Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Yeoman – nýstárlegur, dýr en misheppnaður
Á faglegum nótum 18. júlí 2016

Yeoman – nýstárlegur, dýr en misheppnaður

Höfundur: Vilmundur Hansen

Bretinn Thomas Turner hóf feril sinn með framleiðslu reiðhjóla í Wolverhampton árið 1928. Hann útvíkkaði framleiðsluna í lok fimmta áratugar síðustu aldar í bifreiðar, mótorhjól, vélahluti í flugvélar og dráttarvélar. Framleiðslu dráttarvélanna var hætt 1957.

Eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar óx landbúnaðarframleiðsla hratt og vöntun var á tækjum og búnaði til að auka framleiðsluna enn frekar. Turner sá tækifæri í skortinum og hóf fyrirtæki hans framleiðslu á jarðvinnslutækjum. Árið 1947 hóf fyrirtækið hönnun á nýrri tegund dráttarvéla og setti þá á markað tveimur árum seinna undir heitinu Yeoman of England.

Margs konar nýjungar

Yeomaninn þótti á ýmsan hátt á undan sinni samtíð. Þeir voru með fjögurra strokka, 40 hestafla V-laga dísilmótor sem var hannaður af sama manni og hannaði mótorinn í Ferguson TEF20 dráttarvélina. Kveikjan var rafknúin, beislið vökvaknúið og endurbætt útgáfa traktorsins var með ljósum. Fjögurra gíra gírkassinn þótti byltingarkenndur og var staðsettur aftan við ekilssætið.

Turner sérhannaði og sérframleiddi margs konar aukabúnað eins og plóg, herfi og sláttuvélar fyrir Yeomaninn auk þess sem hæglega var hægt að tengja áhöld frá öðrum framleiðendum við traktorinn.
Í auglýsingu frá Turner segir að Yeoman of England-dráttarvélar séu ódýrari í rekstri og geti unnið mun meiri vinnu á hektara þar sem þær séu aflmeiri, tæknivæddari og sparneytnari en aðrir traktorar af sambærilegri stærð.

Há bilanatíðni

Vélarnar þóttu dýrar en sala á þeim ágæt til að byrja með á Bretlandseyjum og eitthvað mun hafa verið flutt út af þeim til landa innan breska samveldisins. Til langs tíma lét salan undan og ódýrari Fordson-dráttarvélar náðu yfirburða markaðsstöðu.

Ýmis vandkvæði við hönnun traktorsins komu fljótlega í ljós. Til dæmis var kælibúnaðurinn fyrir mótorinn of lítill og ofhitnaði hann því reglulega, heddið þótti lélegt og  vélin var iðulega treg í gang í köldu veðri. Gírkassinn var þó helsti Akkilleasarhællinn og bilanatíðni hans há. Til að bæta gráu ofan á svart var oft skortur á varahlutum og stóð Yeomaninn því vikum saman aðgerðalaus á hlaðinu, eigendum þeirra til mikillar gremju og átti það ekki síst við kaupendur þeirra erlendis.

Slæmt orðspor

Þrátt fyrir að Yeoman-traktorinn hafi verið að mestu endurhannaður 1951 var orðspor fyrirtækisins slæmt og sala nýju vélanna lítil. Árið 1957 voru síðustu Yeoman-traktorarnir seldir á hálfgerðri brunaútsölu á verulega niðursettu verði. Einungis voru framleiddir 2.131 Yeoman-dráttarvélar á þeim tæpa áratug sem þeir voru í framleiðslu.

Í dag er Turner-fyrirtækið hluti af Caterpillar og sérhæfir sig í framleiðslu á gírkössum fyrir Manitou og New Holland.

Skylt efni: Gamli traktorinn | Yeoman

Aspir og wasabi ræktuð samhliða
Fréttir 24. maí 2024

Aspir og wasabi ræktuð samhliða

Nordic Wasabi er um þessar mundir að setja á innanlandsmarkað frostþurrkað wasab...

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“
Fréttir 24. maí 2024

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“

Jóhannes Geir Gunnarsson, bóndi á Efri-Fitjum í Vestur-Húnavatnssýslu, er bjarts...

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu
Fréttir 24. maí 2024

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu

Í samstarfsverkefni Matís og Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) er unnið að því a...

Samdráttur samfélags
Fréttir 23. maí 2024

Samdráttur samfélags

Póstþjónusta landsmanna hefur verið hitamál svo lengi sem menn muna og ekki síst...

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal
Fréttir 22. maí 2024

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal

Út er komin skýrslan Bætt orkunýtni og ný tækifæri til orkuöflunar. Hún hefur að...

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu
Fréttir 22. maí 2024

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu

Ábúendurnir í Hafrafellstungu í Öxarfirði fengu nafnbótina Bændur ársins 2023 í ...

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur
Fréttir 22. maí 2024

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur

Herdís Magna Gunnarsdóttir, nautgripabóndi á Egilsstöðum og stjórnarmaður í Bænd...

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva
Fréttir 22. maí 2024

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva

Starfsemi Kornræktarfélags Suðurlands var endurvakin á fundi kornbænda í Gunnars...