Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Lambhúshetta fyrir kalda daga
Hannyrðahornið 7. febrúar 2023

Lambhúshetta fyrir kalda daga

Höfundur: Stelpurnar í Handverkskúnst

Lambhúshettan er yfirleitt prjónuð á barnabörnin mín sem eru á leikskóla fyrir veturinn. Hálskragi og húfa í einu stykki sem nýtist svo vel börnum.

DROPS Design: Mynstur ai-007-by

Stærðir: 0/1 (1/3) 6/9 (12/18) mánaða 2 (3/4) ára

Höfuðmál í cm ca: 34/38 (40/42) 42/44 (44/46) 48/50 (50/52)

Garn: DROPS AIR (fæst í Handverkskúnst) - 50 (50) 50 (50) 50 (100) g litur á mynd nr 10, þoka

Prjónar: Hringprjónn 80 cm nr 5 og 40 cm nr 4. Sokkaprjónar nr 4.

Prjónfesta: 17 lykkjur x 22 umferðir = 10x10 cm. Garðaprjón (prjónað fram og til baka):Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.

Útaukning: Öll útaukning er gerð frá réttu. Aukið út um 1 lykkju með því að slá einu sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðið, svo ekki myndist gat.

Úrtaka: Öll úrtaka er gerð frá réttu.

- Prjónið 2 lykkjur saman í byrjun umferðar þannig: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir.

- Prjónið 2 lykkjur slétt saman í lok umferðar.

HÚFA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:

Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna, neðan frá og upp. Lykkjum er fækkað mitt að framan og stykkið heldur áfram fram og til baka. Að lokum er prjónaður tvöfaldur kantur í kringum op fyrir andlit.

Fitjið upp 88 (96) 104 (108) 124 (128) lykkjur á hringprjón nr 4 með DROPS Air. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff (2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt) alls2(2)3(3)4(4)cm.

Í næstu umferð eru allar 2 lykkjur brugðið prjónaðar saman í 1 lykkju brugðið = 66 (72) 78 (81) 93 (96) lykkjur. Stroffið heldur áfram með 1 lykkju brugðið, 2 lykkjur slétt. Þegar stykkið mælist 6 (6) 7 (8) 10 (12) cm frá uppfitjunarkanti, prjónið allar 2 lykkjur slétt saman í 1 lykkju slétt = 44 (48) 52 (54) 62 (64) lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 4. Stroffið heldur áfram með 1 lykkju brugðið, 1 lykkja slétt. Þegar stykkið mælist 8 (8) 9 (10) 12 (14) cm frá uppfitjunarkanti, skiptið yfir á hringprjón nr 5 og prjónið fram og til baka þannig: Fellið af fyrstu 6 (6) 6 (8 10 (10) lykkjur, prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, 17 (19) 21 (21) 24 (25) lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, setjið 1 prjónamerki á prjóninn (mitt að aftan), 1 lykkja slétt, sláið einu sinni uppá prjóninn, 17 (19) 21 (21) 24 (25) lykkjur slétt og 1 kantlykkja í garðaprjóni = 40 (44) 48 (48) 54 (56) lykkjur. Stykkið er prjónað í sléttu prjóni fram og til baka með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið (í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat). JAFNFRAMT í næstu umferð frá réttu er lykkjum fækkað hvoru megin við op mitt að framan og lykkjur eru auknar út mitt að aftan þannig:

Prjónið 1 kantlykkju, prjónið 2 lykkjur saman (= 1 lykkja færri) – sjá ÚRTAKA, prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan prjónamerki mitt að aftan, aukið út um 1 lykkju – sjá ÚTAUKNING, 2 lykkjur slétt, aukið út um 1 lykkju, prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 2 lykkjur saman (= 1 lykkja færri) og endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni.

Fækkið lykkjum svona hvoru megin við miðju að framan í hverri umferð frá réttu alls 3 sinnum.

Aukið svona út hvoru megin við prjónamerki í hverri umferð frá réttu alls 7 (7) 7 (7) 7 (8) sinnum (meðtalin útaukning sem var gerð þegar lykkjur voru felldar af mitt að framan).

Þegar allar útaukningar og úrtökur hafa verið gerðar til loka eru 48 (52) 56 (56) 62 (66) lykkjur á prjóninum. Haldið áfram í sléttprjóni með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið.

Þegar stykkið mælist 10 (10) 11 (11) 11 (12) cm frá þar sem lykkjur voru felldar af mitt að framan, setjið ystu 18 (19) 21 (20) 22 (24) lykkjur í hvorri hlið á sitt hvorn sokkaprjón nr 5, þ.e.a.s. það eru eftir 12 (14) 14 (16) 18 (18) lykkjur á hringprjóni. Klippið þráðinn frá.

Lykkjur á sokkaprjónum í hvorri hlið eru prjónaðar saman með ystu lykkju í hvorri hlið á hringprjóni í lok hverrar umferðar þannig:

Frá réttu: Prjónið slétt þar til 1 lykkja er eftir á hringprjóni, lyftið síðustu lykkju af hringprjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt af sokkaprjóni og steypið lyftu lykkjunni frá hringprjóni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri á sokkaprjóni). Snúið stykkinu.

Frá röngu: Prjónið 1 lykkju snúið brugðið (þ.e.a.s. prjónað er í aftari lykkjubogann), prjónið brugðið þar til 1 lykkja er eftir á hringprjóni, lyftið 1 lykkju af hringprjóni eins og prjóna eigi brugðið, prjónið 1 lykkju brugðið frá sokkaprjóni og steypið lyftu lykkjunni frá hringprjóni yfir lykkjuna sem var prjónuð. Snúið stykkinu.
Prjónið og fækkið lykkjum svona þar til fækkað hefur verið um allar lykkjur af

sokkaprjónum í hvorri hlið. Nú eru 12 (14) 14 (16) 18 (18) lykkjur á hringprjóni.

Prjónið nú tvöfaldan kant í kringum opið þannig: Prjónið upp ca 52 til 68 lykkjur (meðtaldar lykkjur á hringprjóni) innan við 1 kantlykkju á sokkaprjóna nr 4 eða stuttan hringprjón. Stillið af að lykkjufjöldinn sé deilanlegur með 2 og að kanturinn dragist ekki saman / verði of laus.

Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 5 cm. Fellið af með hringprjón nr 5.

Brjótið uppá kantinn þannig að hann verði tvöfaldur að innanverðu á húfu og saumið affellingarkantinn við þar sem lykkjur voru prjónaðar upp í kringum op fyrir andlit. Til að koma í veg fyrir að kanturinn dragist saman og beygist út, er mikilvægt að saumurinn sé teygjanlegur.

Prjónakveðja,og gleðilegt nýtt ár Stelpurnar í Handverkskúnst, www.garn.is

Skylt efni: lambhúshetta

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.

Bubba
Hannyrðahornið 24. september 2024

Bubba

Stærðir: XS S M L XL XXL.

Manstu vorið?
Hannyrðahornið 10. september 2024

Manstu vorið?

Þessi fallega peysa með gatamynstri á ermum er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS ...

Búðarháls
Hannyrðahornið 27. ágúst 2024

Búðarháls

Uppskrift að vesti fyrir Ullarviku á Suðurlandi 2024

Dömupeysa
Hannyrðahornið 13. ágúst 2024

Dömupeysa

Prjónuð peysa úr DROPS Cotton Merino. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með t...

Hölluklútur – úr íslenskri ull
Hannyrðahornið 9. júlí 2024

Hölluklútur – úr íslenskri ull

Hölluklútar af ýmsu tagi.

Grifflur fyrir frjálsa fingur
Hannyrðahornið 11. júní 2024

Grifflur fyrir frjálsa fingur

Stærðir: S M L Efni: 60 gr tvöfaldur lopi frá Þingborg eða Ístex. Sokkaprjónar 3...

Billy Jean
Hannyrðahornið 28. maí 2024

Billy Jean

Prjónaður toppur úr DROPS Belle. Stykkið er prjónað í hring í stroffprjóni, neða...

Bændur orðnir langþreyttir
23. október 2024

Bændur orðnir langþreyttir

Niðurgreiða sýningargjöld
23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Kjói
23. október 2024

Kjói

Þórdís Laufey
23. október 2024

Þórdís Laufey

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara
22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara