllu heldur haustsins, að líta dagsins ljó...

Ullarvika á Suðurlandi
Líf og starf 11. september 2024

Ullarvika á Suðurlandi

Ullarvika á Suðurlandi er nú haldin í þriðja sinn. Að Ullarvikunni standa Feldfj...

Sandlóa
Líf og starf 11. september 2024

Sandlóa

Sandlóa er ein af tveimur lóutegundum sem verpa hér. Stóru frænku hennar, heiðló...

Berjaflóra Íslendinga
Líf og starf 10. september 2024

Berjaflóra Íslendinga

Ber eru nú í óðaönn að stinga upp kollinum og alltaf notalegt að fara eins og ei...

Brögðóttur Aðalsteinn
Líf og starf 10. september 2024

Brögðóttur Aðalsteinn

Briddssveitir Infocapital og Hótel Norðurljósa tókust á í höfuðstöðvum Bridgesam...

Sveppir fyrir húð, hár og heilsu
Líf og starf 9. september 2024

Sveppir fyrir húð, hár og heilsu

Nú þykir einhverjum fyrirsögnin sérkennileg, enda ef við hugsum okkur húð- eða h...

Að brúka bekki
Líf og starf 9. september 2024

Að brúka bekki

Nýverið kortlagði Vestmannaeyjabær tvær gönguleiðir þar sem tryggt er að ekki sé...

„Við vorum ekki Akureyringar“
Líf og starf 6. september 2024

„Við vorum ekki Akureyringar“

Rit Sögufélags Eyfirðinga, Súlur, er komið út og færir fjölbreytt efni að venju ...

Réttalistinn 2024
29. ágúst 2024

Réttalistinn 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Göngur og góður reiðtúr
13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Bændur selja Búsæld
13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Gerum okkur dagamun
13. september 2024

Gerum okkur dagamun