Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Guðný Tómasdóttir hjá svínabúinu að Ormsstöðum segir að búið hafi notað afgangsbrauð sem svínafóður frá 1980 og að reynslan af því sé mjög góð.
Guðný Tómasdóttir hjá svínabúinu að Ormsstöðum segir að búið hafi notað afgangsbrauð sem svínafóður frá 1980 og að reynslan af því sé mjög góð.
Mynd / smh
Fréttir 26. janúar 2017

Vill nýta afgangsbrauð sem dýrafóður

Höfundur: Vilmundur Hansen

Gróft áætlað falla til milli 50 og 60 tonn af brauði á mánuði í bakaríum á Reykjavíkursvæðinu. Eitthvað er um að afgangsbrauðið sé nýtt sem skepnufóður en hvergi nándar nærri allt.

Vilhjálmur Þorláksson, framkvæmdastjóri hjá Gæðabakstri, sagði í samtali við Bændablaðið að svínabúið Ormsstaðir og fleiri bændur hafi nýtt brauð frá þeim í fóður í nokkur ár en það sé einungis brot af heildarmagninu.

50–60 tonn falla til í hverjum mánuði

„Ég hef lengi haft áhuga á og velt fyrir mér hvort ekki sé hægt að nýta brauðið sem fellur til á einhvern hátt. Hjá okkur hjá Gæðabakstri falla til þrjú til fjögur tonn af brauði á viku og út frá því áætla ég að í heildina falli til 50 til 60 tonn af brauði frá öllum bakaríunum á höfuðborgarsvæðinu. Mér skilst að brauð sé ágætis fóður í hófi á móti öðru fóðri og að það sé vel nothæft handa svínum, nautgripum og sem refafóður.“

Bakarar vilja leggja sitt af mörkum

Vilhjálmur segist vita að í Bretlandi og víðar sé afgangsbrauði frá stórmörkuðum, bakaríum og heildsölum safnað og úr því búið til fóður í sér­stökum fóðurverksmiðjum. „Mér þætti áhugavert ef þetta væri kannað betur hér á landi og við hjá Gæðabakstri myndum styðja við slíka söfnun og leggja þannig okkar af mörkum til að draga úr matarsóun.“

Brauð leyfilegt sem fóður á uppfylltum skilyrðum

Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun er leyfilegt að nota brauðafganga sem dýrafóður að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum. Bakaríið eða brauðframleiðandinn verður að vera skráður sem fóðurframleiðandi hjá Matvælastofnun. Brauðið þarf að vera skráð sem fóður og ekki má nota brauð sem inniheldur kjöt eða fiskafurðir. Mjólkurafurðir og egg eru aftur á móti leyfð.

Gott fóður sem nýta má betur

Guðný Tómasdóttir hjá svínabúinu að Ormsstöðum segir að búið hafi notað afgangsbrauð sem svínafóður frá 1980 og að reynslan af því sé mjög góð.

„Við fáum brauðið til okkar í neytendaumbúðum og byrjum á því að fjarlægja plastið. Því næst er brauðið hakkað og sett í sýru til að koma í veg fyrir að það skemmist. Brauðið er geymt í stórum tanki í vökvaformi og blandað saman við það vítamínum, steinefnum og próteinum úr soja eða fiskimjöli áður en það er gefið. Ég er sannfærð um að það væri hægt að nýta afgangsbrauð mun meira en gert er í dag.

Ormsstaðir er eina svínabúið sem nýtir afgangsbrauð að einhverju ráði í dag,“ segir Guðný.
Auk svínabænda geta nautabændur hæglega nota brauðafganga að sögn Guðnýjar.

Skylt efni: matarsóun | dýrafóður | brauð

Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...

Landselastofninn við sögulegt lágmark
Fréttir 3. desember 2021

Landselastofninn við sögulegt lágmark

Hafrannsóknastofnun leggur til að beinar veiðar á landsel verði áfram takmarkaða...

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst
Fréttir 2. desember 2021

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst

Fyrsta helgin í sölu íslenskra jólatrjáa er nú fram undan í íslenskum jólaskógum...

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu
Fréttir 2. desember 2021

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu

Í frumvarpi fjármálaráðherra til fjárlaga fyrir árið 2020 er lagt til að skoða m...

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum
Fréttir 2. desember 2021

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum

Á síðasta ári voru sauðfjárbændur í landinu 2.078 samkvæmt haustskýrslum og höfð...

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu
Fréttir 2. desember 2021

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu

„Mér finnst ég standa inni í málaflokki sem er bæði tengdur sterkt inn í fortíð ...