Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhverfisáhrifum vindorkugarðs í Fljótsdalshreppi.

Um virkjun á vindorku er að ræða til framleiðslu rafeldsneytis í Reyðarfirði í Fjarðabyggð. Gert er ráð fyrir að rafeldsneytið verði nýtt til orkuskipta í skipum. Í fréttaskýringu um verkefnið í Bændablaðinu 17. nóvember 2022 kom fram að áform væru um hliðarverkefni af framleiðslunni sem gengi út á að reisa umhverfisvæna áburðarverksmiðju. Auk þess væri mögulegt að nýta aukaafurðir framleiðslunnar eins og varma í hitaveitu í Fjarðarbyggð og fyrir fiskeldi á landi.

Gert er ráð fyrir að uppsett afl vindorkugarðsins verði 350 MW, sem er helmingurinn af uppsettu afli Kárahnjúkavirkjunar, og miðast það við þá raforkuþörf sem áætlanir um framleiðslu rafeldsneytis í Reyðarfirði byggja á.

Það er Fjarðarorka sem leggur fram matsáætlunina og Skipulagsstofnun metur hana svo á næstu vikum. Í Skipulagsgátt getur almenningur skoðað fyrirliggjandi gögn og lagt fram eigin umsögn.

Magnús Bjarnason er stjórnarformaður Fjarðarorku, íslenska félagsins sem heldur utan um verkefnið. Hann segir að hugmyndin sé sú sama og áður hefur verið fjallað um og forsendur að mestu óbreyttar. Sjóðurinn CI ETF 1 eigi Fjarðarorku, og hann sé í stýringu hjá Copenhagen Infrastructure Partners (CIP).

„Allt tekur þetta heldur lengri tíma, fjárfestingin er meiri en jafnframt hafa markaðir fyrir grænt rafeldsneyti styrkst og orðið augljóst að eldsneyti framtíðarinnar verður meðal annars grænt ammóníak eða rafeldsneyti sem við getum framleitt á Íslandi á alþjóðlega samkeppnishæfum forsendum,“ segir Magnús.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f