Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Salamatkhan Dzhumabaeva landfræðingur og doktors í vistfræði.
Salamatkhan Dzhumabaeva landfræðingur og doktors í vistfræði.
Líf og starf 28. apríl 2015

Ástand beitarlanda og skóga víða slæmt

Höfundur: Vilmundur Hansen

Salamatkhan Dzhumabaeva frá Kirgistan er menntaður landfræðingur og með doktors­gráðu í vistfræði. Að sögn Dzhumabaeva er landbúnaður mikið stundaður í Kirgistan þó um 90% landsins sé fjallendi.

„Einungis 7% landsins er það sem teljast mundi hentugt til hefðbundins landbúnaðar.“
Búfjárhald er algengt í Kirgistan og um 70% af öllum landbúnaði þar í landi byggir á því auk þess sem bændur rækta hveiti, kartöflur, ávexti og valhnetur sem eru fluttar út.

„Landið var lengi hluti af fyrrum Sovétríkjunum en eftir að þau liðuðust í sundur breyttu bændur beitarstýringu og hættu að reka búfé í sumarhaga á fjöllum og fóru eingöngu að beita því á haga á láglendi. Samfara þessu hefur álag á beitilönd á láglendi aukist gríðarlega og ástand þeirra er víða mjög slæmt. Skógareyðing hefur einnig aukist hratt eftir að landið fékk sjálfstæði árið 1991 bæði vegna skógarhöggs og beitar í skóglendi.“

Dzhumabaeva segir að vegna fjalllendisins í Kirgistan sé skóglendi þar mjög fjölbreytt. „Þar er að finna barrtré og ávaxtatré og allt þar á milli. Því miður er það svo að valhnetuskógar landsins eru víða mjög illa farnir vegna ofnýtingar. Heimamenn í þorpum úti á landi hafa gengið hart á skógana með öflun eldiviðar og búfjárbeit án þess að nýjum trjám sé plantað í staðinn.“

Að mínu mati er námið sem okkur er boðið upp á í Landgræðsluskólanum mjög áhugavert og ég er sannfærð um að sú þekking sem ég er að afla mér hér eigi eftir að nýtast mér þegar ég sný aftur heim. „Markmið mitt er að vinna hér að verkefni þar sem stjórnvöld, sérfræðingar og heimamenn vinna sameiginlega að verndun skóga, vistkerfisins og landsins sem heild.“

Safnað fyrir Einstök börn
Líf og starf 26. apríl 2024

Safnað fyrir Einstök börn

Stóðhestaveisla Eiðfaxa var haldin 13. apríl í HorseDay-höllinni á Ingólfshvoli ...

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...