Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Húsnæði „Gömlu Þingborgar“, sem stendur við þjóðveg 1 og er í eigu Flóahrepps. Þingborgarhópurinn svonefndi hefur haft aðstöðu í húsinu síðustu ár.
Húsnæði „Gömlu Þingborgar“, sem stendur við þjóðveg 1 og er í eigu Flóahrepps. Þingborgarhópurinn svonefndi hefur haft aðstöðu í húsinu síðustu ár.
Mynd / mhh
Fréttir 17. desember 2024

Vilja fá Gömlu Þingborg gefins

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sveitarstjórn Flóahrepps hefur samþykkt að selja „Gömlu Þingborg“ svonefndu, sem er húsnæði við þjóðveg 1.

Þingborgarhópurinn, sem er öflugur prjónahópur, hefur haft aðstöðu í húsinu og er þar með ullarvinnslu og verslun.

Á fundi sveitarstjórnar 5. nóvember sl. var tekið fyrir erindi frá hópnum þar sem kemur fram að honum hafi verið brugðið að sjá að húsið er komið á sölu. Sala hússins myndi setja starfsemi hópsins í uppnám en hópurinn hefur starfað frá árinu 1990.

Þingborgarhópurinn hefur óskað eftir því við Flóahrepp að húsið verði afhent hópnum til eignar endurgjaldslaust og að sveitarfélagið styðji starfsemi hópsins með því að fella niður gjöld af húsinu. Sveitarstjórn Flóahrepps hefur hafnað erindinu og segist með þeirri ákvörðun vera að gæta að hagsmunum íbúa sveitarfélagsins og fylgja ábyrgri fjármálastjórnun og ráðstöfun eigna sveitarfélagsins.

„Sveitarstjórn ber að gæta jafnræðis í ákvörðunum sínum en ljóst er að ákvörðun um að gefa frá sér eignir eða fella alfarið niður gjöld af eignum skapar fordæmi til framtíðar,“ segir m.a. í bókun sveitarstjórnar. Þá má geta þess að uppsafnað tap á Gömlu Þingborg er um 5,4 milljónir króna á síðustu sjö árum þrátt fyrir innkomnar leigutekjur á þeim árum. Þá hefur viðhaldi og endurbótum húsnæðisins ekki verið sinnt eins og þörf krefur og því ljóst að húsið þarfnast töluverðra endurbóta á næstu árum.

Í Þingborgarhópnum eru 27 konur en fimm af þeim eru búsettar í Flóahreppi.

Skylt efni: Þingborg

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði
Fréttir 7. nóvember 2025

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði, sem hluti af nýjum áherslum og forgang...

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%
Fréttir 7. nóvember 2025

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%

Dilkakjötsframleiðsla var 12% minni nú í september en í sama mánuði á síðasta ár...

Togstreita milli ríkja á COP30
Fréttir 7. nóvember 2025

Togstreita milli ríkja á COP30

COP30, þrítugasti aðildarfundur og ráðstefna Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðann...

Mun styrkja félögin verulega
Fréttir 6. nóvember 2025

Mun styrkja félögin verulega

Peder Tuborgh, forstjóri skandinavíska mjólkursamlagsins Arla Foods, segir að me...

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir
Fréttir 6. nóvember 2025

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir

Um 36% þeirra skrokka sem lagðir voru inn frá bændum í Arnarholti í Biskupstungu...

Bændasamtökin funda með bændum
Fréttir 6. nóvember 2025

Bændasamtökin funda með bændum

Fundaröð Bændasamtaka Íslands (BÍ) á landsbyggðinni, Við erum öll úr sömu sveit,...

Lagaumhverfi þarf að styrkja
Fréttir 6. nóvember 2025

Lagaumhverfi þarf að styrkja

Laxey, First Water, Samherji fiskeldi, Thor landeldi og Matorka eru fimm stærstu...

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga
Fréttir 6. nóvember 2025

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga

Á borði Bændasamtaka Íslands er nú tillaga frá stjórnvöldum um að gildandi búvör...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f