Harðfiskshjallur á Íslandi.
Harðfiskshjallur á Íslandi.
Mynd / Wikimedia COmmons - Chris 73
Fréttir 13. nóvember 2024

Vilja harðfisk á lista UNESCO

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Slow Food Reykjavík vinnur að því að fá vinnsluhefðir tengdar harðfiski og skreið skráðar inn á lista UNESCO um óáþreifanlegan menningararf mannkyns.

Byggt er á samningi UNESCO frá árinu 2003 um varðveislu menningarerfða sem öðlaðist gildi á Íslandi árið 2006 í verkefninu um Lifandi hefðir. Til þess að komast á þennan lista þarf umsóknin að vera ítarleg og lýsa viðfangsefninu á breiðum grundvelli, framleiðslu og matreiðslu og ekki síst siðum og venjum tengdum viðfangsefninu.

Hefðir tengdar harðfiski samofnar sögunni

Í fréttabréfi Slow Food Reykjavík kemur fram að falast hafi verið eftir þátttöku Íslands í fyrrnefndu verkefni. Norðmenn leiði verkefnið en auk Íslands standi Ítalía, Nígería og Þýskaland að þessari umsókn. Markmiðið sé að efla tengsl íbúa þátttökulandanna og styrkja samfélög og hefðir tengdar skreið og harðfiski.

„Þrátt fyrir afar skamman fyrirvara ákváðum við að taka þátt enda á Ísland augljóslega erindi. Harðfiskur hefur verið verkaður hérlendis frá ómunatíð og hefðir tengdar honum samofnar sögu þjóðarinnar“, segir í fréttabréfinu.

Óskað eftir stuðningi við verkefnið

Biðlar Slow Food Reykjavík til samtaka, fyrirtækja og einstaklinga um stuðning vegna umsóknarinnar. Æskilegt sé að stuðningurinn komi frá aðilum sem tengjast umræddri hefð á margvíslegan og ólíkan máta.

„Af þeim sökum óskar stjórn Slow Food Reykjavík eftir aðstoð ykkar við að kortleggja framleiðslu á harðfiski og skreið. Eins hvernig þessar afurðir eru notaðar í dag og hafa verið notaðar. Allar upplýsingar má setja inn á Facebook-síðu verkefnisins: Harðfisks og skreiðar menning,“ segir í fréttabréfinu

Skylt efni: harðfiskur

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð
Fréttir 5. desember 2024

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð

Ný skýrsla Landbúnaðarháskóla Íslands, þar sem fjögur erlend kúakyn voru borin s...

Skrásetja sögu brautryðjenda
Fréttir 5. desember 2024

Skrásetja sögu brautryðjenda

Sögur brautryðjenda í garðyrkju varpa ljósi á þá miklu þróun sem hefur átt sér s...

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland
Fréttir 5. desember 2024

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland

Eigendur Friðheima, Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir, munu taka við ...

Áfrýjar dómi
Fréttir 5. desember 2024

Áfrýjar dómi

Undanþágur kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum féllu úr gildi með dómi Héraðsdó...

Mismunur bændum í óhag
Fréttir 5. desember 2024

Mismunur bændum í óhag

Í dag kostar 306 krónur að framleiða lítra af mjólk samkvæmt nýsamþykktum verðla...

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...