Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Almenningsgarður rósanna
Líf og starf 19. september 2023

Almenningsgarður rósanna

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Ýmis blómgróður þrífst með ágætum á Íslandi en maður rekst ekki á almenningsrósagarða á hverju strái, þótt fólk sé margt iðið við rósaræktun í heimagörðum.

Í Kópavogi er Norræni rósagarðurinn í trjásafninu í Meltungu, skammt frá gróðrarstöðinni Mörk. Þetta er sannkallaður yndisreitur sem hefur verið vel hlúð að og gaman er að heimsækja að sumarlagi til að sjá fjölbreyttar rósategundir.

Innan Garðyrkjufélags Íslands (GÍ) er sérstakur rósaklúbbur, en slíkir eru víða um heim. Norrænu rósafélögin hafa haft með sér nokkurt samstarf. Árið 2014 ákváðu félögin að hvert norrænu landanna tilnefndi 10 rósayrki sem væru einkennandi fyrir viðkomandi land og síðan yrðu gerðir norrænir rósagarðar með þessum 50 rósum í öllum löndunum fimm. Rósagarðurinn í Meltungu var sá fyrsti og er samstarfsverkefni Kópavogsbæjar og GÍ.

Tegundir og yrki 190 talsins

Fyrir nokkrum árum voru gerðir tveir nýir rósagarðar á staðnum, annar með kanadískum rósum og hinn með rósum af blönduðum uppruna, sem virðast geta þrifist vel hér á landi. Loks er eitt tilraunabeð helgað enskum rósum, svonefndum Austin-rósum, sem þykja einkar blómfagrar og ilmandi. Nokkrar kanadísku rósanna fást ekki lengur á almennum markaði þar í landi.

Vilhjálmur Lúðvíksson, efnaverkfræðingur og fv. formaður Rósaklúbbs GÍ, segir alls um 190 tegundir og yrki vera í rósagarðinum í heild. Þau séu 70 í þeim norræna, rúm 50 í þeim kanadíska og í blandaða rósasafninu um 70 talsins. Best þrífist rósir sem falli undir flokk þyrnirósa og ígulrósa en í Meltungureitnum gangi sýnu verst með flestar Austin-rósir og evrópsku nútímarósirnar.

Reynt á þol rósanna

Spurður um framtíðarstefnu varðandi rósagarðinn segir Vilhjálmur nú fyrirhugað sérstakt safn 18-19 rósa sem Jóhann heitinn Pálsson, fyrrum garðyrkjustjóri Reykjavíkur, framkallaði með víxlunum á 10. áratug síðustu aldar og skömmu eftir aldamót.

Að öðru leyti sé ekki stefnt að stækkun garðsins, einungis viðhaldi hans. „Markmiðið með þessum rósagarði er að sýna og gera aðgengilegar almenningi arfgerðir (yrki) rósa sem ætla mætti að hentaði til ræktunar í íslenskum görðum og láta reyna á þær við hinar sveiflukenndu aðstæður í veðurfari sem ganga yfir hér á landi án þess að þær séu ofdekraðar,“ segir Vilhjálmur. Nokkuð er um að fólk þekki til garðsins og nýti sér hann, en þó mætti þar gera betur. „Nokkuð reglulega hafa verið fræðslugöngur um garðinn, gjarnan í tengslum við almennar kynningargöngur um trjásafnið í Meltungu, sem rósagarðurinn er raunar hluti af,“ bætir hann við.

Ágætt upplýsingaskilti er í rósagarðinum og flestar rósir merktar. Nokkur afföll hafa verið í garðinum, eins og gengur, og síðan endurnýjun gróðursetninga með nýjum yrkjum en ekki er búið að merkja þau. Enn vantar nokkrar plöntur í garðinn, m.a. vegna affalla sem urðu í veðursveiflunum á sl. vetri og síðbúnu vori, að sögn Vilhjálms. Hann segir rósir sem á annað borð þrífast á Íslandi yfirleitt vera tiltölulega lausar við sjúkdóma en helst að blaðlýs og sumar tegundir fiðrildalirfa geti hrjáð þær.

Rósirnar eru á fallanda fæti nú á haustdögum. En vorið og blómgunin kemur á ný og þá má spássera um rósagarðana og draga til sín fegurð og ilm blómanna til upplyftingar andans.

9 myndir:

Safnað fyrir Einstök börn
Líf og starf 26. apríl 2024

Safnað fyrir Einstök börn

Stóðhestaveisla Eiðfaxa var haldin 13. apríl í HorseDay-höllinni á Ingólfshvoli ...

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...