Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Yfir 70 þúsund hross ekki í tölum MAST yfir fjölda búfjár
Mynd / HKr.
Fréttir 28. ágúst 2015

Yfir 70 þúsund hross ekki í tölum MAST yfir fjölda búfjár

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Búfé á Íslandi á árinu 2014 var samkvæmt tölum Matvælastofnunar (MAST) samtals 657.991 fyrir utan alifugla og eldisfisk. Með alifuglunum er talan 1.741.291 dýr að því er fram kemur í nýrri starfsskýrslu stofnunarinnar og eldisfiskurinn er talinn 8.289 tonn.  
 
Í mjög vandaðir og greinargóðri skýrslu MAST, sem nánar er fjallað um í blaðinu í dag, vekur athygli að þar er að þessu sinni alveg sleppt að telja fram fjölda hrossa í landinu. Engar upplýsingar er lengur að finna um fjölda hrossa í landinu sem um árabil hafa verið talin um og yfir 70 þúsund. Vekur þetta nokkra furðu þar sem um er að ræða tölfræði sem hefur verið hluti af hagtölum landsins.
 
Sem dæmi töldust hrossin vera 77.380 á árinu 2012, en í tölum MAST fyrir árið 2013 voru hrossin aðeins talin 53.021 eða 24.359 færri en árið áður. 
 
Erfitt var að finna skýringar á þessu misræmi á milli ára, aðrar en þær að framkvæmd talningar var gjörbreytt við lagasetningu sem tók gildi um áramótin 2013/2014. Þá tók MAST búfjáreftirlitinu af sveitarfélögunum. Um leið var hefðbundinni vorskoðun og talningu hætt, en eins og flestir vita eru hross að stórum hluta ekki tekin á hús strax að hausti. 
 
Sverrir Þ. Sverrisson, sérfræð­ingur á stjórnsýslu- og lögfræðisviði MAST, útskýrði þetta í fyrra m.a. með því að við yfirfærsluna til MAST hafi 10 til 12 ársverkum við búfjáreftirlit verið fækkað í 6. Það væri langt undir þeim starfsmannafjölda sem þurfi til að sinna hefðbundnum skoðunum.
 
„Hugmynd okkar var að ráða til viðbótar verktaka til að sinna vorskoðunum á árinu 2014 en ekki var fjármagni veitt til þess af hálfu Alþingis.“
 
Búfjáreftirlit var alfarið flutt til MAST í fyrra
 
Með breytingu á lögum um búfjárhald nr. 38/2013 sem tók gildi um áramótin 2013/2014 færðist búfjáreftirlit sveitarfélaga til Matvælastofnunar. Á sama tíma var búfjáreftirlitsmönnum, sem oft komu úr röðum bænda sem þekktu vel til, sagt upp. Fram að þessum breytingum sáu búfjáreftirlitsmenn vítt og breitt um landið um að safna tölum um búfé og höfðu ráðunautar og starfsmenn Bændasamtaka Íslands umsjón með að allar tölur um búfjáreign skiluðu sér. Þar með talið tölum um hrossaeign. Var það gert eftir að hross höfðu verið tekin á hús þ.e.a.s. á tímabilinu janúar–mars. Fjöldatölur hrossa komu fram með vorgögnum, sem ekki eru lengur fyrir hendi. Eftir lagabreytinguna er hefðbundin vorskoðun ekki áskilin í lögum. Því varð nauðsynlegt að tölur um hrossaeign kæmu fram með haustskýrslum (forðagæsluskýrslum) sem umráðamönnum búfjár er skylt að skila til Matvælastofnunar. 
 
Vinna við gagnasöfnun um hross hefur ekki gengið eftir
 
Í fyrrahaust var greint frá því á síðum Bændablaðsins að vinna væri í gangi milli Matvælastofnunar og tölvudeildar Bændasamtaka Íslands við samanburð gagna, annars vegar skráðum upplýsingum í upprunaættbók íslenska hestsins, WorldFeng, og hins vegar skráðum upplýsingum í Bústofn, tölvukerfi Matvælastofnunar um búfjáreign í landinu. Var þetta gert í framhaldi af því að tölur um hrossaeign ársins 2013 viku verulega frá fjöldatölum áranna þar á undan. Var því áhersla lögð á að eigendur og umráðamenn hrossa skiluðu haustskýrslum sem gera mátti með rafrænum hætti. Eins var talið mikilvægt að hrossaeigendur yfirfæru skráningar í heimarétt WorldFengs um afdrif og merkingar hrossa sinna, en allir félagar í Landssambandi hestamannafélaga og Félagi hrossabænda hafa frían aðgang að WorldFeng. 
 
Af einhverjum óútskýrðum ástæðum hafa áform um  nýtt verklag við talningu hrossa ekki gengið eftir. Bændablaðið óskaði skýringa á þessu frá MAST, en þær höfðu ekki borist þegar blaðið fór í prentun. 
 
 
 

Skylt efni: fjöldi búfjár

Sjálfbærninám á háskólastigi
Fréttir 12. júní 2024

Sjálfbærninám á háskólastigi

Fulltrúar Háskóla Íslands (HÍ) og Hallormsstaðaskóla hafa staðfest samstarfssamn...

Ætla að virkja sólargeisla og senda til jarðarinnar
Fréttir 11. júní 2024

Ætla að virkja sólargeisla og senda til jarðarinnar

Íslenska loftslagsfyrirtækið Transition Labs er komið í samstarf við breska fyri...

Gjaldskráin einfölduð
Fréttir 11. júní 2024

Gjaldskráin einfölduð

Matvælaráðherra hefur undirritað nýja gjaldskrá fyrir eftirlit og önnur gjaldsky...

Staða sníkjuormasýkinga metin
Fréttir 10. júní 2024

Staða sníkjuormasýkinga metin

Kortleggja á stöðu sníkjuormasýkinga hjá íslenskum nautgripum á næstu misserum.

Lækka gjöld fyrir sorphirðu
Fréttir 10. júní 2024

Lækka gjöld fyrir sorphirðu

Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur samþykkt samhljóða að lækka sorphirðugjöld.

Uppbygging á Hauganesi
Fréttir 10. júní 2024

Uppbygging á Hauganesi

Nýlega undirrituðu sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar og forsvarsmenn einkahlutafyrir...

Kortleggja ræktunarland sem hentar vel til matvælaframleiðslu
Fréttir 7. júní 2024

Kortleggja ræktunarland sem hentar vel til matvælaframleiðslu

Þingsályktunartillaga um landsskipulagsstefnu til ársins 2038, ásamt fimm ára að...

Hálfur milljarður til nautgripa- og sauðfjárbænda
Fréttir 7. júní 2024

Hálfur milljarður til nautgripa- og sauðfjárbænda

Matvælaráðuneytið hefur birt niðurstöður um úthlutanir vegna fjárfestingastuðnin...