Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Íslenskt sauðfé á Grænlandi.
Íslenskt sauðfé á Grænlandi.
Mynd / Merete Rabölle á Hrauni II
Fréttir 13. maí 2022

Verndandi arfgerðir gegn riðu nokkuð algengar í íslensku fé á Grænlandi

Höfundur: smh

Niðurstöður úr sýnatökum úr íslensku sauðfé á Grænlandi hafa sýnt fram á að fjölbreytilegar arfgerðir eru í hjörðum þar, sem varða smitnæmi gagnvart riðu. Í raun virðast hinar verndandi arfgerðir vera mun algengari á Grænlandi en á Íslandi.

Í grein þeirra Eyþórs Einarssonar, Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, Vilhjálms Svanssonar, Keldum, Karólínu Elísabetardóttir í Hvammshlíð og Stefaníu Þorgeirsdóttur, Keldum, á blaðsíðum 38 og 39 í þessu blaði, kemur fram að bæði ARR-arfgerðin og T137 séu nokkuð algengar í íslenska fénu á Grænlandi.

Sterk vísbending um íslenskan uppruna

Eyþór samsinnir því að líkur séu á að arfgerðirnar séu komnar úr íslenska fénu, sem byrjað var að flytja til Grænlands árið 1915. „Já, þetta gefur sterka vísbendingu um að ARR og T137 arfgerðirnar hafi verið í fénu sem flutt var út á sínum tíma. Hins vegar er ekki alveg hægt að fullyrða hvaðan þetta kemur í grænlenska stofninn því einhver áhrif gætu verið frá Færeyjum og Noregi, þótt grænlenska féð sé að uppistöðu af íslenskum meiði og virðist líta út eins og íslenskt fé.“

ARR-arfgerðin á 11 búum

Í greininni kemur fram að sjúkdómastaða grænlenska sauðfjárstofnsins hafi ekki verið mikið rannsökuð, en hann virðist laus við alla alvarlega smitsjúkdóma. Riða hefur aldrei verið greind í sauðfé á Grænlandi. ARR-arfgerðin reynist tiltölulega algeng, en alls fundust 18 kindur með þessa arfgerð af 228 sýnum sem voru greind, en alls voru tekin sýni á 35 búum. Það er um 8 prósenta kinda í úrtakinu. Þessar 18 kindur koma frá 11 búum. Arfgerðin T137, sem talin er vera mögulega verndandi, fannst í 17 prósenta tilvika og átta prósenta tilvika sem samsæta.

„Á Grænlandi er um 19.000 kindur. Þar er bara einn stofn sem er í grunninn íslenskt fé. Líkt og fram kemur í greininni voru fluttir inn tveir norskir hrútar þangað inn 1951 og síðan þá er talið að engin blöndun hafi átt sér stað við þennan stofn. Rannsóknir sem þegar hafa verið gerðar á skyldleika kynja hafa sýnt að grænlenska féð er mjög skylt því íslenska. Þá er núna fyrirhuguð rannsókn sem mun varpa enn betra ljósi á þennan skyldleika,“ segir Eyþór.

Hann bætir því við að ekki sé til skoðunar eins og er að nota þennan stofn til ræktunarstarfs á Íslandi, þar sem ARR-arfgerðin hafi þegar fundist á Íslandi. „Hins vegar má skoða þann möguleika síðar, þar sem enn er bara fundin ein „uppspretta“ af þessar arfgerð hér á landi. En það á enn eftir að greina helling af sýnum á Íslandi og við byrjum að sjá hvað kemur út úr því.“ 

Sjá nánar á blaðsíðum 38-39 í nýju Bændablaði.

Leyfir ekki sandnám
Fréttir 18. september 2024

Leyfir ekki sandnám

Fyrirtækið LavaConcept Iceland hefur sótt um framkvæmdaleyfi hjá Mýrdalshreppi v...

Nýtt rannsóknarverkefni í byggkynbótum
Fréttir 18. september 2024

Nýtt rannsóknarverkefni í byggkynbótum

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er nú að hefjast nýtt rannsóknarverkefni í byggky...

Helsingjar valda usla
Fréttir 18. september 2024

Helsingjar valda usla

Umhverfisstofnun vill takmarka veiðar á helsingja en bóndi á austanverðu Suðurla...

Óarðbær innflutningur
Fréttir 17. september 2024

Óarðbær innflutningur

Einkahlutafélagið Háihólmi skilaði tæplega 1,2 milljóna króna hagnaði á sínu fyr...

Kjötframleiðsla eykst áfram
Fréttir 17. september 2024

Kjötframleiðsla eykst áfram

Samkvæmt nýútgefnum tölum Hagstofu Íslands jókst innlend kjötframleiðsla um 15 p...

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki
Fréttir 16. september 2024

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki

Nýtt fyrirtæki vill koma sér fyrir á gasmarkaði á Íslandi og hefur hug á að útve...

Reisir lítið sláturhús og hyggst slátra strax í haust
Fréttir 16. september 2024

Reisir lítið sláturhús og hyggst slátra strax í haust

Skúli Þórðarson, bóndi á Refsstað í Vopnafirði og fyrrverandi sláturhússtjóri Sl...

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018
Fréttir 13. september 2024

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018

Ekki hefur orðið vart við kartöflumyglu í sumar sem er þá fyrsta myglulausa suma...