Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Þessi mynd af þeim Gunnari Þór Þórissyni og Guðrúnu Marinósdóttur, bændum á Búrfelli í Svarfaðardal, var tekin í september 2017. Þá voru þau á kafi í vinnu við nýja fjósbyggingu sem tekin var í notkun vorið 2018. Þetta fjós, sem er með stórbættri aðstöðu og einum mjaltaþjóni, á trúlega sinn hlut í að skila þeim í efsta sæti meðal íslenskra kúabænda hvað meðalnyt varðar  á hverja kú.
Þessi mynd af þeim Gunnari Þór Þórissyni og Guðrúnu Marinósdóttur, bændum á Búrfelli í Svarfaðardal, var tekin í september 2017. Þá voru þau á kafi í vinnu við nýja fjósbyggingu sem tekin var í notkun vorið 2018. Þetta fjós, sem er með stórbættri aðstöðu og einum mjaltaþjóni, á trúlega sinn hlut í að skila þeim í efsta sæti meðal íslenskra kúabænda hvað meðalnyt varðar á hverja kú.
Mynd / Margrét Þóra Þórsdóttir
Líf og starf 15. janúar 2021

Afurðahæstu kýr landsins 2020 voru á bænum Búrfelli í Svarfaðardal

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Kúabúið að Búrfelli í Svarfaðardal var afurðahæsta kúabú landsins að meðaltali á árskýr á árinu 2020 samkvæmt skýrsluhaldi Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins. Þar mjólkaði hver kýr að meðaltali 8.579 kg yfir árið.

Það er býsna vel að verki staðið fyrir okkar smávöxnu kýr að skila tæpum 8,6 tonnum af mjólk á einu ári, en á Búrfelli eru 42,6 árskýr. Bændur á Búrfelli eru Guðrún Marinósdóttir og Gunnar Þór Þórisson.

Guðrún er fædd og uppalin á Búrfelli í Svarfaðardal, hún tók við búinu af foreldrum sínum árið 1998, en Gunnar Þór, sem ólst upp í Auðbrekku í Hörgársveit, flutti að Búrfelli árið 2000. Þau reistu glænýtt 688 fermetra fjós á árunum 2017–2018. Þar er pláss fyrir 64 kýr auk kálfa að 6 mánaða aldri. Nýja fjósið að Búrfelli er stálgrindarhús sem flutt var inn frá Póllandi í gegnum Byko og var það fyrsta sinnar tegundar sem reist er hér á landi.

Fanney Ólafsdóttir og Reynir Þór Jónsson, bændur á Hurðarbaki í Flóahreppi í Árnessýslu, voru í 2. sæti með afurðir á hverja kú á síðasta ári og í 1. sæti árið 2019. Mynd / HKr.

Kýrnar á Hurðarbaki í öðru sæti

Í öðru sæti hvað nyt varðar á síðasta ári voru kýrnar á Hurðarbaksbúinu í Flóahreppi. Þar mjólkaði hver kýr að meðaltali 8.445 kg yfir árið, en 51,7 árskýr eru þar í fjósi. Afraksturinn nú er heldur minni en árið 2019 þegar meðalnyt hjá kúnum á bænum var 8.678 kg, enda voru þær þá afurðahæstu kýr landsins að meðaltali yfir árið. Búið á Hurðarbaki er rekið af Reyni Þór Jónssyni og Fanneyju Ólafsdóttur.

Jóhannes Eyberg Ragnarsson og Guðlaug Sigurðardóttir, bændur á Hraunhálsi í Helgafellssveit á Snæfellsnesi, voru með þriðju afurðamestu kýr landsins að meðaltali á síðasta ári. Mynd / HKr.


Hraunhálsbúið í þriðja sæti

Í þriðja sæti á árinu 2020 var Hraunhálsbúið í Helgafellssveit á Snæfellsnesi. Þar eru við stjórnvölinn bændurnir Guðlaug Sigurðardóttir og Jóhannes Eyberg Ragnarsson. Voru kýrnar hjá þeim að að mjólka að meðaltali 8.357 kg yfir árið, en 27,7 árskýr eru á bænum. Kýrnar á Hraunhálsi voru líka í þriðja sæti yfir landið á síðasta ári og hafa skorað mjög hátt á landsvísu árum saman og hafa margoft verið afurðahæstar á Vesturlandi. 

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Blóðþyrst kona vill barnakjöt
Líf og starf 27. nóvember 2025

Blóðþyrst kona vill barnakjöt

Grýlu er fyrst getið á miðöldum en sú Grýla sem við þekkjum stingur upp sínum lú...