Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Mjólkurflutningur hjá Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi
Mynd / Myndasafn Bændablaðsins
Gamalt og gott 22. janúar 2025

Mjólkurflutningur hjá Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Mjólkurflutningar hjá Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi um miðja 20. öld. Ökumenn flutningabílanna lentu oft í honum kröppum þegar snjóþyngsli voru mikil um landið. Í Nýja dagblaðinu í febrúarmánuði árið 1938 segir „Yfir Hellisheiði hefir verið með öllu ófært í nokkra daga á venjulegum bifreiðum, en nokkrum mjólkurflutningum að austan hefir þó verið haldið uppi með snjóbíl og dráttarvél útbúinni með beltum á hjólum. Starfar hún á vegum Flóabúsins. En svo miklum örðugleikum eru þessar ferðir bundnar, að búast má við, að þeim verði hætt hvað úr hverju.“ Árið 1973 hófust mjólkurflutningar á tankbílum, en fram að því hafði allur flutningur á mjólk verið í mjólkurbrúsum. Varð þessi nýjung til þess að gæði mjólkurinnar héldust lengur, en á þessum tíma voru afurðastöðvar sautján talsins og kúabú vel yfir tvö þúsund. Árið 2005 sameinaðist Mjólkurbú Flóamanna Mjólkursamsölunni í Reykjavík undir nafninu MS.

Skylt efni: gamla myndin

Hvar er myndin tekin?
Gamalt og gott 29. september 2025

Hvar er myndin tekin?

Í síðasta Bændablaði birtist ljósmyndagetraun þar sem lesendur voru beðnir um að...

Heyskapur í Önundarfirði
Gamalt og gott 10. júní 2025

Heyskapur í Önundarfirði

Heyskapur í Önundarfirði í kringum síðustu aldamót. Árni Brynjólfsson, þáverandi...

Gróðursetning fyrsta trés Austurlandsskóga
Gamalt og gott 27. maí 2025

Gróðursetning fyrsta trés Austurlandsskóga

Frá gróðursetningu fyrsta trés Austurlandsskóga í júní 2002. Guðni Ágústsson, þá...

Kúasýningin Kýr 2003
Gamalt og gott 13. maí 2025

Kúasýningin Kýr 2003

Frá kúasýningunni Kýr 2003 sem haldin var samhliða handverkshátíðinni að Hrafnag...

Sölvatínsla í Ölfusinu árið 1992
Gamalt og gott 29. apríl 2025

Sölvatínsla í Ölfusinu árið 1992

Söl, þessi rauðfjólubláu eða brúnu sæþörungar sem við þekkjum flest hafa alla tí...

Massey Fergusson þreskivél við kornskurð árið 1961
Gamalt og gott 18. mars 2025

Massey Fergusson þreskivél við kornskurð árið 1961

Í kringum árið 1980 tóku sjö bændur í Austur-Landeyjum sig saman um að rækta kor...

Frá Mjólkurbúi Borgfirðinga í Borgarnesi árið 1984.
Gamalt og gott 4. mars 2025

Frá Mjólkurbúi Borgfirðinga í Borgarnesi árið 1984.

Hér hanga skyrpokar „til þerris“ eins og sagt var, en þá lekur mysan úr þeim.

Ræðuhöld frá landbúnaðarsýningu
Gamalt og gott 18. febrúar 2025

Ræðuhöld frá landbúnaðarsýningu

Ræðuhöld frá landbúnaðarsýningunni í Reykjavík í maí 1947. Í púltinu stendur sen...