Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Yara lækkar verð á áburði um 12% milli ára
Fréttir 30. desember 2015

Yara lækkar verð á áburði um 12% milli ára

Höfundur: Vilmundur Hansen

Yara gaf út verðskrá 21. desember s.l. þar sem kynnt var 7% verðlækkun á áburði milli ára. Nú liggja fyrir nýir samningar um innkaupsverð sem gerir okkur kleyft að lækka verð á áburði enn frekar.

Verðskrá Yara lækkar því í heild sinni um 12% milli ára. Samningar sem nú liggja fyrir eru bundnir við ákveðið magn á þessum kjörum og því hvetjum við bændur sem vilja njóta lægsta verðs að ganga frá pöntun sem fyrst.

Verðskráin er með fyrirvara um breytingar á gengi og pantað sé fyrir 15. janúar 2016.

Vegna óvissu um þróun áburðarverðs og gengis þá er brýnt að ganga frá pöntun á áburði sem allra fyrst til að tryggja sér hagstæðustu kjör.

Í boði eru greiðslusamningar eða afslættir. Sé greitt fyrirfram fyrir 15. mars 2016 er 8% afsláttur og 5% ef greitt er fyrir 15. maí 2016.

Staðgreiðsluverð á OPTI-KAS er nú 58.600,- kr/tonn án vsk en var á síðasta sölutímabili 66.650,- kr/tonn og lækkar því um 8.050,- kr/tonn án vsk. Til að mynda lækkar NPK 24-4-7 um 10.100,- kr/tonn en staðgreiðsluverð er nú 74.200,- kr/tonn án vsk en var í fyrra 84.300,- kr/tonn.

Hagstætt tilboð á flutningi á áburði heim á hlað ef pantað er fyrir 15. janúar 2016 1.000 kr/tonn án vsk. fyrir 6 tonn og meira.

Þrjár tegundir sem allar innihalda selen Yara leggur áherslu á að bjóða bændum góða valkosti til að auka selen í heyi og á beitarlönd enda víða selenskortur. Tegundir eru NP 26-4 Se, NPK 27-3-3 Se og NPK 22-6-6 Se.

Einkorna áburður Allur Yara áburður er einkorna gæða áburður þar sem öll næringarefnin eru í hverju korni en góð dreifing og nýting næringarefna í áburði getur skipt sköpun varðandi fóðrun og heilsufar gripa. Einnig þarf að huga sérstaklega að sýrustigi jarðvegs til að nýting áburðarefna sé hámörkuð og vekjum við athygli á Kalksaltpetri og Dolomit magnesíum-kalki sem stendur til boða á hagstæðu verði. Nýting búfjáráburðar skiptir sem fyrr verulegu máli til að draga úr notkun á tilbúnum áburði.

Nánari upplýsingar veiti:  Elías Hartmann Hreinsson deildarstjóri sími 575-6005 netfang elias@ss.is
 

Skylt efni: Yara | áburður | verðlag

Niðurgreiða sýningargjöld
Fréttir 23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Hrossaræktarfélag Hrunamanna mun niðurgreiða hluta sýningargjalda kynbótahrossa ...

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Bændur orðnir langþreyttir
23. október 2024

Bændur orðnir langþreyttir

Niðurgreiða sýningargjöld
23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Kjói
23. október 2024

Kjói

Þórdís Laufey
23. október 2024

Þórdís Laufey

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara
22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara