Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Yfirgnæfandi vilji til að stofna sölufyrirtæki fyrir afurðirnar
Mynd / BBL
Fréttir 5. október 2017

Yfirgnæfandi vilji til að stofna sölufyrirtæki fyrir afurðirnar

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Landssamtök sauðfjárbænda gengust nýverið fyrir könnun á meðal félagsmanna um afstöðu þeirra til ýmissa hagsmunamála. Var þar spurt út frá þeirri erfiðu stöðu sem nú er uppi til að betur mætti átta sig á hvað bændur vildu gera. 
 
Sala og markaðssetning kindakjöts er bændum greinilega mjög hugleikin og kom það greinilega fram í könnuninni. Í niðurstöðunum má líka greina megna óánægju bænda með afurðastöðvarnar sem margar hverjar eru þó að stórum hluta í þeirra eigu. 
 
 
Spurt var: „Að því gefnu að lög heimili eða lagaheimild fáist, telur þú skynsamlegt að stofna eitt sameiginlegt útflutningsfyrirtæki í eigu bænda til þess að sjá um útflutning á öllu íslensku lambakjöti?“
 
Vilja eitt sameiginlegt sölufyrirtæki fyrir innanlandsmarkað
 
Þótt skýr afstaða með eða á móti frekari sameiningum afurðastöðva liggi ekki fyrir, þá er sauðfjárbændum mjög umhugað um að stofnað verði eitt sameiginlegt sölufyrirtæki í eigu bænda til þess að sjá um sölu og dreifingu á öllu íslensku lambakjöti innanlands. Horfa menn þar greinilega til þess árangurs sem bændur innan Sambands garðyrkjubænda hafa náð í gegnum Sölufélag garðyrkjumanna. Telja um 57% sauðfjárbænda ýmist mjög eða frekar skynsamlegt að stofna slíkt fyrirtæki.  Hins vegar telja 24% bændanna slíkt óskynsamlegt eða mjög óskynsamlegt, en 19,1% voru hlutlausir í afstöðu sinni til spurningarinnar. 
 
Spurt var: „Að því gefnu að lög heimili eða lagaheimild fáist, telur þú skynsamlegt að stofna eitt sameiginlegt sölufyrirtæki í eigu bænda til þess að sjá um sölu og dreifingu á öllu íslensku lambakjöti innanlands?“
 
Mjög mikill áhugi á stofnun útflutningsfyrirtækis bænda
 
Þegar bændur voru spurðir um afstöðuna til þess hvort skynsamlegt væri að stofna eitt sameiginlegt útflutningsfyrirtæki í eigu bænda til þess að sjá um útflutning á öllu íslensku lambakjöti var afstaðan mjög skýr. Töldu um 79% bænda það ýmist mjög eða frekar skynsamlegt. Einungis 4% aðspurðra töldu slíkt mjög óskynsamlegt og 5,5% töldu það frekar óskynsamlegt. Þá voru 11,7% bænda hlutlausir gagnvart þessari spurningu.
 
Sauðfjárbændur voru spurðir fjölmargra annarra spurninga í þessari könnun, eins og um afstöðu þeirra til hugmynda fráfarandi landbúnaðarráðherra á lausn vanda 
sauðfjárbænda. – Sjá nánar á bls. 2 í nýju Bændablaði.
Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...