Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Verðlaunahafar, frá vinstri: Sigurgeir Pálsson, Sigtúnum, Guðmundur Bjarnason, Svalbarði, Guðmundur Guðmundsson, Halllandi, Sölvi Hjaltason, Hreiðarsstöðum, Orri Óttarsson, Garðsá, Ágúst Ásgrímsson, Kálfagerði, Helgi Steinsson, Syðri-Bægisá, Hermann Ingi
Verðlaunahafar, frá vinstri: Sigurgeir Pálsson, Sigtúnum, Guðmundur Bjarnason, Svalbarði, Guðmundur Guðmundsson, Halllandi, Sölvi Hjaltason, Hreiðarsstöðum, Orri Óttarsson, Garðsá, Ágúst Ásgrímsson, Kálfagerði, Helgi Steinsson, Syðri-Bægisá, Hermann Ingi
Mynd / MÞÞ
Fréttir 17. febrúar 2016

Viðurkenningar veittar vegna eyfirskra kúa

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Á fundi Félags eyfirskra kúabænda sem haldinn var í Hlíðarbæ voru veittar viðurkenningar fyrir hæst dæmdu kýrnar og kýr sem þóttu skara fram úr þar sem vegið var saman dómur og afurðamat. Guðmundur P. Steindórsson, fyrrverandi ráðunautur, greindi á fundinum frá niðurstöðum kúadóma í Eyjafirði. 
 
Haldin var sú venja að taka fyrir ákveðinn árgang kúa og var nú komið að kúm fæddum árið 2010. Þessi árgangur samanstóð af 1.403 kúm á 91 búi og er því meðalfjöldi dæmdra kúa á hvert bú 15,4 kýr. Þetta eru nokkru færri kýr en komið hafa til dóms úr næstu árgöngum á undan. Það skýrist að einhverju leyti af því, að í ársbyrjun 2014 var byrjað að taka gjald fyrir dóma á kvígum undan heimanautum sem varð þess valdandi að þær komu ekki allar með. Jafnframt var þá hætt að nota gamla dómstigann, en út frá línulega skalanum  reiknuð út heildardómseinkunn fyrir gripinn. Þetta verkar þannig að nokkuð teygist á einkunninni, þ.e. að lægstu kýr fara nokkuð niður fyrir 70 stig og þær hæstu vel yfir 90. Áhrif þessa  komu þó ekki verulega fram á 2010-árganginum  þar sem aðeins 16% af hópnum voru dæmd eftir breytinguna.
 
Einkunn frá 67 stigum upp í rúmlega 92
 
Dómseinkunnin dreifist frá 67 stigum upp í 92,4 og reyndist að meðaltali vera 82,0 stig. Meðalaldur kúnna við 1. burð var 28,9 mánuðir. Skipting hópanna eftir feðrum var þannig, að 33,4% kúnna voru undan reyndum nautum, 41,7% undan ungnautum og 24,9% undan heimanautum. Dómseinkunn fyrstnefnda hópsins var 82,3 stig, ungnautanna 81,9 og heimabolanna 81,6 stig. Segja má að það valdi vonbrigðum að meðalafurðamat alls hópsins reyndist aðeins vera 99,0 stig og kynbótamat 99,3 stig. Reyndu feðurnir eru að langmestu leyti naut af 2002-árgangi, en ungnautin fædd 2007 og 2008.

15 myndir:

Skylt efni: eyfirskir kúabændur

Ísteka riftir samningum við bændur
Fréttir 8. desember 2021

Ísteka riftir samningum við bændur

Líftæknifyrirtækið Ísteka hefur rift samningum við þá bændur sem sjást beita hry...

New Holland T6 Metan, sjálfbærasta dráttarvélin 2022
Fréttir 8. desember 2021

New Holland T6 Metan, sjálfbærasta dráttarvélin 2022

New Holland dráttar­véla­framleiðandinn heldur áfram að sópa að sér verðlaunum o...

Konur borða meira af laufabrauði en karlar
Fréttir 8. desember 2021

Konur borða meira af laufabrauði en karlar

Um 90% þjóðarinnar borða laufabrauð um jólin samkvæmt könnun sem Gallup gerði fy...

Skortur á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum
Fréttir 8. desember 2021

Skortur á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum

Niðurstöður könnunar benda til skorts á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum. Sa...

Erfðabreytt búfé
Fréttir 6. desember 2021

Erfðabreytt búfé

Erfðafræðingar binda vonir við að með aðstoð erfðatækni megi koma í veg fyrir al...

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda
Fréttir 6. desember 2021

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda

„Undanfarin ár hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra lagt áherslu á að framkvæmdu...

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði
Fréttir 6. desember 2021

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði

Það er til mikils að vinna að koma á bættri vetrarferðaþjónustu á Norðurlandi. E...

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng
Fréttir 6. desember 2021

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng

Erlendir ferðamenn sem farið hafa um Vaðlaheiðargöng á þessu ári hafa greitt fyr...