Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Yfir 70% ekki með gild notendaleyfi til kaupa á „plöntuverndarvörum“
Fréttir 18. janúar 2017

Yfir 70% ekki með gild notendaleyfi til kaupa á „plöntuverndarvörum“

Höfundur: MÞÞ / HKr.
Umhverfisstofnun lauk nýverið eftirlitsverkefni þar sem kallað var eftir gögnum um sölu ársins 2015 á tilteknum varnarefnum, en undir það falla „plöntuverndarvörur“ (líka nefnt illgresiseyðir eða jurtaeitur) og nagdýraeitur sem notuð eru í atvinnuskyni. Í úrtaki voru sjö fyrirtæki sem setja þessar vörur á markað hér á landi.
 
Svokallaðar plöntuverndarvörur sem eru í raun eiturefni og nagdýraeitur innihalda efni sem geta skaðað heilsu manna og umhverfið og því er krafist notendaleyfis til þess að mega kaupa og nota þessar vörur og skulu söluaðilar ganga úr skugga um það að kaupendur séu með notendaleyfi í gildi þegar salan á þeim fer fram.
 
Nagdýraeitur er notað til eyðingar á rottum og músum. Á árinu 2015 voru sjö mismunandi slíkar vörur í sölu hér á landi og nam salan á þeim um 4.680 kg sem er um 43% samdráttur frá árinu áður þegar þessi sala nam 8.238 kg.
 
Af þeim 64 einstaklingum sem keyptu nagdýraeitur á árinu 2015 reyndist einn einstaklingur vera án leyfis þegar kaupin áttu sér stað, samanborið við 15 árið á undan.
 
103 án leyfis
 
Umrædd eiturefni eru notuð gegn skaðvöldum í landbúnaði og garðyrkju. Þau eru flokkuð í illgresiseyða, sveppaeyða, skordýraeyða og stýriefni eftir notkunarsviði. 
 
Alls seldust 2.453 kg af þessum svokölluðu plöntuverndarvörum á árinu 2015, sem einungis eru ætlaðar til notkunar í atvinnuskyni, og er það lítils háttar aukning frá árinu áður. Þetta voru 37 mismunandi vörur og mest var selt af illgresiseyðum, eða 458 kg (57%).
 
Einungis 29% með gild leyfi
 
Af þeim 145 einstaklingum sem keyptu þessar vörur á árinu 2015 reyndust einungis 42 (29%) vera með notendaleyfi í gildi en 103 (71%) voru annaðhvort með útrunnið leyfi eða höfðu aldrei verið með notendaleyfi eða annað sambærilegt leyfi þegar kaupin áttu sér stað. Þetta eru jafnmargir einstaklingar og reyndust vera án leyfis við kaup á plöntuverndarvörum í sambærilegu eftirliti á síðasta ári.
 
Misbrestur þrátt fyrir eftirfylgni
 
Þessar niðurstöður sýna að þrátt fyrir eftirfylgni af hálfu Umhverfisstofnunar, er enn mikill misbrestur á því að fyrirtæki sem setja á markað plöntuverndarvörur, sem einungis eru ætlaðar til notkunar í atvinnuskyni, krefji kaupendur um notendaleyfi áður en salan á sér stað. 
 
Máttlaus úrræði
 
Þau úrræði sem Umhverfisstofnun býr nú yfir duga ekki til þess að tryggja að farið sé að lögum hvað þetta varðar og horfir stofnunin því til þess að möguleg beiting á stjórnvaldssektum samkvæmt væntanlegri reglugerð geti orðið til þess að söluaðilar taki við sér og uppfylli sjálfviljugir skyldur sínar,“ segir í frétt á vef stofnunarinnar.
 
Umhverfisstofnun efnir til kynningarfundar um plöntuverndarvörur þann 26. janúar næstkomandi fyrir þá sem sjá um markaðssetningu á þessum vörum og eða nýta þær. 
Styrkja vöruþróun út frá matarhefð
Fréttir 29. maí 2024

Styrkja vöruþróun út frá matarhefð

Tíu milljónum króna var fyrir skemmstu úthlutað af innviðaráðuneytinu til verkef...

Afhending Kuðungsins
Fréttir 28. maí 2024

Afhending Kuðungsins

Sorpa og Bambahús eru handhafar Kuðungsins árið 2024.

Leyfa gas- og jarðgerð úr matarafgöngum
Fréttir 28. maí 2024

Leyfa gas- og jarðgerð úr matarafgöngum

Matvælastofnun hefur nýlega tilkynnt um að Gas- og jarðgerðarstöð Sorpu (GAJA) h...

Heimaframleiðsla lögleg
Fréttir 28. maí 2024

Heimaframleiðsla lögleg

Heimaframleiðsla nefnist umgjörð sem sköpuð var til að heimila litlum aðilum í F...

Bjórinn Naddi sló í gegn í London
Fréttir 28. maí 2024

Bjórinn Naddi sló í gegn í London

Fjórir íslenskir bjórar frá KHB brugghúsi á Borgarfirði eystra hlutu bresk bjórv...

Listeríusýkingar vaxandi vandamál
Fréttir 27. maí 2024

Listeríusýkingar vaxandi vandamál

Tíðni listeríusýkinga í Evrópu fer vaxandi og samkvæmt greiningum á fyrstu þremu...

Göngustígar hjá Geysi
Fréttir 27. maí 2024

Göngustígar hjá Geysi

Framkvæmdir við nýtt gönguleiðakerfi á Geysissvæðinu í Haukadal í Bláskógabyggð ...

Minnsta framleiðsla í ríflega sextíu ár
Fréttir 27. maí 2024

Minnsta framleiðsla í ríflega sextíu ár

Alþjóðlegu vínsamtökin International Organisation of Vine and Wine (OIV) segja í...