Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.

Fréttir 8. nóvember 2018
Höfundur: Hörður Kristjánsson
Þann 10. október boðaði Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til fundar í Þjóðminjasafninu undir yfirskriftinni Hvernig aukum við verðmætasköpun í íslenskum landbúnaði?
Fundurinn var mjög vel sóttur en þarna voru fjölmargir fulltrúar bænda, neytenda, verslunar og áhugamanna um þessi mál.
Ráðherra segist sjá mikil tækifæri
Við setningu fundarins sagðist ráðherra sjá mun meiri tækifæri í landbúnaði eftir að hafa kynnst af störfum sínum sem ráðherra þeim krafti sem þar er. Hann sagði að það væri þó á ýmsum sviðum hægt að gera betur. Staðan væri mismunandi eftir greinum. Umbætur yrðu þó ekki gerðar nema menn tækju höndum saman. Sjálfur sagðist hann þó reyna að nálgast málin með bjartsýni að leiðarljósi.
Margir hafa gagnrýnt Kristján Þór fyrir nálgun hans á málefnum landbúnaðarins og þá ekki síst fyrir að reyna að minnka vægi hans innan stjórnkerfisins með því að hætta við ráðningu skrifstofustjóra á skrifstofu matvæla og landbúnaðar í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu nú í haust. Í fyrri viku sendi stjórn Auðhumlu frá sér áskorun til ráðherrans um að endurskoða þá ákvörðun. Þá hafa sveitarfélög, Bændasamtök Íslands og fjölmargir aðrir gagnrýnt þessa ákvörðun ráðherra. Þetta varð þó ekki umræðuefni fundarins þó það væri mörgum ofarlega í huga, heldur miklu fremur var rætt um hvaða leiðir væru í stöðunni til að bæta hag landbúnaðar og þá ekki síst sauðfjárbúskapar.
Getum gert betur
„Ég leyfi mér að fullyrða það hér að við getum á ýmsum sviðum gert betur. Í opinberri umræðu er þó áberandi að stjórnvöld séu notuð sem boxpúði. Þannig getur verið þægilegt að eiga andskotann á einum stað og allir sameinast um að berja hann, en það veldur því að við komum málum ekkert áfram. Ég hef þykknað aðeins með árunum, þoli alveg högg, er kominn með ágætan skráp. Meðan við erum í þessum farvegi að búa okkur til púðann og fara svo aftur heim í skotgrafirnar, þá verður engin þróun í því verkefni sem menn eru að sýsla með dag hvern. Ég tek stöðuna í þessum efnum því með þeim hætti að við eigum fullt af tækifærum,“ sagði Kristján.
Benti hann á endurskoðun á búvörusamningum þar sem væri fullt af tækifærum til að takast á við breytingar. Með sama hætti lægju fyrir nýlegar breytingar á tollasamningi.
Fréttir 24. mars 2023
Kjötskortur, hvað?
Sé horft til ásetningsfjölda gripa á landinu er fyrirsjáanlegt að framboð á kjöt...
Fréttir 24. mars 2023
Vilja framtíðarsýn frá stjórnvöldum
Aðalfundur deildar svínabænda Bændasamtaka Íslands var haldinn í Saltvík 16. mar...
Fréttir 24. mars 2023
Um 5% fækkun sauðfjár
Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum úr matvælaráðuneytinu hefur orðið um fimm prósen...
Fréttir 24. mars 2023
Framleiðslan heldur dampi þrátt fyrir fækkun búa
Tvö eggjabú munu hætta framleiðslu í júní nk. Formaður deildar eggjabænda segir ...
Fréttir 23. mars 2023
Áburðarframleiðsla á döfinni
Á Búnaðarþingi mun Þorvaldur Arnarsson, verkefnastjóri hjá Landeldi hf., kynna v...
Fréttir 23. mars 2023
Bændur ræddu brýn málefni við ráðherra
Matvælaráðherra fundaði með eyfirskum bændum síðastliðið sunnudagskvöld í mötune...
Fréttir 23. mars 2023
Íslenskt fiskinasl útnefnt besta sjávarafurðin
Á mánudaginn var hið íslenska Næra fiskinasl frá Responsible Foods útnefnt besta...
Fréttir 23. mars 2023
Ekki féhirðir annarra
Þórarinn Skúlason og Guðfinna Guðnadóttir, bændur á Steindórsstöðum, eru á meðal...
24. mars 2023
Framleiðslan heldur dampi þrátt fyrir fækkun búa
24. mars 2023
Um 5% fækkun sauðfjár
24. mars 2023
Vilja framtíðarsýn frá stjórnvöldum
24. mars 2023
Norrænt verkefni um verðmætaaukningu ullar
24. mars 2023