Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Úr Svarfaðardal. Svellalög hafa verið undir miklu fannfergi á túnum síðan í desember og kæft gróðurinn sem undir var.
Úr Svarfaðardal. Svellalög hafa verið undir miklu fannfergi á túnum síðan í desember og kæft gróðurinn sem undir var.
Mynd / MÞÞ
Fréttir 25. maí 2020

Víða kal í túnum norðan heiða

Höfundur: MÞÞ / HKr.
„Það er útlit fyrir að nokkuð verði um kal hér um slóðir, sérstaklega í nýlegum túnum eins og búast má við,“ segir  Anna Margrét Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Húnaþings og Stranda. 
 
Hún hefur heyrt frá nokkrum bæjum á sínu svæði og segir að á sumum þeirra sé kalið umtalsvert, en minna á öðrum.  „Það fjölgar sífellt bæjum með kalúttektir, þær virðast því miður vera víðtækari en ég var að vona. Ég hef ekki heyrt mikið í Strandamönnum enn en staðan í Húnavatnssýslum er sú að kal í túnum þar er allnokkuð.“
 
Enn snjór yfir í Fljótum
 
Eiríkur Loftsson, ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins í Skagafirði, segir stöðu þar breytilega. Búast megi við að kal sé víða að finna í Skagafirði, allt frá því að vera fremur lítill hluti túna upp í að vera umtalsvert. „Það hefur hlýnað rólega og túnin þorna því hægt sums staðar og þar tekur gróður seint við sér,“ segir Eiríkur. Enn er hér og hvar snjór yfir túnum í Fljótum þar sem gríðarmikill snjór var í vetur, en Eiríkur segir hann taka fljótt upp ef hlýni í veðri. Segir hann að ekki sé búist við miklu kali og jafnvel engu á þeim slóðum.  
 
Víða kal í um helmingi túna
 
Staðan í Eyjafirði er misjöfn eins og annars staðar, en Sigurgeir Hreinsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar, segir að víða hátti svo til að helmingur túna og jafnvel ríflega það sé kalinn. Í Hörgársveit er töluvert um kal í túnum og víða mjög slæmt, en þar eru þekkt kalsvæði. Svarfaðardalur er rétt nýlega kominn undan snjó og gildir það sama um hann og önnur svæði, víða er mikið kal í túnum en aðrir staðir hafa sloppið betur.
 
Enn er töluverður snjór yfir í Skíðadal og því ekki komið í ljós enn hvernig tún koma undan.
Sigurgeir segir að almennt séu það nýleg tún, nýræktir sem sáð hefur verið í til þess að gera fyrir fáum árum sem verða kali að bráð. 
 
Illa farnar girðingar
 
Sigurgeir nefnir líka að mikið sé um það um þessar mundir að bændur tilkynni tjón á girðingum. Liðinn vetur var óvenju snjóþungur og erfiður og áttu menn von á því að girðingar kæmu illa undan honum. „Sú er að verða raunin, það er mikið hringt til að tilkynna um tjón á girðingum en þar sem verst lætur eru þær allar meira og minna ónýtar.“
 
Tún á Skjaldfönn við Íslafjarðardjúp hafa legið undir klaka og miklu fannfergi í marga mánuði. Vegna ófærðar var þyrla Landhelgis­gæslunnar fengin til að færa Indriða Aðalsteinssyni bónda vistir í mars. 
 
 
Þá má geta þess að í stuttu samtali við Indriða Aðalsteinsson, bónda á Skjaldfönn við Ísafjarðardjúp, kom fram að þar um slóðir væri mjög mikið kal. Taldi hann að um þrír fjórðu hlutar sinna túna væru undirlagðir af kalskemmdum. Indriði komst í fréttir í mars þegar þyrla Landhelgisgæslunnar flutti til hans vistir eftir innilokun hans vegna snjóa síðan í janúar. 
 

Skylt efni: Kal | kal í túnum

Nýir liðsmenn Bændablaðsins
Fréttir 21. júní 2024

Nýir liðsmenn Bændablaðsins

Lesendur hafa kannski tekið eftir nýjum efnisþáttum í blaðinu í vor. Hugarleikfi...

Opnað fyrir milljarða króna fjármögnun
Fréttir 21. júní 2024

Opnað fyrir milljarða króna fjármögnun

Lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi fá aðgengi að 3,2 milljarða króna fjármög...

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum
Fréttir 20. júní 2024

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum

Hvítlauksbændurnir í Neðri-Brekku í Dölum fengu nýlega tvo styrki úr Matvælasjóð...

Verðlaunuðu góðan árangur
Fréttir 20. júní 2024

Verðlaunuðu góðan árangur

Tabea Elisabeth Schneider hlaut verðlaun fyrir besta árangur á B.S. prófi þegar ...

Fuglum fækkar vegna óveðurs
Fréttir 20. júní 2024

Fuglum fækkar vegna óveðurs

Samkvæmt fuglatalningu varð algjört hrun í fjölda fugla á Norðausturlandi þegar ...

Óhrædd að takast á við áskoranir
Fréttir 19. júní 2024

Óhrædd að takast á við áskoranir

Tilkynnt var um ráðningu Margrétar Ágústu Sigurðardóttur í starf framkvæmdastjór...

Halla færir út kvíarnar
Fréttir 19. júní 2024

Halla færir út kvíarnar

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjuframleiðandi og eigandi garðyrkjustö...

Sala Búvís stöðvuð
Fréttir 19. júní 2024

Sala Búvís stöðvuð

Samkeppniseftirlitið hefur komið í veg fyrir að Skeljungur kaupi Búvís ehf. þar ...