Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Verslanir hafa alls ekki skilað afnámi tolla af skóm og fatnaði að fullu
Fréttir 13. maí 2016

Verslanir hafa alls ekki skilað afnámi tolla af skóm og fatnaði að fullu

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Hamrað hefur verið á því að matvælaverð á Íslandi sé miklu hærra en þekkist í öðrum Evrópulöndum. Þess vegna sé nauðsynlegt að afnema verndartolla landbúnaðarins á Íslandi. Þessum málflutningi er haldið á lofti þrátt fyrir að tölur Eurostat sýni ítrekað allt annan veruleika.

Svipaðri umræðutækni hefur verið beitt að undanförnu til að sýna  fram á hversu „skaðlegt“ landbúnaðarkerfið á Íslandi sé fyrir neytendur. Þar virðist gengið út frá því að Íslendingar geti ávallt fengið niðurgreiddar erlendar landbúnaðarvörur án þess að leggja þar nokkuð til sjálfir. Forðast hefur verið í þeirri umræðu að fjalla um afleiðingarnar fyrir íslenskt atvinnulíf og byggð víða um land. Hvort þær verði góðar eða slæmar fyrir landið í heild.

Samningur á milli Íslands og Evrópusambandsins um tollalækkanir og breytingar á tollkvótum með landbúnaðarvörur á að óbreyttu að ganga í gildi um næstu áramót. Þó skrifað hafi verið undir hann í  september 2015, þá á Alþingi enn eftir að samþykkja hann. Þykir sumum hann ganga ansi langt í að leggja niður verndartolla fyrir íslenskan landbúnað. Aftur á móti sagðist Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi  sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, vera ánægður með samninginn. Hann muni hafa jákvæð áhrif fyrir neytendur og skapa sóknarfæri til útflutnings. Svínabændur, alifuglabændur og sumir nautgripabændur eru þó allt annað en ánægðir með samninginn og telja að hann geti stórskaðað viðkomandi greinar.

Neytendur blekktir

Miðað við upplýsingar og út­reikn­inga verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands, sem birtir voru 9. maí, þá  standast fullyrðingar innflytjenda um stórbættan hag neytenda vegna tollalækkana alls ekki. Aftur á móti sýnir skoðun ASÍ svo ekki verður um villst að hagur verslunarinnar batnar svo um munar, á kostnað neytenda. Það er með öðrum orðum verið að blekkja neytendur.

Tollalækkanir og gjaldeyrisbati skilar sér ekki

Í upphafi árs voru tollar felldir niður af fatnaði og skóm. Samkvæmt mati fjármála- og efnahagsráðuneytis átti afnámið að skila að meðaltali 13% verðlækkun til neytenda á þeim vörum sem áður báru tolla.
Til viðbótar við afnám tolla hefur gengi krónunnar styrkst undanfarið sem þýðir að meiri gjaldeyrir fæst fyrir hverja krónu. Það hefði átt að ýta undir enn frekari lækkun á fötum og skóm sem eru að mestu leyti innfluttar vörur. Gallinn er bara samkvæmt könnun ASÍ að gjaldeyrisbatinn skilar sér ekki heldur yfir búðarborðið. Eða eins og ASÍ orðar það: „Þess vegna er niðurstaða verðlagseftirlitsins sú að verslanir hafa alls ekki skilað afnáminu að fullu.“

Verslunarfyrirtækin taka til sín nær helming lækkunarinnar að mati ASÍ

Áætlað var að um 60% vara í vöruflokknum bæru toll fyrir breytingarnar. Því má áætla, að því er segir í  úttekt ASÍ, að afnám tolla af fötum og skóm ætti að skila um 7,8% lækkun á fötum og skóm í „vísitölu neysluverðs“.

„Þegar vísitalan var skoðuð nú í apríl miðað við lok árs 2015 sést í gögnum ASÍ að hún hefur aðeins lækkað um 4% sem er allt of lítið miðað við áætlun verðlagseftirlitsins,“ segir ASÍ.

Í raun er lækkunin rétt um helmingur þess sem eðlilegt getur talist.

Þetta er í fullu samræmi við fyrri kannanir á sambærilegum hlutum sem gerðar hafa verið hérlendis.
Þannig var í frétt RÚV þann 10. ágúst 2015 greint frá því að Ísland væri dýrasta landið af 37 Evrópulöndum í 6 af 12 vöru- og þjónustuflokkum, samkvæmt ­skýrslu hagstofu Evrópusambandsins. Í ýmsum vöruflokkum var samt lítill eða enginn tollur. Staðan var nær óbreytt um síðustu áramót. 

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...

Sala á 3.357 ærgildum
Fréttir 5. desember 2023

Sala á 3.357 ærgildum

Á innlausnarmarkaði með greiðslumark í sauðfé, sem haldinn var 15. nóvember, bár...

Sæðingar verða niðurgreiddar
Fréttir 5. desember 2023

Sæðingar verða niðurgreiddar

Sæðingar verða niðurgreiddar til að innleiða verndandi arfgerðir gegn riðu.

Íslenskir verðlaunahestar í útlöndum
Fréttir 4. desember 2023

Íslenskir verðlaunahestar í útlöndum

Sjö stóðhestar, fæddir á Íslandi en staðsettir erlendis, uppfylltu viðurkenningu...

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum
Fréttir 4. desember 2023

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum

Bændasamtök Íslands senda frá sér í næstu viku aðgerðaráætlun með umfjöllun um a...

Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.