Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Yfirgnæfandi vilji til að stofna sölufyrirtæki fyrir afurðirnar
Mynd / BBL
Fréttir 5. október 2017

Yfirgnæfandi vilji til að stofna sölufyrirtæki fyrir afurðirnar

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Landssamtök sauðfjárbænda gengust nýverið fyrir könnun á meðal félagsmanna um afstöðu þeirra til ýmissa hagsmunamála. Var þar spurt út frá þeirri erfiðu stöðu sem nú er uppi til að betur mætti átta sig á hvað bændur vildu gera. 
 
Sala og markaðssetning kindakjöts er bændum greinilega mjög hugleikin og kom það greinilega fram í könnuninni. Í niðurstöðunum má líka greina megna óánægju bænda með afurðastöðvarnar sem margar hverjar eru þó að stórum hluta í þeirra eigu. 
 
 
Spurt var: „Að því gefnu að lög heimili eða lagaheimild fáist, telur þú skynsamlegt að stofna eitt sameiginlegt útflutningsfyrirtæki í eigu bænda til þess að sjá um útflutning á öllu íslensku lambakjöti?“
 
Vilja eitt sameiginlegt sölufyrirtæki fyrir innanlandsmarkað
 
Þótt skýr afstaða með eða á móti frekari sameiningum afurðastöðva liggi ekki fyrir, þá er sauðfjárbændum mjög umhugað um að stofnað verði eitt sameiginlegt sölufyrirtæki í eigu bænda til þess að sjá um sölu og dreifingu á öllu íslensku lambakjöti innanlands. Horfa menn þar greinilega til þess árangurs sem bændur innan Sambands garðyrkjubænda hafa náð í gegnum Sölufélag garðyrkjumanna. Telja um 57% sauðfjárbænda ýmist mjög eða frekar skynsamlegt að stofna slíkt fyrirtæki.  Hins vegar telja 24% bændanna slíkt óskynsamlegt eða mjög óskynsamlegt, en 19,1% voru hlutlausir í afstöðu sinni til spurningarinnar. 
 
Spurt var: „Að því gefnu að lög heimili eða lagaheimild fáist, telur þú skynsamlegt að stofna eitt sameiginlegt sölufyrirtæki í eigu bænda til þess að sjá um sölu og dreifingu á öllu íslensku lambakjöti innanlands?“
 
Mjög mikill áhugi á stofnun útflutningsfyrirtækis bænda
 
Þegar bændur voru spurðir um afstöðuna til þess hvort skynsamlegt væri að stofna eitt sameiginlegt útflutningsfyrirtæki í eigu bænda til þess að sjá um útflutning á öllu íslensku lambakjöti var afstaðan mjög skýr. Töldu um 79% bænda það ýmist mjög eða frekar skynsamlegt. Einungis 4% aðspurðra töldu slíkt mjög óskynsamlegt og 5,5% töldu það frekar óskynsamlegt. Þá voru 11,7% bænda hlutlausir gagnvart þessari spurningu.
 
Sauðfjárbændur voru spurðir fjölmargra annarra spurninga í þessari könnun, eins og um afstöðu þeirra til hugmynda fráfarandi landbúnaðarráðherra á lausn vanda 
sauðfjárbænda. – Sjá nánar á bls. 2 í nýju Bændablaði.
Listeríusýkingar vaxandi vandamál
Fréttir 27. maí 2024

Listeríusýkingar vaxandi vandamál

Tíðni listeríusýkinga í Evrópu fer vaxandi og samkvæmt greiningum á fyrstu þremu...

Göngustígar hjá Geysi
Fréttir 27. maí 2024

Göngustígar hjá Geysi

Framkvæmdir við nýtt gönguleiðakerfi á Geysissvæðinu í Haukadal í Bláskógabyggð ...

Minnsta framleiðsla í ríflega sextíu ár
Fréttir 27. maí 2024

Minnsta framleiðsla í ríflega sextíu ár

Alþjóðlegu vínsamtökin International Organisation of Vine and Wine (OIV) segja í...

Aspir og wasabi ræktuð samhliða
Fréttir 24. maí 2024

Aspir og wasabi ræktuð samhliða

Nordic Wasabi er um þessar mundir að setja á innanlandsmarkað frostþurrkað wasab...

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“
Fréttir 24. maí 2024

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“

Jóhannes Geir Gunnarsson, bóndi á Efri-Fitjum í Vestur-Húnavatnssýslu, er bjarts...

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu
Fréttir 24. maí 2024

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu

Í samstarfsverkefni Matís og Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) er unnið að því a...

Samdráttur samfélags
Fréttir 23. maí 2024

Samdráttur samfélags

Póstþjónusta landsmanna hefur verið hitamál svo lengi sem menn muna og ekki síst...

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal
Fréttir 22. maí 2024

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal

Út er komin skýrslan Bætt orkunýtni og ný tækifæri til orkuöflunar. Hún hefur að...