Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Yara lækkar verð á áburði um 12% milli ára
Fréttir 30. desember 2015

Yara lækkar verð á áburði um 12% milli ára

Höfundur: Vilmundur Hansen

Yara gaf út verðskrá 21. desember s.l. þar sem kynnt var 7% verðlækkun á áburði milli ára. Nú liggja fyrir nýir samningar um innkaupsverð sem gerir okkur kleyft að lækka verð á áburði enn frekar.

Verðskrá Yara lækkar því í heild sinni um 12% milli ára. Samningar sem nú liggja fyrir eru bundnir við ákveðið magn á þessum kjörum og því hvetjum við bændur sem vilja njóta lægsta verðs að ganga frá pöntun sem fyrst.

Verðskráin er með fyrirvara um breytingar á gengi og pantað sé fyrir 15. janúar 2016.

Vegna óvissu um þróun áburðarverðs og gengis þá er brýnt að ganga frá pöntun á áburði sem allra fyrst til að tryggja sér hagstæðustu kjör.

Í boði eru greiðslusamningar eða afslættir. Sé greitt fyrirfram fyrir 15. mars 2016 er 8% afsláttur og 5% ef greitt er fyrir 15. maí 2016.

Staðgreiðsluverð á OPTI-KAS er nú 58.600,- kr/tonn án vsk en var á síðasta sölutímabili 66.650,- kr/tonn og lækkar því um 8.050,- kr/tonn án vsk. Til að mynda lækkar NPK 24-4-7 um 10.100,- kr/tonn en staðgreiðsluverð er nú 74.200,- kr/tonn án vsk en var í fyrra 84.300,- kr/tonn.

Hagstætt tilboð á flutningi á áburði heim á hlað ef pantað er fyrir 15. janúar 2016 1.000 kr/tonn án vsk. fyrir 6 tonn og meira.

Þrjár tegundir sem allar innihalda selen Yara leggur áherslu á að bjóða bændum góða valkosti til að auka selen í heyi og á beitarlönd enda víða selenskortur. Tegundir eru NP 26-4 Se, NPK 27-3-3 Se og NPK 22-6-6 Se.

Einkorna áburður Allur Yara áburður er einkorna gæða áburður þar sem öll næringarefnin eru í hverju korni en góð dreifing og nýting næringarefna í áburði getur skipt sköpun varðandi fóðrun og heilsufar gripa. Einnig þarf að huga sérstaklega að sýrustigi jarðvegs til að nýting áburðarefna sé hámörkuð og vekjum við athygli á Kalksaltpetri og Dolomit magnesíum-kalki sem stendur til boða á hagstæðu verði. Nýting búfjáráburðar skiptir sem fyrr verulegu máli til að draga úr notkun á tilbúnum áburði.

Nánari upplýsingar veiti:  Elías Hartmann Hreinsson deildarstjóri sími 575-6005 netfang elias@ss.is
 

Skylt efni: Yara | áburður | verðlag

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum
Fréttir 27. nóvember 2023

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum

Nýtt fagstaðlaráð hefur verið stofnað undir hatti Staðlaráðs Íslands. Það verður...

Rauðþörungar í fóðri gætu dregið mjög úr metanlosun nautgripa
Fréttir 24. nóvember 2023

Rauðþörungar í fóðri gætu dregið mjög úr metanlosun nautgripa

Iðragerjun nautgripa er aðalástæðan fyrir illu orðspori nautgriparæktar í loftsl...

Verðmæti hrossakjöts
Fréttir 24. nóvember 2023

Verðmæti hrossakjöts

Útflutningsverðmæti hrossakjöts á fyrstu níu mánuðum ársins 2023 eru orðin hærri...

Of mikið framboð var af innlendu blómkáli yfir of stuttan tíma
Fréttir 23. nóvember 2023

Of mikið framboð var af innlendu blómkáli yfir of stuttan tíma

Að undanförnu hafa heyrst raddir garðyrkjubænda sem ýmist ætla að hætta blómkáls...

Heimilt að hlífa gripum með verndandi arfgerðir og mögulega verndandi arfgerðir
Fréttir 22. nóvember 2023

Heimilt að hlífa gripum með verndandi arfgerðir og mögulega verndandi arfgerðir

Í nýrri skýrslu sérfræðingahóps eru lagðar til útfærslur á aðgerðum gegn riðuvei...

Verður í sögulegu hámarki á næsta ári
Fréttir 22. nóvember 2023

Verður í sögulegu hámarki á næsta ári

Heildargreiðslumark mjólkur verður í sögulegu hámarki á næsta ári samkvæmt nýleg...

Áskorun frá Skagfirðingum
Fréttir 22. nóvember 2023

Áskorun frá Skagfirðingum

Byggðarráð og Búnaðar­samband Skagfirðinga fagna nýskipuðum starfs­hópi um fjárh...

Arfhreinn ARR-hrútur í fyrsta sinn á sæðingastöð
Fréttir 21. nóvember 2023

Arfhreinn ARR-hrútur í fyrsta sinn á sæðingastöð

Hrútaskrá 2023-­2024 er komin út á stafrænu formi. Hún er aðgengileg á vef Ráðgj...