Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhverfisáhrifum vindorkugarðs í Fljótsdalshreppi.

Um virkjun á vindorku er að ræða til framleiðslu rafeldsneytis í Reyðarfirði í Fjarðabyggð. Gert er ráð fyrir að rafeldsneytið verði nýtt til orkuskipta í skipum. Í fréttaskýringu um verkefnið í Bændablaðinu 17. nóvember 2022 kom fram að áform væru um hliðarverkefni af framleiðslunni sem gengi út á að reisa umhverfisvæna áburðarverksmiðju. Auk þess væri mögulegt að nýta aukaafurðir framleiðslunnar eins og varma í hitaveitu í Fjarðarbyggð og fyrir fiskeldi á landi.

Gert er ráð fyrir að uppsett afl vindorkugarðsins verði 350 MW, sem er helmingurinn af uppsettu afli Kárahnjúkavirkjunar, og miðast það við þá raforkuþörf sem áætlanir um framleiðslu rafeldsneytis í Reyðarfirði byggja á.

Það er Fjarðarorka sem leggur fram matsáætlunina og Skipulagsstofnun metur hana svo á næstu vikum. Í Skipulagsgátt getur almenningur skoðað fyrirliggjandi gögn og lagt fram eigin umsögn.

Magnús Bjarnason er stjórnarformaður Fjarðarorku, íslenska félagsins sem heldur utan um verkefnið. Hann segir að hugmyndin sé sú sama og áður hefur verið fjallað um og forsendur að mestu óbreyttar. Sjóðurinn CI ETF 1 eigi Fjarðarorku, og hann sé í stýringu hjá Copenhagen Infrastructure Partners (CIP).

„Allt tekur þetta heldur lengri tíma, fjárfestingin er meiri en jafnframt hafa markaðir fyrir grænt rafeldsneyti styrkst og orðið augljóst að eldsneyti framtíðarinnar verður meðal annars grænt ammóníak eða rafeldsneyti sem við getum framleitt á Íslandi á alþjóðlega samkeppnishæfum forsendum,“ segir Magnús.

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi
Fréttir 16. apríl 2025

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi

Áfram finnast sauðfjárbú með arfgerðabreytileikann T137 í hjörð sinni, sem talin...

Fuglavernd í hart við Yggdrasil
Fréttir 15. apríl 2025

Fuglavernd í hart við Yggdrasil

Fuglavernd hefur kært Yggdrasil Carbon ehf. til lögreglu fyrir að rista upp land...

Áherslur á Búnaðarþingi
Fréttir 15. apríl 2025

Áherslur á Búnaðarþingi

Á Búnaðarþingi 20. til 21. mars síðastliðinn var ályktað um áherslur á komandi s...

Ný hveitimylla ólíkleg
Fréttir 14. apríl 2025

Ný hveitimylla ólíkleg

Opinberir aðilar hafa ekki gefið Líflandi formlega staðfestingu á að reglur sem ...

Ráðuneytið má ekki grípa inn í
Fréttir 14. apríl 2025

Ráðuneytið má ekki grípa inn í

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að ef Lífla...

Stefnir stærsti hluthafi Örnu
Fréttir 14. apríl 2025

Stefnir stærsti hluthafi Örnu

Stefnir sjóðastýringarfyrirtæki hefur fjárfest í Örnu og er nú skráður stærsti h...