Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Yfirgnæfandi vilji til að stofna sölufyrirtæki fyrir afurðirnar
Mynd / BBL
Fréttir 5. október 2017

Yfirgnæfandi vilji til að stofna sölufyrirtæki fyrir afurðirnar

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Landssamtök sauðfjárbænda gengust nýverið fyrir könnun á meðal félagsmanna um afstöðu þeirra til ýmissa hagsmunamála. Var þar spurt út frá þeirri erfiðu stöðu sem nú er uppi til að betur mætti átta sig á hvað bændur vildu gera. 
 
Sala og markaðssetning kindakjöts er bændum greinilega mjög hugleikin og kom það greinilega fram í könnuninni. Í niðurstöðunum má líka greina megna óánægju bænda með afurðastöðvarnar sem margar hverjar eru þó að stórum hluta í þeirra eigu. 
 
 
Spurt var: „Að því gefnu að lög heimili eða lagaheimild fáist, telur þú skynsamlegt að stofna eitt sameiginlegt útflutningsfyrirtæki í eigu bænda til þess að sjá um útflutning á öllu íslensku lambakjöti?“
 
Vilja eitt sameiginlegt sölufyrirtæki fyrir innanlandsmarkað
 
Þótt skýr afstaða með eða á móti frekari sameiningum afurðastöðva liggi ekki fyrir, þá er sauðfjárbændum mjög umhugað um að stofnað verði eitt sameiginlegt sölufyrirtæki í eigu bænda til þess að sjá um sölu og dreifingu á öllu íslensku lambakjöti innanlands. Horfa menn þar greinilega til þess árangurs sem bændur innan Sambands garðyrkjubænda hafa náð í gegnum Sölufélag garðyrkjumanna. Telja um 57% sauðfjárbænda ýmist mjög eða frekar skynsamlegt að stofna slíkt fyrirtæki.  Hins vegar telja 24% bændanna slíkt óskynsamlegt eða mjög óskynsamlegt, en 19,1% voru hlutlausir í afstöðu sinni til spurningarinnar. 
 
Spurt var: „Að því gefnu að lög heimili eða lagaheimild fáist, telur þú skynsamlegt að stofna eitt sameiginlegt sölufyrirtæki í eigu bænda til þess að sjá um sölu og dreifingu á öllu íslensku lambakjöti innanlands?“
 
Mjög mikill áhugi á stofnun útflutningsfyrirtækis bænda
 
Þegar bændur voru spurðir um afstöðuna til þess hvort skynsamlegt væri að stofna eitt sameiginlegt útflutningsfyrirtæki í eigu bænda til þess að sjá um útflutning á öllu íslensku lambakjöti var afstaðan mjög skýr. Töldu um 79% bænda það ýmist mjög eða frekar skynsamlegt. Einungis 4% aðspurðra töldu slíkt mjög óskynsamlegt og 5,5% töldu það frekar óskynsamlegt. Þá voru 11,7% bænda hlutlausir gagnvart þessari spurningu.
 
Sauðfjárbændur voru spurðir fjölmargra annarra spurninga í þessari könnun, eins og um afstöðu þeirra til hugmynda fráfarandi landbúnaðarráðherra á lausn vanda 
sauðfjárbænda. – Sjá nánar á bls. 2 í nýju Bændablaði.
Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...

Áburðarverkefni í uppnámi
Fréttir 3. október 2024

Áburðarverkefni í uppnámi

Áburðarverkefni í Syðra-Holti í Svarfaðardal, sem gengur út á moltugerð úr nærsa...

Aukinn innflutningur á lægri tollum
Fréttir 2. október 2024

Aukinn innflutningur á lægri tollum

Ekki er hægt að fá uppgefna þá aðila sem standa að baki innflutningi á landbúnað...