Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Verðlaunahafar, frá vinstri: Sigurgeir Pálsson, Sigtúnum, Guðmundur Bjarnason, Svalbarði, Guðmundur Guðmundsson, Halllandi, Sölvi Hjaltason, Hreiðarsstöðum, Orri Óttarsson, Garðsá, Ágúst Ásgrímsson, Kálfagerði, Helgi Steinsson, Syðri-Bægisá, Hermann Ingi
Verðlaunahafar, frá vinstri: Sigurgeir Pálsson, Sigtúnum, Guðmundur Bjarnason, Svalbarði, Guðmundur Guðmundsson, Halllandi, Sölvi Hjaltason, Hreiðarsstöðum, Orri Óttarsson, Garðsá, Ágúst Ásgrímsson, Kálfagerði, Helgi Steinsson, Syðri-Bægisá, Hermann Ingi
Mynd / MÞÞ
Fréttir 17. febrúar 2016

Viðurkenningar veittar vegna eyfirskra kúa

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Á fundi Félags eyfirskra kúabænda sem haldinn var í Hlíðarbæ voru veittar viðurkenningar fyrir hæst dæmdu kýrnar og kýr sem þóttu skara fram úr þar sem vegið var saman dómur og afurðamat. Guðmundur P. Steindórsson, fyrrverandi ráðunautur, greindi á fundinum frá niðurstöðum kúadóma í Eyjafirði. 
 
Haldin var sú venja að taka fyrir ákveðinn árgang kúa og var nú komið að kúm fæddum árið 2010. Þessi árgangur samanstóð af 1.403 kúm á 91 búi og er því meðalfjöldi dæmdra kúa á hvert bú 15,4 kýr. Þetta eru nokkru færri kýr en komið hafa til dóms úr næstu árgöngum á undan. Það skýrist að einhverju leyti af því, að í ársbyrjun 2014 var byrjað að taka gjald fyrir dóma á kvígum undan heimanautum sem varð þess valdandi að þær komu ekki allar með. Jafnframt var þá hætt að nota gamla dómstigann, en út frá línulega skalanum  reiknuð út heildardómseinkunn fyrir gripinn. Þetta verkar þannig að nokkuð teygist á einkunninni, þ.e. að lægstu kýr fara nokkuð niður fyrir 70 stig og þær hæstu vel yfir 90. Áhrif þessa  komu þó ekki verulega fram á 2010-árganginum  þar sem aðeins 16% af hópnum voru dæmd eftir breytinguna.
 
Einkunn frá 67 stigum upp í rúmlega 92
 
Dómseinkunnin dreifist frá 67 stigum upp í 92,4 og reyndist að meðaltali vera 82,0 stig. Meðalaldur kúnna við 1. burð var 28,9 mánuðir. Skipting hópanna eftir feðrum var þannig, að 33,4% kúnna voru undan reyndum nautum, 41,7% undan ungnautum og 24,9% undan heimanautum. Dómseinkunn fyrstnefnda hópsins var 82,3 stig, ungnautanna 81,9 og heimabolanna 81,6 stig. Segja má að það valdi vonbrigðum að meðalafurðamat alls hópsins reyndist aðeins vera 99,0 stig og kynbótamat 99,3 stig. Reyndu feðurnir eru að langmestu leyti naut af 2002-árgangi, en ungnautin fædd 2007 og 2008.

15 myndir:

Skylt efni: eyfirskir kúabændur

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...