Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
„Er það satt sem þeir segja um landann?“ – Ótrúlegt, en er þetta satt?
Fréttir 7. nóvember 2017

„Er það satt sem þeir segja um landann?“ – Ótrúlegt, en er þetta satt?

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Við Íslendingar getum verið stoltir af okkar íþróttamönnum sem eru þjóðinni til sóma og fyrirmyndar í ótrúlega mörgum greinum íþrótta og alltaf skríða bæði fótboltalandsliðin ofar og ofar á lista bestu þjóða í knattspyrnu. Keppnisfólk stefnir almennt hátt að markmiðum sínum og leggur mikið á sig til að ná árangri. 
 
Jú, við erum þannig samhent þjóð að við berjumst grimmilega til að ná því að vera best í nánast öllu sem við tökum okkur fyrir hendur. 
 
Fyrir nokkru heyrði ég í einhverjum fjölmiðlinum að Íslendingar væru orðnir feitastir og þyngstir allra Evrópuþjóða. Ekki alveg það sem fólk vill státa mikið af ef þetta er satt. Hef ekki séð „fitulistann“ enda væntanlega ekki sá vinsældalisti sem þjóð vill trjóna á toppnum.
 
Kemur ekki á óvart
 
Þegar farið er út að versla eru óhollu vörurnar mest áberandi fyrir augum okkar, sama hvort það er í sjoppu, bensínstöð eða stórmarkaði. Fyrir vikið detta óþægilega oft nammipakkar og gos í innkaupakörfuna í stórmarkaðnum, gos og súkkulaði þegar borgað er á bensínstöðinni og fl. 
 
Oft þegar vel er gert og verðlaunað er fyrir er boðið upp á sætindi í formi gosdrykkja og súkkulaði. Þegar svona er í boði eru þeir sem eru veikir af fíkn í sætindi í meiri hættu en aðrir þar sem auka súkkulaðibiti eða gosflaska dettur óvart upp í munn og niður í of stóran belg. Ekki ósvipað og hjá virkum alkóhólista sem fær sér alltaf tvo til fimm fordrykki þar sem veislan er lögð upp með því hugarfari að hver og einn fái sér einn lystaukandi drykk fyrir matinn. 
 
Að laga vandann er bara spurning um vilja og keppnisskap
 
Endalaust má finna af greinum í fjölmiðlum um hollari lífshætti og vefsíðum sem gefa góð ráð til að léttast. Sem dæmi þá halda flestir íslenskir fjölmiðlar úti bloggi á síðum sínum sem heilsuráðgjöf og hollusta. Allt of margir eru ekkert að hugsa um hvað þeir setja ofan í sig fyrr en skaðinn er „skeður“ og erfitt er að snúa til heilsusamlegri lífsstíls nema með mikilli fyrirhöfn og sjálfsaga. Það eina sem þarf er vilji og staðfesta hvers og eins til að grenna sig og snúa til betri lífshátta. 
 
Það eru ekki margir sem vita það að sé persóna komin visst mörg % yfir kjörþyngd fást ekki frítímatryggingar né aðrar tryggingar á viðkomandi nema borgað sé í hlutfalli við áhættu hvers og eins. Reglulega er ég að taka af mér 2–6 kg sem koma reglulega aftur í „sykursukkferðum“ í búðina, en af fenginni reynslu þá reyni ég að halda mig sem mest frá gosdrykkjum og í stað nammis er ég að kaupa þurrkaða ávexti og nota sem „viðbit og nammi“. Svo í lokin þá erum við öll sammála um að íslenska vatnið er BEST.
Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...